28.3.08

Að vera í klani

Það er málið. Ég er í klani. Mitt fyrsta klan. Það heitir TOG sem stendur fyrir the other guys. Who wants to be "that guy" when you can be "the other guy"?. Ég hugsa að ég sé eina stelpan. Flestir meðlimir klansins eru menn á mínum aldri, búsettir í Texas með börn og buru. Við erum í leik sem heitir Travian og er við fyrstu sýn tölvu útgáfa af Settlers en við nánari athugun kemur í ljós þónokkur munur.

Maður byrjar með þorp með einu húsi, húsi arkitektanna. Umhverfis þorpið eru akrar, skógir, fjöll og hólar sem gefa af sér hráefnin korn, timbur, járn og múrsteina. Þessa hluti notar maður síðan til að byggja byggingar í þorpinu og til að betrumbæta aðstöðuna fyrir vinnumennina á ökrunum og fjöllunum, svo þeir geti framleitt meira. Það eru um 10000 þorp í landinu mínu, öll stýrð af öðru fólki, m.a. í Texas, en líka utan bandaríkjanna. Þegar maður er búinn að byggja bragga getur maður farið að þjálfa hermenn sem fúsir verja borgina eða fara í ránsferðir út á land. Mínir menn eru orðnir nokkuð sjóaðir rupplarar. Ég hélt að ég væri ekki þannig týpa sem myndi senda hermennina mína til að ræna og ruppla, en það kom í ljós að ég geri það samviskulaust. Núna eru 210 íbúar í tinnuborg. Þar er hveitimylla, fræðasetur, vöruskemma, braggar, járnsmiðja og nokkrar byggingar í viðbót. Þorpsbúar eru mjög ánægðir.

Ég er mjög ánægð. Ekki síst vegna framfara í forriti. Það er á blússandi siglingu. Geðveikt gaman og tími til kominn.

27.3.08

impulsive recover

Batnandi mönnum er best að lifa. Það er engin spurning um það. Þess vegna getur það komið fyrir að maður hendi dagsverkinu í einni svipan þegar maður er spurður "á ég að láta hlutina batna?" Þannig er í pottinn búið að ritillinn sem ég nota geymir ljósrit, backup, af skjalinu manns, ef svo vildi til að tengingin rofnaði áður en vistað var. Offsalega heppilegt. Enn líklegra að maður tapi ekki vinnu. Eða hvað?

Í gær gleymdi ég að vista, tengingin rofnaði. Þegar ég settist aftur til að vinna, þá spyr Carrie Bradsjov tölvan mig hvort ég vilji recovera það sem ég gleymdi að vista. Já, ekki spurning, segi ég, recoveraðu! Síðan á ég hrikalega árangursríkan dag, finn kynstrin öll af villum í forritinu, breyti og laga hægri vinstri. Tek ekki feilspor. Nema eitt.

Gleymi að henda backup skjalinu. Í morgun sest ég aftur við tölvuna, opna skjalið mitt. Ha! Gleymdi ég að vista í gær... hmm (hálft sekúndubrot er ég búin að hugsa um það þegar..) ég létt og lipurlega ýti á r. r fyrir recover.

Skjalið, eins og ég skildi við það í gærmorgun. Áður en árangursríkið skall á. Allar villurnar á sínum stað. Eins og gærdagurinn hefði aldrei átt sér stað. Mér leið eins og Bill Murray, vakna á sama degi aftur. Sem betur fer mundi ég meira og minna það sem ég hafði gert. Gat breytt öllu á réttan veg og betur til. Enn þá fleiri fítustar komnir í forritið, fleiri möguleikar fyrir agnirnar, ekki nóg með að þær klumpist saman, sökkva, detta í sundur þá þekkja þær uppruna sinn eins og Reykjarvíkurbarn. Þvílíkur lúxus.

Annars er von a gesti um helgina. Það vill svo skemmtilega til að ráðstefnan sem Sigurdís mín er að fara á er i Chicago, steinsnar frá íbúðinni okkar. Jei, svo gaman að fá Sigurdísi í heimsókn.

24.3.08

Páskar

Páskar eru ekki haldnir hátíðlegir í Chicago nema á einstaka heimilum. Þar á meðal okkar. Við vorum svo heppin að fá risastórt kramhús af páskaungum, hérum, kanínum og eggjum. Allt úr súkkulaði. Ljúffengu þýsku nýmjólkur súkkulaði. Ennþá heppnari vorum við að ólétt kona kom hingað í mat ásamt eiginmanni sínum og borðaði það mest allt. Samt var hún búin að fá fois gras, smyglað frá Frans, coq au vin, inspireraður frá Frans og að endingu salat með dressingu franskrar ömmu.

