10.5.04
Aðeins jákvæðra blogg
Eftir að hafa sleppt því að kíkja í dagblöð alla helgina líður mér miklu betur og ég er í aðeins jákvæðra skapi. Sem betur fer. Það er alveg ótrúlegt hvað umhverfið hefur mikil áhrif á mann. Það er sama hversu nálægt þetta umhverfi er. Í skólanum/vinnunni erum við búin að vera að flikka uppá umhverfið okkar. Laga til í kaffistofunni, fá nýja borðplötu við vaskinn og myndir á veggina, huggulegar mottur á gólfið... Og núna kemur fullt af fólki saman í hádeginu alltaf í kaffistofunni til að borða hádegismat og drekka kaffi eftir matinn. Áður fyrr borðuðu bara allir í sínu horni. Þetta er bara allt annað líf, og það þurfti ekki svo mikið til. Bara smá framkvæmdargleði og slatta af peningum, samt ekkert svo mikið.