12.5.04

SUMAR BEIBI

Nú er bara komið sumar og er það yndislegt. Fyrir utan það að klukkan er að verða sjö og ég ennþá í vinnunni. En ástæðan er sú að ég er ekkert búin að vinna í dag, bara liggja í leti, borða pakistanskan mat (geðveikt góðan.... lamb meira að segja...mmm) drekka milkshake og taka lífinu með ró og spekt. Alveg dásamlegt. En það er góður fílingur í vinnunni svo það er ekkert slæmt að vera hérna. Bara nokkuð gott.

Allavegana þarf ég þá ekki að horfa upp á manninn minn kasta lífinu á glæ í tölvuleikjum.

Eru allir búnir að skrifa undir listann? Jafnvel þó ég trúi því ekki að svona listi gerir mikið gang, þá vona ég samt að ef nógu margir skrifa undir, þá verður það tekið til greina. Ég er þessa dagana að lesa bók eftir Lester Brown. 1974 stofnaði hann Worldwatch Institute sem er fyrsta rannsóknastofnun sem spáir í umhverfisáhrifum mannsin. 2001 setti hann á laggirnar aðra stofnun, Earth Policy Institute, til að búa til sýn og leiðbeiningar að vistlegra hagkerfi. Hann er því frumkvöðull í ýmsu sem snertir umhverfið og varðveitingu þess.

Allavegana, í þessari bók þá talar hann um að borgir verða að vera hannaðar með fólk í huga. Ekki bíla. Það muni stórbæta líf fólks í borgum. Síðan vitnar hann í gaur sem ég man ekki hvað heitir en hann líkti því saman að byggja auka akgreinar til að bæta umferð væri eins og að losa beltið til að bæta heilsu feits manns. Ég vildi að ráðamenn borgarinnar myndu afla sér upplýsingar um það hvað er í gangi í heiminum í dag og taka mark á því sem fróðir menn í þeim efnum segja.

Ef einhver er spenntur fyrir þessari bók, þá heitir hún Eco-Economy og er eftir Lester Brown (2001).

The Washington Post called Lester Brown "one of the world's most influential thinker...

Linkur

This page is powered by Blogger. Isn't yours?