Svaka gaman og ljúffengt þegar páskar eru og ekki síður annar í páskum. Til stendur að elda aðra kjötkássu í kvöld. Carbonnade a la Fammande. Þetta er belgísk kássa og því er að sjálfsögðu í henni bjór. Ekki er beint bjór bragð en hann gefur fyllingu í sósuna og allt öðruvísi yfirbragð heldur en vín. Ég hef ekki eldað þennan rétt áður, bara Óli og við höfum fengið hann oftar en einu sinni hjá YJ og Söru. Ég er spennt að vita hvort ég geti leikið þetta eftir þeim.

Obama lengi lifi

Eins og það hefur verið sorglegt að horfa upp á núverandi forseta Bandaríkjanna misstíga sig hvað eftir annað hugsa ég að það verði yndislegt að hafa Obama sem forseta og fylgjast með honum standa sig með prýði. Ég óska þess svo heitt og innilega að hann verði næsti forsetinn. Fyrir Bandaríkin og heimsbyggðina alla held ég að það verði mikið gott.

21.3.08

"þetta veður!"

Ég ætla reyndar ekki að fara að kvarta yfir veðrinu, enda er það ekki til margs. Ef einhverjum, eins og mér, hefur fundist þessi vetur hafa verið sérstaklega harður þá er til útskýring á því. Málið er að í vetur er "La Nina" vetur. La Nina er andstæða El Nino, þá er hitastig sjávar í vestur Kyrrahafi einstaklega hátt en lágt í austurhluta Kyrrahafs, vindar yfir Kyrrahafið eru miklir. Einstaklega hagstætt ástand fyrir fisk og útgerðarmenn. El Nino ástand er þegar þessir vindar leggjast niður og hitastigsmunur yfir hafið minnkar.

Áhrifin finnast útum allan heim, í suðaustur Asíu er rigningasamt, kalt og þurrt í Peru og Equador, kalt í Japan og norð vestur bandaríkjunum... Allskonar. Og, það lítur út fyrir að, á Íslandi er bandbrjálað veður meðan La Nina stendur yfir. La Nina var líka veturinn 88-89, 95-96, 99-2001 (varði í 2 ár).

Vinkona okkar, Su Yeon, er að útskrifast í dag. Hún var líka að gifta sig fyrir nokkrum dögum svo við erum að fara á Phoenix að halda upp á með fullt af kóreönsku fólki. En Phoenix er fínasti kínverski veitingastaðurinn í Chicago. Og með þeim betri líka.

16.3.08

Brasera

Ég er bara ekki viss hvert íslenska orðið fyrir "braising" er. En það er sú eldunaraðferð sem á hug okkar og hjörtu þessa dagana. Sem sagt að elda kjöt á lágum hita í langan tíma með fullt af vökva, eins og víni, mmm. Þetta er mjög hagkvæm aðferð við að elda kjöt þar sem maður getur keypt ódýran bita en búið til góðan rétt úr honum.

Á föstudaginn buðum við tvemur vinum okkar í mat og spil og ég eldaði Hearty Beef Stew. Það heppnaðist bara ágætlega, þetta er enn hagkvæmari uppskrift en hin stewin sem við höfum hingað til eldað sem hafa verið Boef-Bourgogne og Goullash og Coq au vin. Í hearty beef stew eru gulrótar og kartöflubitar sem taka allan gljáann af. Enn betra stew fengum við í gær hjá Young Jin og Söru, nautakjöt og buffalo í belgískum bjór. Það var alveg himneskt og fór svaka vel með fína víninu sem Óli hafði talað innflytjanda í að gefa sér.

Núna erum við alveg uppgefin eftir þessar átveislur en það er sunnudagur og hvað hefur maður annað að gera á sunnudögum en að slaka á?

14.3.08

Ísrael - Palestína

Fólk er kannski komið með leið á að hugsa um eilífðar vandamálið sem samband þessara tveggja landa er. Sem er kannski hluti af vandamálinu. Er ekki einkennilegt að það skuli vera næsta óleysanlegt vandamál í heiminum? Hvað er málið? Eru menn ekki að reyna eða? Ég veit bara að mér finnst ástandið óásættanlegt, ég veit samt ekki hvað ég get gert í málinu.

12.3.08

Undur og stórmerki

enn ge-herast. Ég er hætt að drekka kaffi. Ég bara skil þetta ekki. Ég lá í rúminu í viku útaf flensunni, drakk bara te og kjúklingasoð. Síðan þegar ég reis upp, þá fór ég að laga kaffi og svona, eins og lög gera ráð fyrir. En hvað? Drakk það ekki. Bara langaði alls ekki í það. Rjúkandi bollinn varð kaldur og ég gretti mig bara yfir þessum drykk. Mér finnst þetta bara svolítið spennandi. Hef drukkið kaffi nær daglega í 13 ár kannski. Ég hugsa að ég tékki á kaffi-lausri tilveru, sjá hvernig það er.

