31.5.04

Hvirfilbylir og köngulær

Við fórum í suður Illinois og gistum á ofsalega fallegu tjaldstæði við vatn. Við klifruðum í geðveikum klettum og Óli fór alveg á kostum, klifraði "Ant Eater" tvisvar eins og ekkert væri meðan við Sandy vorum í þvílíkum vandræðum. Við sáum alvöru svarta ekkju með rauðum dílum á maganum, alveg við brautina, þessa ant-eater (sem er klassík), var virkilega ógeðsleg risastór konguló og það var varla klifrandi fyrir öllum þessum kongulóm þarna, hvert sem maður stakk puttunum inn í sprungu átti maður von á að finna eitthvað skríðandi lappalangt... oj.

En eins og koma kannski í fréttum heima þá geisaði síðan stormur um hálf bandaríkin í dag og í gær. 84 hvirfilbylir sáust svo við þurftum að hætta við að klifra á sunnudaginn og drífa okkur frekar heim. Frekar súrt en samt ágætt því ég var bara úrvinda eftir þessa fáránlegu viku. Tannviðgerðir og fyrirlestrar...

Í dag tók ég það bara rólega, slakaði á og þvoði þvott, og las "Grafarþögn" eftir Arnald Indriðason. Þvílík spenna. Þvílíkur magnþrungi. Ég er eiginlega hálf smeyk núna ein heima með öll ljós kveikt.

28.5.04

ÍHAAAA

Nú líður mér vel. Fyrirlesturinn gekk eins og í sögu, ég fékk tvær spurningar sem ég gat svona svarað nokkurnveginn. Það var fullt af fólki og allir klöppuðu - auðvitað, en samt. David var svaka ánægður og allt er bara frábært. Ég er líka komin með rótarfyllingu og hætt að vera með tannpínu. Við erum að fara í ÚTILEGU með Sandy að KLIFRA. Sólin skín og fuglarnir syngja.

Góða helgi allir!!

24.5.04

Part of the game

"Maður tekur bara hugarfarið, föstum tökum, og snýr því við." Þannig lýsir Sveinn nokkur Hauksson því hvernig maður breytir einhverri aðstöðu sem maður er í sálarlega. Síðan lætur hann eins og hann sé að grípa um stóran bolta með hendinn og SNÝR.

Ég er eitthvað búin að vera að stressa mig fyrir þennan fyrirlestur sem ég er að fara að halda á föstudaginn en nú er ég búin að SNÚA hugarfarinu (maður verður að leggja áherslu á snúa þegar maður ímyndar sér þetta) í kjölfari orða Olgu um það að tala fyrir framan fullt af fólki sem veit miklu meira um það sem maður er að tala um en maður sjálfur.

Hún sagði: "It´s just part of the game".

Og þegar ég hugsa út í það. Þá er það alveg rétt. Þetta er óaðskiljanlegur hluti þess að vinna við rannsóknir. Það er best að sættast bara við það sem fyrst.

23.5.04

Umhverfishorn til

Umhverfishornið er orðið að veruleika. Þar sem ég er hérna í vinnunni á sunnudagskvöldi að "skrifa" "abstract" fyrir þennan fyrirlestur ákvað ég að drífa í því að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Ég vona að allir setji bookmark á það og lesi reglulega.

22.5.04

Hvað er betra en það?

Laugardagar eru langbestu dagarnir. Þá sefur maður út, slakar á fram eftir degi og hefur það alveg ótrúlega gott. Í nótt svaf ég t.d. í 12 tíma. Hvað er betra en það?

Við fórum á Shreck 2 í gær með Su Yoon, sem var svaka spennt, eins og við, og tveim kínverjum sem vildu eiginlega alls ekki fara á þessa mynd en eru of kurteisir til að vera með uppisteyt. Síðan fannst þeim myndin reyndar alveg frábær, sem hún er. Við mælum 1000% með henni. En hvað ætli hafi síðan gerst? Það kom þvílíkt ofsaveður að rafmagn fór af öllu bíóhúsinu þegar svona 10 mínútur voru eftir af myndinni og við þurftum að hætta að horfa og fá endurgreitt. Ekki svo slæmt því maður gat nú svosem alveg ímyndað sér hvað myndi gerast.

