20.5.04

Loksins Loksins

Næ ég að knýja út hrós frá leiðbeinandanum mínum. Eins og ég skrifaði í gær þá spjölluðum við aðeins saman um verkefnið mitt og hann benti mér á hvernig væri betra að nálgast vandamálið sem ég var með. Síðan í dag þá bara virkaði forritið frekar vel og það býr til smá bíómynd um hvað er að gerast hjá ögnunum svo þegar ég er búin að sýna honum niðurstöðurnar þá segir hann að ég verði endilega að taka þátt í nemenda sýningunni og vera með 12 mínútna fyrirlestur um verkefnið. Síðan sagði hann að hann væri svaka imponeraður hvað þetta er búið að ganga vel og hratt... bla bla bla. Svaka gaman. Svaka gaman að fá hrós. Svaka gaman að fá hrós sem er ekki tengt því að vaska upp eða ryksuga.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?