19.5.04

Geðveikt góður gæi

Jæja, það er kannski ástæða fyrir því að maður er með leiðbeinanda. Ég er búin að vera að vandræðast með eitthvað þóríum spliff í 3 vikur núna, skrifa fullt af föllum, alltaf eitthvað bögg, eitthvað sem ekki virkar. Svo núna í dag kíki ég aðeins á David, og hann bara útskýrir á svona 10 mínútum hvað ég ætti að vera að gera og síðan virkar það bara GEÐVEIKT vel. Alveg ótrúlegt. Þetta er ekkert smá góður gaur, ég kann svaka vel við hann.

Annars er ég loksins að fara til tannlæknis á föstudaginn. Búin að vera með tannpínu allt of lengi. Og ég er ekki með tryggingu. Ég var farin að hafa áhyggjur af því að ég myndi bara þurfa að fara heim til Íslands til að fara til tannlæknis. Það er víst svaka dýrt að vera með tannlækna tryggingu og guð hjálpi manni ef maður er án. Síðan kemur í ljós að þá kostar það svona svipað og heima, 10-20 þúsund. Þegar maður er ekki með tryggingu, ég skil nú bara ekkert í þessu.

Það er allt að gerast í sósíal lífinu. Okkur er boðið í mat til proffa á laugardaginn, ásamt tvemur öðrum. Svaka gaman, hann er írskur og svaka skemmtilegur eins og Írum er von og vísa. Ég þekki 4 Íra og allt er þetta fólk sem er svaka skemmtilegt, tætir af sér brandarana meðan það drekkur Guinness. Mmm, gaman gaman.

Á sunnudaginn er ég með skipulagða dagskrá líka. Ég er að fara með tyrkneskri vinkonu minni sem er postdoc hérna í bæinn að spóka okkur og fara á ballet. Hlakka mikið til þess. Jeffrey ballethópurinn sem er hérna í Chicago er víst mjög flottur og frægur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?