Núna er ég að reyna að skrifa abstract (!!) fyrir fyrirlesturinn sem ég er að fara að halda á föstudaginn. Fyrir alla deildina. Brr, frekar stressandi.. Hann má bara vera 12 mínútur, svo kvölin gengur hratt yfir en samt... Æ æ.

Eftir nokkra tíma erum við Óli að fara í mat til Prof. McCullagh og konunnar hans. Þetta er svaka góður gæi. Ég er alltaf að hitta hann hér og þar sem ég er að vinna í einhverjum þjónustustörfum. Laga kaffi eða afgreiða vín, og þá þekkir hann mig alltaf og segir "sæl frú Atlason" og ég segi alltaf "HA?" en síðan fatta ég að ég er víst frú Atlason og þetta er frekar fyndið... Nevermind. Við erum allavegana að fara í mat til hans því Óli er nemi hjá honum og við erum búin að kaupa svaka dýrt og fínt vín sem Óli mundi síðan að er frá sama svæði og vínið sem hann gaf þessum manni síðast þegar hann fór í mat til hans. Og síðan mundi hann að hann fór í sömu fötunum og hann fer í núna (sparifötin fyrir heitt veður). En ég efast um að maðurinn taki eftir eitthvað af þessu.

Allavegana. Ég er að hugsa um að koma með nýtt prógram á þessa síðu. Svona "horn" fyrir sérstaka umræðu. Eða einræðu. Það verður "umhverfishorn" og verður sett á laggirnar mjög bráðlega því ekki er mikill tími til stefnu.

21.5.04

Góðar fréttir og slæmar...

Góðu fréttirnar eru þær að forritið mitt er á blússandi siglingu. Búin að bæta við mikilvægum fítus og niðurstöðurnar eru í áttina á því sem við höfum verið að búast við. Þannig að það er gott mál.

Það sem er ekki gott mál er að ég er búin að draga það aðeins of lengi að heimsækja tannsa og því er holan kominn inn í tönnina og langa leið út aftur svo ég þarf að fá RÓTARFYLLINGU. ARGHHH.

En góðar fréttir aftur. Ég er að fara að drekka bjór í boði prófessors.

20.5.04

Loksins Loksins

Næ ég að knýja út hrós frá leiðbeinandanum mínum. Eins og ég skrifaði í gær þá spjölluðum við aðeins saman um verkefnið mitt og hann benti mér á hvernig væri betra að nálgast vandamálið sem ég var með. Síðan í dag þá bara virkaði forritið frekar vel og það býr til smá bíómynd um hvað er að gerast hjá ögnunum svo þegar ég er búin að sýna honum niðurstöðurnar þá segir hann að ég verði endilega að taka þátt í nemenda sýningunni og vera með 12 mínútna fyrirlestur um verkefnið. Síðan sagði hann að hann væri svaka imponeraður hvað þetta er búið að ganga vel og hratt... bla bla bla. Svaka gaman. Svaka gaman að fá hrós. Svaka gaman að fá hrós sem er ekki tengt því að vaska upp eða ryksuga.

19.5.04

Geðveikt góður gæi

Jæja, það er kannski ástæða fyrir því að maður er með leiðbeinanda. Ég er búin að vera að vandræðast með eitthvað þóríum spliff í 3 vikur núna, skrifa fullt af föllum, alltaf eitthvað bögg, eitthvað sem ekki virkar. Svo núna í dag kíki ég aðeins á David, og hann bara útskýrir á svona 10 mínútum hvað ég ætti að vera að gera og síðan virkar það bara GEÐVEIKT vel. Alveg ótrúlegt. Þetta er ekkert smá góður gaur, ég kann svaka vel við hann.

Annars er ég loksins að fara til tannlæknis á föstudaginn. Búin að vera með tannpínu allt of lengi. Og ég er ekki með tryggingu. Ég var farin að hafa áhyggjur af því að ég myndi bara þurfa að fara heim til Íslands til að fara til tannlæknis. Það er víst svaka dýrt að vera með tannlækna tryggingu og guð hjálpi manni ef maður er án. Síðan kemur í ljós að þá kostar það svona svipað og heima, 10-20 þúsund. Þegar maður er ekki með tryggingu, ég skil nú bara ekkert í þessu.

