29.5.05

Aspassupa og brauð

Aspassúpan var ótrúlega góð. Ég bakaði brauð úr buckwheat-hveitinu og það er líka æðislegt. Buckwheat er upprunið í Asíu, það er með hátt prótein hlutfall, um 12%, og ríkt í steinefnum líka. Ég veit ekki hvað það heitir á íslensku en það bragðast mjög vel. Ég er mjög ánægð með að hafa uppgötvað þetta korn. Það er gott fyrir sálina að baka brauð.

Það er gott að fá mat sem maður veit hvaðan er. Aspasinn var frá litlum bóndabæ í Indiana og hveitið var líka ræktað í Indiana en á öðru býli. Eggið með súpunni var líka frá bónda sem við hittum og osturinn reyndar frá Írlandi...

Þegar maður býr hérna í Bandaríkjunum þar sem matur er, hvað get ég sagt, ekki ofarlega í forgangsröð hjá almenningi, þá verður maður frekar fanatískur yfir því að fá almennilegan mat. Því maður er það sem maður borðar.

28.5.05

Lífrænn markaður

Heljarinnar mikil innkaup einkenndu þennan dag hjá okkur hjónum. Við byrjuðum að fara á markað nokkurn grænan. Green market. Þar keyptum við lífrænan aspas, spínat og tómata, buckwheat hveiti og red eitthvað hveiti sem uppskerst á vorin, hveitinu er plantað á haustin, síðan bíður það yfir veturinn og lifnar við á vorin. Við keyptum líka lífrænt sinnep og egg. Það var mjög góð stemmning þarna, bændur koma inn í borgina með varninginn sinn og selja á torgi. Þannig á þetta náttúrulega að vera.

Afrakstur þessar ferðar er aspassúpa sem er núna að sjóða í elshúsinu og brauð að hefast. Hrikalega gott.

En frá markaði var haldið í Wine Discount Center. Þar er á hverjum laugardegi vínsmökkun. Það finnst varla betri leið til að byrja helgi en að smakka nokkur vín. Í hádegismat fengum við ekta Chicago style pylsu. Chicagobúar eru mjög stoltir af pylsunum sínum og þær eru líka mjög góðar, ekki eitthvað SS-bull, það er hægt að fá hvernig sem er, við Óli fengum okkur Buffalo-pylsu. Hún var mjög góð.

Þá vorum við tilbúin í næstu vínsmökkun, Trader og Stanley en þetta eru bestu matvöruverslanirnar i Chicago. Síðan gátum við loksins farið heim en Þjóðverjinn sem var með okkur var orðinn heldur óþreyjufullur. Hann hafði ekki áttað sig á því hversu mikið dæmi það er að fara að versla með Óla og Young Jin.

27.5.05

Helgi! I love you..

Blogg virðist ætla að koma útúr hremmingum óskaðað. Í dag er FÖSTUDAGUR, sem er einn af bestu dögum vikunnar, og ég held að allt muni ganga vel.

Star wars var upplifun. Mér líður eins og púsl sem vantaði hafi fundist. The circle is complete.

Á skrifstofunni á föstudagskvöldi. Það er ekki brill. En gæti verið verra.

26.5.05

Blogg enntha i rugli

Ja thad er ekki hlaupid ad thvi ad vera med blogg. Voda mikid maintainance. Vid erum ad fara a STAR WARS i kvold. Jibbi.

Annars er ekkert ad fretta. Thunglyndislaegd virdist vera a leid ut a sjo en thad a eftir ad koma i ljos. Eg get ekki bedid eftir thvi ad thessari onn ljuki.

25.5.05

Æ Æ Æ Æ Æ Æ Æ Æ Æ Æ Æ Æ Æ Æ

Allt er í rugli. Kannski lagast það af sjálfu sér.

