7.5.04
Mjög svartsýnt blogg
Í fyrsta skipti líður mér mjög illa yfir því að búa í þessu landi. Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Leiðtogarnir eru vondir heimskir menn. Þeir haga sér eins og... (ég myndi kannski vilja segja smábörn en það væri móðgun við smábörn) .. ég á bara ekki orð fyrir það.
Það er ekki nóg með að heimurinn er í slæmu ásigkomulegi umhverfislega. Mannfólkið er að verða uppiskroppa með hreint vatn og matur fer minnkandi á haus. Það er ekki búið að átta sig á því hvernig það getur séð sér fyrir eldsneyti eða hráefnum á vistvænan máta. Það kemur fram við jörðina eins og hún sé ruslakarfa. Þetta eru raunveruleg vandamál sem eru smám saman að líta dagsins ljós. Á örfáum árum fór Kína frá því að vera helsti útflytjandi hrísgrjóna, í að vera helsti innflytjandi. Fiskistofnar um allan heim eru að hrynja. Stormar hafa aldrei verið jafn margir á ári síðan mælingar hófust. Lífslíkur fólks í mörgum löndum fara lækkandi. Það er bara allt í rúst og bandaríkjamenn halda að lausnin sé að fara í stríð og haga sér eins og villimenn. Ég er hoppandi ösku ill.
Það er ekki nóg með að heimurinn er í slæmu ásigkomulegi umhverfislega. Mannfólkið er að verða uppiskroppa með hreint vatn og matur fer minnkandi á haus. Það er ekki búið að átta sig á því hvernig það getur séð sér fyrir eldsneyti eða hráefnum á vistvænan máta. Það kemur fram við jörðina eins og hún sé ruslakarfa. Þetta eru raunveruleg vandamál sem eru smám saman að líta dagsins ljós. Á örfáum árum fór Kína frá því að vera helsti útflytjandi hrísgrjóna, í að vera helsti innflytjandi. Fiskistofnar um allan heim eru að hrynja. Stormar hafa aldrei verið jafn margir á ári síðan mælingar hófust. Lífslíkur fólks í mörgum löndum fara lækkandi. Það er bara allt í rúst og bandaríkjamenn halda að lausnin sé að fara í stríð og haga sér eins og villimenn. Ég er hoppandi ösku ill.