7.3.08

Algjört bögg

Ég fékk flensuna. Er rétt að skríða saman núna, búin að vera frá alla vikuna. Nema mánudaginn reyndar. Sem var gott því þá var ég með thing í gangi.

Núna eru carbon-offsets voða mikið í umræðunni. Ég er að mestu leyti hlynnt þeim. Ég hugsa að það hjálpi að kola-orkuver þurfi að kaupa sér rétt til menga frá iðnaði sem vinnur sama verk en mengar ekki, eins og til dæmis vind-orkuveri, eða vindmyllu-akri. Vandamálið er náttúrulega eins og með allt að óprúttnir náungar vilja fá bita af kökunni.

Járn-bæting (?) eða iron-fertilization er spekulasjón sem sumir halda að muni minnka koldíoxíð í andrúmsloftinu. Járn er limiting nutrient víðsvegar á úthöfum svo ef við bætum járni í sjóinn, þá vex og ljóstillífar meira svif en annars og því minnkar CO2. Málið er ekki svona einfalt. Þetta er mjög vafasöm spekulasjón og sennilega mun hún ekki minnka CO2 að neinu gagni heldur drepa lífríkið í sjónum og valda miklum usla. En, þrátt fyrir það selja menn þetta sem carbon offset, þeas. fyrirtæki taka pening fyrir að sturta járnblöndu á vel valda staði í sjóinn. Og í staðin brenna menn kolum með hreinni samvisku. Hljómar ekki nógu vel.

Nei, en sem betur fer búum við enn í nokkuð siðmenntuðu samfélagi og samtök hafa orðið til sem taka að sér að athuga með hversu áræðanlegar carbon-offset aðgerðirnar eru og setja stimpil ef þau eru nógu góð. Ljómandi gott.

En samt, náttúran er flókið fyrirbæri. Maður heldur kannski að maður sé að gera eitthvað gott en síðan kenur annað í ljós. Eins og þegar fólk reykti sér til heilsubóta eða plantaði trjám til að draga CO2 úr andrúmsloftinu. Já einmitt. Kemur í ljós að það er ekki nóg að planta bara einhverjum trjám. Laufguð tré á hærri en ákveðin breiddargráða auka á gróðurhúsaáhrifin með því að draga í sig meira sólarljós en t.d. kjarr eða túndra, og eru þau áhrif meiri en áhrif vegna CO2-upptaka vegna ljóstillífunar.

3.3.08

Koldíoxíð í íslenskt berg

Undanfarna daga hef ég verið að spekulera í möguleikanum að dæla gróðurhúsagasinu CO2 í vatslausn ofan í jörðina þar sem það hverfast við steindir og festist, hugsanlega til milljónir ára. Kollegi minn á Íslandi sendi mér grein þessa efnis og ég sýndi kollegum mínum hérna hana í journal club. Fólki fannst þetta áhugavert en við vorum ekki viss hvers vegna menn halda að hægt sé að binda CO2 í bergi þar sem það seytlar út. Náttúran spýtir því út, hvernig á fólk að sannfæra hana um að taka það til baka?

Annars má ég til með að ítreka ánægju mína á forsetanum okkar. Ég sýndi einmitt mynd af honum og útskýrði hversu kúl hann er, Al Gore Íslands.

2.3.08

Fyrsti vordagurinn

Eitt af því besta sem ég veit er að hafa hurðina í eldhúsinu opna. Hurðina ú í port. Kökkenudgangen. Þegar hitastigið er þannig að það er þægilegt. Ekki of heitt, ekki of kalt. Í Chicago er það í meðallagi oft sem þetta er hægt.

Árstíðir breytast ársfjórðungslega á þeirri breiddargráðu sem Chicago er. Því fyrirkomulagi er ég hrifin af því þá hefur maður eitthvað til að hlakka til. Það er mjög mikilvægt að hafa eitthvers til að hlakka til. T.d. held ég að ástæðan fyrir hversu þunglynd ég hef verið í vetur er að ég er ekki búin að vera með neitt í pokahorninu fyrir spring break. Á dagskránni hefur verið að eyða spring break í Chicago því Óli er að vinna að doktorsritgerðinni sinni. Hljómar ekki eins og gott spring break.

Jæja, get ekki haft þetta mikið lengra því beef-noodle soup er að verða til (ég held þetta sé að verða að hefð: Óli býr til sunnudagsmatinn) en útvarpa því hérmeð með ró í brjósti að við höfum ákveðið að fara til Nevada um spring break. Í Red Rocks. Tjaldferðalag með klifurdótið og prímusinn. *hamingjustunur*

This page is powered by Blogger. Isn't yours?