21.5.04

Góðar fréttir og slæmar...

Góðu fréttirnar eru þær að forritið mitt er á blússandi siglingu. Búin að bæta við mikilvægum fítus og niðurstöðurnar eru í áttina á því sem við höfum verið að búast við. Þannig að það er gott mál.

Það sem er ekki gott mál er að ég er búin að draga það aðeins of lengi að heimsækja tannsa og því er holan kominn inn í tönnina og langa leið út aftur svo ég þarf að fá RÓTARFYLLINGU. ARGHHH.

En góðar fréttir aftur. Ég er að fara að drekka bjór í boði prófessors.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?