Það er allt að gerast í sósíal lífinu. Okkur er boðið í mat til proffa á laugardaginn, ásamt tvemur öðrum. Svaka gaman, hann er írskur og svaka skemmtilegur eins og Írum er von og vísa. Ég þekki 4 Íra og allt er þetta fólk sem er svaka skemmtilegt, tætir af sér brandarana meðan það drekkur Guinness. Mmm, gaman gaman.

Á sunnudaginn er ég með skipulagða dagskrá líka. Ég er að fara með tyrkneskri vinkonu minni sem er postdoc hérna í bæinn að spóka okkur og fara á ballet. Hlakka mikið til þess. Jeffrey ballethópurinn sem er hérna í Chicago er víst mjög flottur og frægur.

18.5.04

Önnur hugmynd

Ég fékk geðveikt góða hugmynd aftur í dag, í leikfimi, en þá var ég náttúrulega hvorki með penna né blað og núna er ég búin að gleyma því hver hún var... Ohh. Ég man bara eftir að hugsa "vá! geðveikt góð hugmynd". Jæja, hún kemur kannski aftur.

Frá Chicago er bara allt gott að frétta. Veðrið svona í bylgjum, kalt - heitt - kalt - heitt. Þónokkuð um anti-war áróður. Á leiðinni í leikfimina þrýsti maður dagblaði að mér og hélt ræðu svo hratt að ég náði engan vegin því sem hann sagði, eitthvað um verra og verra ástand í Írak með degi hverjum.

Talandi um óskiljanlegar ræður þá stoppaði okkur Óla maður á hækjum sem var greinilega lamaður að hluta til um helgina. Sagðist hafa búið í Flórída, nýgiftur í fínu jobbi, verið að hjóla á leið í vinnu þar sem bíll keyrði á hann og hann kastast með höfuðið á gangstéttarbrún. Hann sýndi okkur skurðinn, eða örið eftir hann, og sagðist hafa misst allt sem hann átti, konuna, húsið, vinnuna, heilsuna og verið í gifsi frá tám upp að hálsi í marga mánuði en nú ynni hann á bókasafninu í Evanston og hann vildi bara biðja okkur um eitt, og það var að nota hjálm þegar við færum að hjóla og að BELL væru bestir. Nú vil ég koma boðskapnum á framfæri, í viku hjólsins, allir að nota hjálm. Sunna líka.

17.5.04

Jasmínu te

Og mér finnst kaffi gott! Þetta jasmínu te ( $26 fyrir smá krús) er himneskt. Himneskt.

Jæja, ég kláraði bókina sem ég var að "agitera" fyrir um daginn í gær. Var svo uppspennt af hugmyndum eftir lesturinn að ég ætlaði aldrei að geta sofnað. Fann lausn á umferðarvandanum í Reykjavík þar sem ég lá í rúminu með koldíoxíð að brjótast um í höfðinu á mér.

Lausnin er að byggja göng eða skýli fyrir hjólreiðamenn meðfram (eða svona nokkurnveginn meðfram) t.d. kringlumýrabrautinni og fleiri breiðgötum. Þetta væru svona gegnsæ göng (úr gleri eða frekar einhverju sterku plexígler/plasti), með "loftgötum" eða einhvernveginn fítus sem gerir það að verkum að ekki verður loftlaust eða fýla inní. Mikilvægt er að þetta skýli samt vel fyrir veðrum og vindum. Það verða tvær akgreinar í báðar áttir, þannig að auðvelt er að taka framúr og síðan verður hægt að komast inn og úr göngunum á kannski kílómetra fresti.

Í Hollandi og Danmörku koma hjólreiðar algjörlega í staðin fyrir bíla. Það sem þau lönd hafa einna helst fram yfir okkur er ljúfari veðrátta. Ég held að aðalástæðan fyrir því að Reykvíkingar hjóla lítið er rok, rigning, snjókoma. Brekkur eru ekki aðalvandamálið.

Þessi göng, þó þau hljómi kannski fáránlega kosta ekki mikið miðað við vegaframkvæmdir. Og þau leysa marga vanda.
Þau leysa umferðaröngþveiti og stress sem því fylgir.
Þau leysa heilsufarsvandamál kyrrsetufólks því þarna hefur það tækifæri til að hjóla í vinnuna og heim.
Þau leysa (eru í áttina til að leysa) mengunarvandamál.
Þau myndu spara þjóðinni pening, minni bensínkaup, minni bílatryggingar...
Þessi listi tekur engan endi. Ótal vandkvæði leysast með því að nota hjól til að ferðast frekar en bíl.