Uh

fína templatið mitt er horfið. Cyber heimurinn minn hrynur.... aaaahh

Melancholy komment kerfi

Þetta er það sem koma skal. Tæknin snýr baki við okkur. Þetta er bara byrjunin. Ég skil ekkert í því að komment kerfið skuli ekki virka. Kannski er það að taka þátt í þunglyndisbylgju eigandans.

Já, ég skil heldur ekkert í því en ég er melancholy þessa dagana. Hef ekki áhuga á að lesa skólabækur né vinna í heimaverkefnum. Alveg ómögulegt að vera svona.

21.5.05

Víkingar og tré

Í barnaskóla lærir maður að víkingarnir sem byggðu fyrstir Ísland voru miklir ribbaldar og huggu öll tréin á fyrstu 200 árum Íslandssögunnar. Þess vegna var Ísland einu sinni skógi vaxið, en núna eru bara örfá strá hér og þar, varla tré að sjá.

Núna skilst mér að málið sé ekki svona einfalt. Víkingarnir eða Norðmennirnir, þeir komu víst fram við landið eins og þeir voru vanir heima hjá sér. Þeir hugsuðu ekki "ahh, hér er nýtt land þar sem nóg er af öllu og við getum bara gert eins og okkur sýnist" sem er myndin sem maður fær í barnaskóla. Málið er að Ísland var bara miklu brothættara en Noregur og Svíþjóð, og landið höndlaði alls ekki sömu meðferð.

Og í dag þykja Íslendingar einstaklega umhverfismeðvituð og landgræðslusinnuð þjóð. Þegar ég heyrði það þá fannst mér nú eins og að það gæti ekki verið, við erum ekki mikið skárri en flestir aðrir, hendum rusli útí náttúruna og nennum ekki að taka strætó. En ef maður hugsar um það þá er annarhver maður með sumarbústað þar sem hann reynir að hjálpa litlum hríslum á legg og síðan eru það lionskúbbarnir sem sá grasi til að stöðva uppblástur og landvernd er með heilmikið prógram. Niðurstaðan mín er því sú að það gæti alveg verið að Íslendingar séu óvenju umhverfissinnaðir, en bara þegar kemur að landgræðslu. Það er nú alveg ágætt.

20.5.05

Ahhh, búin að halda fyrirlestur

En hvað það er góð tilfinning að vera búin að halda fyrirlestur. Maður er alla vikuna að undirbúa og stressa sig, og síðan er það bara skemmtilegt. Já, ef einhver hefði sagt mér það fyrir nokkrum árum, að mér myndi finnast skemmtilegt að halda fyrirlestur fyrir marga fræðimenn. Þá hefði ég nú talið sá hinn sama eitthvað soft i hoveded.

En núna er lunch, síðan happy hour eftir tíu fyrirlestra til viðbótar og þá verður nú ennþá skemmtilegra. Ég vona að við Óli náum að hafa hemil á okkur á vínbarnum svo við getum farið að klifra á morgun.

Á morgun erum við að fara á comedy-eitthvað með rokkurunum Angie og Justin, og það er nú ólíklegt að það endi með því að við förum að klifra á sunnudaginn... Þau hafa slæm áhrif á okkur... eða við á þau.

17.5.05

Expo here again!

Fyrir ári síðan var ég eins og strá í vindi. Skjálfandi eins og hrísla. Það var vegna þess að þá var ég að fara að halda fyrsta fyrirlesturinn minn fyrir framan alla deildina. Prófessora í tugatali og annað eins af nemendum. Núna er komið að þessari uppákomu á nýjan leik. Nemendur halda 15 mín fyrirlestur um rannsóknaverkefni þeirra. Ég er einmitt að fara tala líka aftur. Um rannsóknaverkefnið sem er rétt svo hugmynd. En verður vonandi eitthvað meira fljótlega.

Það sem er gaman er að núna er ég miklu rólegri. Varla stressuð. Samt veit ég ekki alveg hvað ég ætla að segja og er ekki byrjuð á því að gera glærurnar. En ég held að ég verði ekki í miklum vandræðum með að finna útúr því. Fólk segir alltaf að æfingin skapar meistarann og að þetta verði auðveldara næst. Og viti menn, það er bara akkúrat þannig sem það er.

