25.1.14

Madama Butterfly

Við Óli erum með au pair.  Það er algjör game changer fyrir skemmtanalífið okkar.  Og hennar Lóu.  Núna lifum við bara the high life.  Förum út að borða og í óperuna kvöld eftir kvöld.

Í gær fórum við í boði ljósunnar minnar á Madama Butterfly í the Met.  Það var stórkostlegt.  Svaka tragedía.  Ég sá varla út um tárin í síðustu tvem hlutunum, af þrem.  Anthony Minghella leikstýrði þessari sýningu rétt áður en hann dó en hann leikstýrði líka The English Patient.  Þetta var yfirmáta  fallegt.  Og sorgleg saga japanskrar konu sem lætur blekkjast af lauslátum Ameríkana.  Hann giftist henni því "Bandarískur maður sem ráfar um heiminn er ekki sáttur fyrr en hann hefur náð blómi á hverri ströndu og ást sérhverrar fallegrar konu".  Hún bíður hans í þrjú ár með syni þeirra sem er honum hulinn þangað til hann kemur aftur og þá með aðra konu.  Hún verður eins og gefur að skilja harmi slegin og óhuggandi því þau ákveða líka að taka drenginn.

Georgia ljósmóðirin mín er mikill óperuaðdáandi og fer oft í mánuði.  Hún var búin að útskýra fyrir mér að það væri toppurinn á tilverunni að borða kvöldmat í hléinu á veitingastaðnum og fá sér desert í seinna hléi.  Og núna erum við Óli sammála því að það sé toppurinn á tilverunni.  Þvílíkur lúxus að labba bara inn á fínan stað.  Maturinn er kominn á borðið undir hjálmi.  Við fengum besta borðið.  Með útsýni yfir torgið með gosbrunninum.  Ég fékk svaka djúsí lax og Óli kjúkling.  Kjúklingalifur í forrétt.  Í desert fékk ég óperu-kökuna og það voru gullflögur á henni.  Ég reyndi reyndar að blása þær af því það stendur ekki í neinum bókum að gull sé gott fyrir kríli í möllum.

Barnið í mallanum sparkar og sparkar.  Maginn á mér gengur í bylgjum sem er svolítið skemmtilegt.  Það er smám saman allt að koma saman fyrir komu litla krílisins.  Ég er búin að verða mér út um "fallegustu og bestu vöggu í heimi".  Sérstakur tískustílisti Beyoncey rannsakaði í þaula þegar hún átti sitt barn (stílistinn) hvað væri fínasta vaggan á markaðnum og núna á ég hana.



12.1.14

Nú byrjar alvaran

Ég er komin með barnapíu.  Jess.  Lóa Björk komst heil á höldnu til NYC og unir hag sínum vel.  Allavegana hingað til.  Hún er búin að fá nasaþef af stórborginni.  Við erum búin að kíkja í MOMA og í kvöld var bee-bim-bap í kvöldmatinn, með kimchee og öllu tilheyrandi.

Framundan er smá research hjá mér, date-night, bíó ferðir, út að borða og partí stand.  Svona á maður að lifa lífinu.

7.1.14

Svaka mikið frost í Ameríku

Það er kalt í NYC en ekki jafn kalt og í Chicago þar sem fólki er ráðlagt að fara ekki út vegna hættu á frostbiti.  Edda var því í vandræðum með að sofna í kerrunni sinni og þurfti ég að fara með hana inn vakandi.

Í fyrsta sinn þá steinsofnaði ég í "lúrnum" hennar Eddu meðan hún var glaðvakandi.  Síðan vakna ég við að hún hrasar er hún er að burðast með koppinn sinn fullan af nýpissuðu pissi sem skvettist upp í loft og lendir á gólfinu rétt við höfðagaflinn á rúminu þar sem ég svaf og rétt slapp við verstu leið til að vakna sem ég get gert mér í hugalund.

Bara smá myndbrot af hversdagslífinu hérna í New York, pre-barnapíu.

6.1.14

Espanol

Ekki að það sé eitthvert nýjársheit að læra spænsku en ég skráði mig í spænskunámskeið sem byrjar á morgun.  Hann byrjar nú aðeins fyrr en ég hafði ímyndað mér, eltingaleikurinn við að skilja það sem dóttir mín skilur.  Soy una muher.  Nosotros bebemos leche.  Hlakka til að læra eitthvað meira.

Í dag var margra gráðu hiti og á morgun verður 12 stiga frost.  Aftur.  Það var svona mikið frost á föstudaginn líka.  Svakalegar sveiflur í veðrinu þessa dagana.  En við erum nú frekar fegin að vera ekki í 22 stiga frostinu í Chicago.

3.1.14

Gleðilegt nýtt ár!

2014.  Það verður gott ár.  Ég er ekkert lítið spennt fyrir því.  Eftir tæpa viku kemur Lóa Björk frænka mín og hún ætlar að búa hjá okkur vonandi fram á sumar.  Síðan verður Edda tveggja ára.  Það kemur nýtt lítið barn.  Ég trúi þessu varla.  Ég hef engan tíma til að vera með miklar vangaveltur um litla barnið í mallanum.  Af og til slær það mig að það er að fara að koma út, eftir bara nokkrar vikur.  Reyndar er það meira og minna alltaf á hreyfingu, að sparka og kýla út í kviðinn á mér, svo það er ekki eins og ég gleymi því að það er þarna en þetta er öðruvísi en síðast þegar ég fylgdist með nákvæmlega öllum smáatriðunum um stærð og þroska á barninu - núna er það eins og kantelópa og heyrir allt sem ég segir og hugsa...

Hérna er ein mynd af Eddu að taka upp jólapakka.


Við höfðum það svaka gott um áramótin.  Vorum með lambalæri og perutertu í desert.  Síðan horfðum við á skaupið og skáluðum í takt við innsiglingu nýja ársins í Karabíska hafið.  Óli og Silla fóru í Central Park í nýárshlaupið og Atli og Gía fóru að hvetja.  Ég kyssti Eddu á miðnætti og hún prumpaði.    

This page is powered by Blogger. Isn't yours?