15.5.04

Ekkert jurovisjon i ar

Versta vid ad bua i ameriku ad thad er ekkert jurovisjon. Og thetta online dot virkadi ekki neitt. :-( En nu er hun buin og Ruslana var vist alveg otruleg, Jonsi lika, og eg er bara satt med thad. Serstakar thakkir faer mamma fyrir ad hafa gefid mer jurovisjon diskinn i fyrra, tha gat eg haldid brjalad party fyrir mig bara medan eg var ad elda i kvold (Oli ekki heima).

Nuna erum vid bara i skolanum ad laera. Eg er ad fara ad halda fyrirlestur a midvikudaginn um eitthvad efnafraedispliff. Thad er eins gott fyrir mig ad undirbua hann vel thvi eg skil nu ekkert of mikid i thessu...

A morgun aetlum vid ad gera eittvad skemmtilegt. Kannski kikja upp til Evanston thar sem Northwestern haskoli er. Hann er vist svaka flottur. I gaer forum vid i tilefni afmaelisins hennar Mikki (sem er med Ola i skolanum) a midausturlenskan veitingastad. Hann var svaka speisadur, svona fjolubla ljos i loftinu thannig ad allt hvitt lystist upp. Allar serviettur og thjonarnir.. thetta var svaka fyndid, stolarnir voru svartir og hvitir, teppid svart med bleiku og fjolublau mynstri og allt i eighties stil. Vid fengum svaka godan mat og sidan spiladi hljomsveit og magadansmaer dansadi. Alveg super fyrir utan ad afmaelisbarnid for i fylu, henni fannst thetta eitthvad of hallaerislegur stadur fyrir hennar smekk og var gedveikt ful og eg veit ekki hvad, eins og dekradur krakkaormur. Svo thad endadi a ad allir bara dissudu hana nema eg og Oli thvi hun hafdi fengid far med okkur og vid buin ad lofa ad keyra hana a einhvern fancy bar eftir. Sidan keyrdum vid hana og vinkonu hennar a fancy stad og dissudum thaer thar thvi hun var svo sur og otholandi. Mjog fyndid. Mjog gaman ad dissa hana thvi hun er svo otholandi pia. Hun er svona typisk amerisk kelling med allt a hornum ser alltaf og alltaf kvartandi og kveinandi yfir ollu.

Annars erum vid Oli svaka nice folk sem dissum yfirleitt ekki annad folk sko.

12.5.04

Gaman að lesa blogg

Núna þegar forritið mitt er í ruglinu fer ég ósjálfrátt að flakka inn á bloggsíður landans, kíki á gamla kunningja, boys in the hood, and the ladies. Mjög fyndnar sumar af þessum síðum, eins og síða þessarar litlu Fossvogsmær. Mér finnst mjög gaman að fá tækifæri til að skyggnast inn í heim krakka á þessum aldri. Maður fær svona ókeypis aðgang að lífi og tilveru heillar kynslóðar með öllu þessu bloggi. Vegna þess að þegar maður reynir að tala við þetta lið, er það eins og að tala við vegg og ekki mikils vísari verður maður á því. Eða kannski tala ég ekki rétta tungumálið eða kannski er eins og að tala við vegg að tala við mig... það er ekki ólíklegt.

Það er mismunandi hversu lunkið fólk er við að segja frá sínum heimi en mér finnst þessi pía/pæi nokkuð sniðugur.

Ætli æskan í dag verði þekkt sem blogg-kynslóðin. Nú eru að fæðast börn sem byrja "að blogga" áður en þau fæðast. Mér finnst þetta alveg frábært. Ótrúlegt innsæi sem maður fær í líf og tilveru fólks sem maður þekkir alls ekki, þekkti áður, þekkir núna...

SUMAR BEIBI

Nú er bara komið sumar og er það yndislegt. Fyrir utan það að klukkan er að verða sjö og ég ennþá í vinnunni. En ástæðan er sú að ég er ekkert búin að vinna í dag, bara liggja í leti, borða pakistanskan mat (geðveikt góðan.... lamb meira að segja...mmm) drekka milkshake og taka lífinu með ró og spekt. Alveg dásamlegt. En það er góður fílingur í vinnunni svo það er ekkert slæmt að vera hérna. Bara nokkuð gott.