Það er reyndar einn faktor sem er öðruvísi í ár en í fyrra. Ég er fyrst til að stíga á stokk. Og það klukkan 8:45. Ég efast um að nokkur maður verður mættur. Allavegana myndi ég ekki mæta... ef það væri ekki ég sem ætti að tala.

15.5.05

Húsbóndi

Óli eiginmaður minn er besti húsbóndi sem ég veit. Það hefur fattast að hann er afbragðskokkur og líka góður í að kaupa í matinn. Eftir að það fattaðist höfum við fengið heitan mat á hverju kvöldi. Í kvöld er meira að segja eftirréttur, ávaxtasalat. Geri aðrir betur. Það er ekkert betra en að eiga eiginmann sem er svona myndarlegur í eldhúsinu.

13.5.05

Og hún reis upp frá dauða...

Eins og áður sagði fékk Carrie Bradshaw tölvan lungnabólgu og ekki hugað líf. Ekki nóg með það, heldur var hún sögð búin. Kaupa nýja. Caput. Það er síðan ekki öðrum blöðum um það að fletta en að ég sting henni í samband, eftir góða hvíld, og BINGÓ! Hún er meðal oss á ný.

Lengi lifi Carrie Bradshaw Tölvan! Húrra! Húrra!

12.5.05

Á einu ári

Á einu ári eykst magn koltvísýrungs í andrúmsloftinu um hálft prósent. Í dag er 376ppm CO2 í andrúmsloftinu. Þegar ég fyrst heyrði um gróðurhúsaahrifin voru um 350ppm. Síðan eftir kannski 10 ár verður hlutur CO2 400ppm. Úff. Mér finnst þetta vera óhugnalegt.

Fyrir nokkrum árum gerði Thailenska ríkistjórnin smá sýnigu á því hversu auðvelt er að spara orku og hversu mikil orka fer til spillis. Ríkissjónvarpið fór með græjur upp í eitthvert stórt orkuver og beindi myndavélunum að mælunum sem mæla hversu mikið rafmagn streymir út. Síðan var fólk beðið um að standa upp og slökkva á ljósum sem voru óþörf, inni í herbergjum eða á baðinu þar sem enginn var. Eftir svona eina mínútu þá hafði orkuútstreymið lækkað um helming. Alveg stórkostlegt.

Á Íslandi þá finnst mér oft fólk hugsa um orkuna eins og hún sé ókeypis. Því hún kemur frá "endurnýtanlegum" orkugjöfum. Það má kannski segja að vatnsorkan sé endurnýtanleg en það er samt heilmikið umstang að breyta henni í nýtanlega orku. Það þarf að byggja raforkuver, með stíflu og græjum. Þeir sem hafa fylgst með umstanginu á Kárahnjúkum sjá að það er ekkert smá rask sem felst í því að byggja vatnsorkuver. Spurningin er hversu langan tíma tekur raforkuverið að borga til baka orkuna sem fór í að byggja það.

Á Íslandi er því jafnmikilvægt að fara sparlega með orkuna og annarstaðar. Það er ekki skárra að vera umhverfisvænn með því að nota vatnsorku en fara síðan svo ósparlega með hana að það þarf að byggja nýtt orkuver á 10 ára fresti.

9.5.05

Get ekki sofið.

Það er svo vonlaust að geta ekki sofnað. Óli sefur eins og ungabarn en þúsund hugsanir streyma í gegnum huga minn og ég get með engu móti sofnað.

