11.12.18

Lokapróf

Krakkarnir mínir eru að taka lokaprófið í kúrsinum mínum.  Í vor var ein stelpa svaka skúffuð yfir því hvað það var létt.  Henni fannst hún ekki hafa fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína og fannst hún hafa verið svikin.  Svo ég vona að þau verði ánægð með það núna.  Aðallega vona ég að þau fari út í heiminn og finni lausnir á losun gróðurhúsa lofttegunda.

Ég sá mann í strætó í morgun.  Hann var í götóttri skítugri peysu með bættan og mikið notaðan plastpoka.  Allt í einu fannst mér eins og ég væri að horfa á framtíðina persónugerða.  Plastpokar eru svo táknrænir fyrir tímann sem við búum á.  Einnota dót sem er einsis virði og mikilvægt á sama tíma.

Ég er orðin alveg hooked á the Moth.  Þetta eru sannar sögur sem fólk segir af sjálfu sér og þær eru alltaf magnaðar.  Það er svo geggjað að heyra fólk tala svona uppá sviði fyrir framan annað fólk.

Ég á eftir að sakna krakkanna minna.  Það er svo gaman að vera kennari og fá að kenna börnum, hafa áhrif á heimsmyndina þeirra og fylgjast með þeim.  Það eru algjör forréttindi.  Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.  Ég ákvað að kenna ekki næstu önn því ég þarf að einbeita mér að rannsóknunum, fara á ráðstefnur og jafnvel ferðast aðeins með fjölskyldunni. 

8.12.18

Aðventa í Chicago

Börnin mín segja svo fyndna hluti allan daginn sem ég gleymi jafnóðum.  Um daginn vorum við að horfa á gamalt tónlistamyndband þar sem Michael Jackson var ungur og sætur og svo kíktum við á Billy Jean og ég var eitthvað að reyna að segja þeim að þetta væri Michael Jackson og að hann væri svaka frægur.  Já, ég veit alveg hver hann er segir Edda þá.  Hann er famous basket ball player.  Mér finnst það svo skrýtin tilhugsun að börnin mín fæðast inní heim þar sem Michael Jackson er ekki til.  Hann er ekki til og hann er alls ekki til fyrir þeim.  En það er nú reyndar að breytast.  Þær eru líka að kynnast Queen.  Og þetta er svona smám saman að koma.

Sólveig sagði um daginn að hún vildi óska að húsið okkar væri hoppukastali og það fannst mér líka frekar frumlegt.  Það er nokkurnvegin mín helsta martröð.  En kannski væri það bara ágætt.  Börnin okkar eru svo orkumikil, hoppandi og skoppandi um allt meira og minna alltaf.  Sé bara fyrir mér að vera að reyna að sjóða spaggettí og allt dúar.  En talandi um óskir þá fórum við að hitta jólasveininn í dag og Edda óskaði sér ipad og Sólveig óskaði sér Belle.  Jólasveinninn spurði Ástu hvers hún óskaði sér en hann skildi ekki hvað hún sagði.  Síðan spurði hann hana hvort hún hefði verið stillt í ár og hún skildi ekki hvað hann sagði.




Fjölskyldan að bíða í röð eftir að fá að hitta vininn.  Afi var hjá okkur um þakkagjörðahátíðina og fram í desember sem var svo notalegt.  Við fórum að Hamilton sem var geggjað og á sinfóníuna, á Margies Candies í ís og á The Grinch.  Óli og Ásta voru bara heima en við hin fíluðum hana í botn.  Rétt áður en afi kom fórum við á fjölskylduvæna óperu.  Það var alveg stórkostlegt.  Þetta var alvöru ópera með ballet og drama og tragedíu og við vorum öll hugfangin.  Nema Ásta reyndar var aðeins í vandræðum með að njóta þess.  En síðan fóru þær með afa og pabba á sinfóníuna og það var svaka upplifun.  Þær fengu líka að blása í lúður og prófa allskonar hjóðfæri.  Við Ásta vorum heima á meðan að skrúfa saman koju.

Núna á ég að vera að skrifa próf.  Ég nenni því ekki því flest börnin mín vilja bara fá A, þeim er alveg sama um námsefnið.  Sum eru reyndar alveg áhugasöm.  Bleh.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?