Allavegana þarf ég þá ekki að horfa upp á manninn minn kasta lífinu á glæ í tölvuleikjum.

Eru allir búnir að skrifa undir listann? Jafnvel þó ég trúi því ekki að svona listi gerir mikið gang, þá vona ég samt að ef nógu margir skrifa undir, þá verður það tekið til greina. Ég er þessa dagana að lesa bók eftir Lester Brown. 1974 stofnaði hann Worldwatch Institute sem er fyrsta rannsóknastofnun sem spáir í umhverfisáhrifum mannsin. 2001 setti hann á laggirnar aðra stofnun, Earth Policy Institute, til að búa til sýn og leiðbeiningar að vistlegra hagkerfi. Hann er því frumkvöðull í ýmsu sem snertir umhverfið og varðveitingu þess.

Allavegana, í þessari bók þá talar hann um að borgir verða að vera hannaðar með fólk í huga. Ekki bíla. Það muni stórbæta líf fólks í borgum. Síðan vitnar hann í gaur sem ég man ekki hvað heitir en hann líkti því saman að byggja auka akgreinar til að bæta umferð væri eins og að losa beltið til að bæta heilsu feits manns. Ég vildi að ráðamenn borgarinnar myndu afla sér upplýsingar um það hvað er í gangi í heiminum í dag og taka mark á því sem fróðir menn í þeim efnum segja.

Ef einhver er spenntur fyrir þessari bók, þá heitir hún Eco-Economy og er eftir Lester Brown (2001).

The Washington Post called Lester Brown "one of the world's most influential thinker...

Linkur

11.5.04

Já já! Allir að taka þátt!

Nú bý ég í mekka einkabílsins og er því að upplifa það hverskonar veröld hann leiðir af sér. Sú veröld er ekki falleg, ekki góð og ekki til eftirbreytni. Það sem þessi heimur þarfnast eru fleiri hjólastígar, betri almenningssamgöngur og breytt viðhorf hjá stjórnmálamönnum og öllu mannkyni. Mengun af völdum bíla er vandamál sem við verðum að takast á við núna og það getur t.d. byrjað þannig að við skrifum öll undir þennan lista: http://www.tj44.net/hringbraut/undirskrift/index.php

Við verðum að láta þá sem stjórna okkar landi vita hvað okkur finnst um bílaumferð og 6 AKREINA SKRÍMSLI. Ég er alveg fjúríos yfir þessari þróun í Reykjavík. Og meðan ég er á borgarskipulagsnótum, þá ég er bara alveg dauðslifandi fegin því að R-listinn er að fækka einbýlislóðum. Einbýlishús í útjarðri borgarinnar er það versta sem við getum gert Reykjavík. Þá er fólk enn háðara einkabílnum sínum og ef það vantar þjónustu eða vörur, þá verður það að keyra langar leiðir til að afla sér þeirra. Það sem Sjálfstæðisflokknum finnst vera "illa skipulagt" finnst mér vera til fyrirmyndar.

10.5.04

Aðeins jákvæðra blogg

Eftir að hafa sleppt því að kíkja í dagblöð alla helgina líður mér miklu betur og ég er í aðeins jákvæðra skapi. Sem betur fer. Það er alveg ótrúlegt hvað umhverfið hefur mikil áhrif á mann. Það er sama hversu nálægt þetta umhverfi er. Í skólanum/vinnunni erum við búin að vera að flikka uppá umhverfið okkar. Laga til í kaffistofunni, fá nýja borðplötu við vaskinn og myndir á veggina, huggulegar mottur á gólfið... Og núna kemur fullt af fólki saman í hádeginu alltaf í kaffistofunni til að borða hádegismat og drekka kaffi eftir matinn. Áður fyrr borðuðu bara allir í sínu horni. Þetta er bara allt annað líf, og það þurfti ekki svo mikið til. Bara smá framkvæmdargleði og slatta af peningum, samt ekkert svo mikið.