Ég þarf að skrifa abstrakt að fyrirlestri og skila honum á morgun.
Ég þarf að fara yfir dæmi sem ég er búin að gera og athuga hvort allt sé rétt svo ég geti skilað þeim.
Ég þarf að klára heimaverkefnið sem ég byrjaði á í kvöld.
Ég þarf að átta mig á því hvað ég ætla að segja í fyrirlestrinum og gera glærur.
Ég þarf að lesa tvær greinar.
Og síðast en ekki síst þarf ég að vakna á morgun klukkan níu... ohhh

Vonandi hjálpar það að ausa úr skálum áhyggna. Hmm, hvernig beygist orðið áhyggjur?

Þegar ég hefði frekar átt að vera heima að læra var ég í dag í Víetnamska hverfinu að spóka mig með manninum mínum og 2 skólabræðrum. Það var svaka gaman. Við byrjuðum á því að fá okkur "Pho" (eða eitthvað) sem er súpa allgóð. Maður fær skál með núðlum, nautakjöti og soði, síðan disk með baunaspírum og lime-i og basil. Síðan setur maður eins og manni lystir af spírunum, lime-inu og basilnum, bætir sterkri sósu og fiskisósu eftir smekk einnig.

Þrátt fyrir hugmyndafræði sem ég er að tileinka mér þá stóðst ég ekki freistingarinnar að kaupa beibi-banana. Ég hafði ekki smakkað þá síðan í Malasíu forðum daga og þeir eru svo góðir... Jæja, good night.

6.5.05

Aðal nördinn

Hvað er það seinasta sem maður býst við að finna þegar maður kemur inn á bókasafn? Reyndar má ímynda sér ymislegt sem ekki á heima á bokasafni en það er allavegana nokkuð undarlegt að hitta mann með fjólubláan augnskugga og appelsínugulann hanakamb. Sér í lagi ef sá maður er aðal nördinn í deildinni manns og er að fara að byrja í þeirri háalvarlegri stofnun sem Caltec er. Ég gaf honum skilaboðin sem Árdis myndi sennilega gefa, að hann ætti ekki að fara. En hann sett bara upp svip, svo ég skipti mér ekki meira af því.

Í Chicago er logn og ljúft. Við hjónin borðuðum hádegismat á svölunum. Það var sko ljúft. Nú er ég á bókasafninu því Carrie Bradshaw tölvan er enn á gjörgæslu. En iMac tölvan sem er inní skjánum stendur sig ágætlega í að hjálpa mér að gleyma og "move on".

4.5.05

Gat ekki versnad...

svo thad bara batnadi. Fyrirgefidi thessa hrikalegu faerslu tharna adan. Eg var svo midur min ut af Carrie-Bradshaw tolvunni ad eg for ad grata i skolanum thegar eg var ad segja einni stelpu fra thvi sem hafdi gerst. Sem betur fer gat eg sagt professornum fra thessu afallalaust. Hann er svaka indaell, sagdi mer ad eg gaeti keypt nyja tolvu a hans reikning og sidan myndi hann lika borga mer i sumar. Jei, vid Oli getum haldid afram ad lifa i lystisemdum.

I kvold er eg buin ad teikna kort, thad var ekki svo erfitt thegar allt kom til alls en algjort bogg ad komast yfir throskuldinn. Eg aetla ad reyna ad setja link a thetta sem eg gerdi. Er svo anaegd med that.

Lugnabólga að hrjá fjölskyldumeðlimi

Carrie Bradshaw tölvan mín veiktist í dag. Ég held að það sé lugnabólga eða þaðan af verra. Heilahimnubólga kannski. Við hjónin fórum með hana akút á sjúkrahúsið og þar fengum við að vita að batahorfurnar eru ekki góðar. Og reikningurinn á ekki eftir að vera skárri. Annað hvort $400 fyrir aðgerð eða þá, og ég get varla hugsað um þetta, þá er hægt að 'replace' hana fyrir kannski tvisvar sinnum þessa upphæð.

Dagurinn skánaði ekki. Ég fékk 'bókasendingu', eða þannig. Ég fékk umslagið en það var tómt. Fyrir utan bréf um að þá væru bækurnar komnar til skila.

Hvernig getur þessi dagur endað?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?