17.5.04

Jasmínu te

Og mér finnst kaffi gott! Þetta jasmínu te ( $26 fyrir smá krús) er himneskt. Himneskt.

Jæja, ég kláraði bókina sem ég var að "agitera" fyrir um daginn í gær. Var svo uppspennt af hugmyndum eftir lesturinn að ég ætlaði aldrei að geta sofnað. Fann lausn á umferðarvandanum í Reykjavík þar sem ég lá í rúminu með koldíoxíð að brjótast um í höfðinu á mér.

Lausnin er að byggja göng eða skýli fyrir hjólreiðamenn meðfram (eða svona nokkurnveginn meðfram) t.d. kringlumýrabrautinni og fleiri breiðgötum. Þetta væru svona gegnsæ göng (úr gleri eða frekar einhverju sterku plexígler/plasti), með "loftgötum" eða einhvernveginn fítus sem gerir það að verkum að ekki verður loftlaust eða fýla inní. Mikilvægt er að þetta skýli samt vel fyrir veðrum og vindum. Það verða tvær akgreinar í báðar áttir, þannig að auðvelt er að taka framúr og síðan verður hægt að komast inn og úr göngunum á kannski kílómetra fresti.

Í Hollandi og Danmörku koma hjólreiðar algjörlega í staðin fyrir bíla. Það sem þau lönd hafa einna helst fram yfir okkur er ljúfari veðrátta. Ég held að aðalástæðan fyrir því að Reykvíkingar hjóla lítið er rok, rigning, snjókoma. Brekkur eru ekki aðalvandamálið.

Þessi göng, þó þau hljómi kannski fáránlega kosta ekki mikið miðað við vegaframkvæmdir. Og þau leysa marga vanda.
Þau leysa umferðaröngþveiti og stress sem því fylgir.
Þau leysa heilsufarsvandamál kyrrsetufólks því þarna hefur það tækifæri til að hjóla í vinnuna og heim.
Þau leysa (eru í áttina til að leysa) mengunarvandamál.
Þau myndu spara þjóðinni pening, minni bensínkaup, minni bílatryggingar...
Þessi listi tekur engan endi. Ótal vandkvæði leysast með því að nota hjól til að ferðast frekar en bíl.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?