7.5.04

Mjög svartsýnt blogg

Í fyrsta skipti líður mér mjög illa yfir því að búa í þessu landi. Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Leiðtogarnir eru vondir heimskir menn. Þeir haga sér eins og... (ég myndi kannski vilja segja smábörn en það væri móðgun við smábörn) .. ég á bara ekki orð fyrir það.

Það er ekki nóg með að heimurinn er í slæmu ásigkomulegi umhverfislega. Mannfólkið er að verða uppiskroppa með hreint vatn og matur fer minnkandi á haus. Það er ekki búið að átta sig á því hvernig það getur séð sér fyrir eldsneyti eða hráefnum á vistvænan máta. Það kemur fram við jörðina eins og hún sé ruslakarfa. Þetta eru raunveruleg vandamál sem eru smám saman að líta dagsins ljós. Á örfáum árum fór Kína frá því að vera helsti útflytjandi hrísgrjóna, í að vera helsti innflytjandi. Fiskistofnar um allan heim eru að hrynja. Stormar hafa aldrei verið jafn margir á ári síðan mælingar hófust. Lífslíkur fólks í mörgum löndum fara lækkandi. Það er bara allt í rúst og bandaríkjamenn halda að lausnin sé að fara í stríð og haga sér eins og villimenn. Ég er hoppandi ösku ill.

6.5.04

Ný ásýnd bloggs

Ákvað að gefa blogginu smá andlitslyftingu, ekki of mikla þó, vil ekki að það verði of gott með sig... Þannig að ég setti bara inn uppáhalds litinn minn og breytti stöfunum aðeins. Ég komst að því að bloggið leit miklu betur út á makka, en þar sem flestir eru með pc vildi ég reyna að gera það huggulegt fyrir pc. Er þetta ekki bara ágætt?

Í morgun fór ég í nudd. Það var yndislegt. Ég þekki nefnilega stelpu sem er nuddari og síðan var ég með höfuðverk meira og minna alla síðustu viku svo ég ákvað að prófa að fara í nudd. Þetta var alveg ótrúlegt. Hún vissi alltaf nákvæmlega hvernig mér leið. Hvaða vöðvar voru aumir og hversu aumir og ég veit ekki hvað. En þetta var svaka þægilegt og ég er alveg ný manneskja á eftir.

Ég fór líka aðeins í leikfimi í dag. Gott að vera vísindamaður, þá er maður svo flexible og getur gert svona sniðuga hluti. Allavegana, þegar ég kom aftur á skrifstofuna fórum við Olga, skrifstofufélaginn minn, að tala um æfingar, hún er leikfimis eða eróbikk eða eitthvað kennari. Ég fór að segja henni að ég væri að reyna að æfa efri búkinn (fyrir klifrið). Þá fór hún að segja mér frá einu æfingunni sem maður þyrfti að gera til að æfa efri búkinn. Og hún er að standa á höndum, og ekki nóg með það heldur gera "armbeygjur" þannig, á hvolfi. Ha ha, ég sé mig nú bara í anda veltandi útum allan leikfimissalinn, get varla gert armbeygjur á gamla mátann, hvað þá... jæja, mér fannst þetta frekar fyndið. En Olga er líka frá Rússlandi... Þar eru menn örugglega snar brjálaðir, gera armbeygjur á hvolfi og eitthvað.

Það er samt súper gott fyrir Íslending og Rússa að deila skrifstofu. Ekkert svona kurteisiskjaftæði eins og hjá könunum. Það nær nú engri átt hvað það er eitthvað mikið af óskrifuðum reglum hjá þeim. Eins og ég var að spjalla við eina stelpu um daginn á kaffistofunni. Og það var bara svaka huggulegt. Síðan förum við eitthvað að vinna og eftir 5 mín fer ég eitthvað fram og þá hitti ég hana aftur og við eitthvað segjum "hæ" og síðan segir hún "how are you" og ég alveg steinhissa á þessu, við vorum að enda við að tala um hvernig okkur liði á kaffistofunni. En ég segi samt "bara fínt" og tilbaka "how are you" og hún alveg "fine thank you". Ég bara fatta þetta ekki. Síðan þarf maður að segja "excuse me" ef maður fer inn í "persónulega plássið" hjá fólki, það er svona meters radíus. Geðveikt þreytandi. En við Olga erum ekkert í þessu, við spjöllum alveg saman en segjum aldrei sorry og excuse me, mjög notalegt.

4.5.04

Síam og efnafræði kúrs

Óli bauð mér út að borða í kvöld. Á thailenska veitingastaðinn Síam sem er hérna rétt hjá. Ég fékk Pandong karrí, eða eitthvað svoleiðis. Svaka gott. Nóg til í hádeginu á morgun líka. Það verður notalegt eftir presentasjónina sem ég er að fara að halda. Ekkert stórt, bara útskýra smá kóða - gubb, asnalegt. Ef einhver efnafræðingur les þetta þá erum við að spá í forritinu phreeqc (freak!) sem menn í Washington gerðu, þetta er víst mjög sniðugt...

Annars er bara allt gott að frétta. Ég fór í leikfimi í dag, mjög hressandi. LYFTI MÉR UPP Á STÖNG!!! Þrisvar, en ekki í röð. Ég er komin með svaka handleggsvöðva! Ótrúlega gaman. Jæja, heyrumst,
Tinna

Gangi öllum vel í prófunum!

Loksins fattaði ég hvers vegna enginn sendir mér póst þessa dagana. Það eru allir í prófum. Þetta vor er það fyrsta sem ég man eftir þar sem ég er ekki í prófum. Nokkuð ljúft en hálf einmannalegt þegar allir aðrir eru í prófum, liggur við að manni finnist maður útundan.

Núna á eftir er ég annars að fara á spennadi fyrirlestur. David, atvinnuskaparinn minn, er að fara að tala um rúmlega 100 ára gamla vísindagrein úr "The London, Dublin and Edinborough Journal of Philosophy and Science" um gróðurhúsaáhrifin. Vísindamaðurinn Arhenius var fyrstur (eða það halda menn) til að rannsaka vatnsgufu og koldíoxíð sem gróðurhúsagös. Það er svolítið fyndið að lesa þessa grein. Hann talar um ljósa geisla og dökka. Ljósir eru stuttbylgjuljós (frá sólinni) og dökkir eru langbylgjuljós (hitageislun frá jörðu). Ég er allavegana spennt fyrir þessu.

Á þriðjudögum eru fyrirlestrar um veðurfarsbreytingu. Upphaflega var talað um snögga veðurfarsbreytingu (abrupt climate change - eins og í "day after tomorrow"). Ég veit ekki alveg hversvegna menn fóru af sporinu, kannski vegna þess að efnið er einum of niðurdrepandi. Þegar maður fer að velta sér uppúr ástandinu í heimnum í dag kemst maður að því að það er allt að fara til fjandans. Fólksfjölgun er fáránlega mikil. Matur er af skornum skammti. Gróðurlendi fer minnkandi með ári hverju. Vatn og vatnsgæði fara minnkandi. Fiskum fer fækkandi í sjó og vötnum. Mengun eykst. Hitastig hækkar. Jöklar bráðna. Stormar verða skaðlegri. Þetta tekur engan endi. Eða hvað? (ha ha - eins og sannur ameríkani)

2.5.04

Matarboð svaka glæsilegt

Jæja þá er kominn sunnudagur, menn að skríða á fætur eftir partýstand. Matarboðið gekk mjög vel. Það voru tapas í forrétt. Skinkan var delicious, takk Gía og Atli! Kæfan var líka góð og síðan var ég með þistilhjörtu með olíu og lauk og tómata með hvítlauk og basil. Mjög gott. Ég á þessa tapas uppskriftabók, á ensku en eftir spænkan höfund. Hún er sérstaklega góð. Allt sem er í henni er gott. Kannski er það bara vegna þess að tapas er gott. Gestirnir voru til klukkan að verða eitt. Það er mikill sigur. Öllum fannst páskaeggið svaka flott en skrípið ofaná (appelsínugult með fjólubláar fléttur) féll ekki í kramið. Enda er þetta ómögulegt og hefur enga burði í að tróna þarna á toppum.

Í dag er förinni heitið í vestur suburbs. Yibbí. Valur og Björg vita hvað er þar. Nú þarf ég bara að bíða eftir að eiginmaðurinn vaknar af fegrunarblundinum sínum.

Það er fallegur dagur. Sól en ekki heitt, bara 6 gráður. Jæja, vona að allir hafa það gott,
Tinna

This page is powered by Blogger. Isn't yours?