4.5.04
Síam og efnafræði kúrs
Óli bauð mér út að borða í kvöld. Á thailenska veitingastaðinn Síam sem er hérna rétt hjá. Ég fékk Pandong karrí, eða eitthvað svoleiðis. Svaka gott. Nóg til í hádeginu á morgun líka. Það verður notalegt eftir presentasjónina sem ég er að fara að halda. Ekkert stórt, bara útskýra smá kóða - gubb, asnalegt. Ef einhver efnafræðingur les þetta þá erum við að spá í forritinu phreeqc (freak!) sem menn í Washington gerðu, þetta er víst mjög sniðugt...
Annars er bara allt gott að frétta. Ég fór í leikfimi í dag, mjög hressandi. LYFTI MÉR UPP Á STÖNG!!! Þrisvar, en ekki í röð. Ég er komin með svaka handleggsvöðva! Ótrúlega gaman. Jæja, heyrumst,
Tinna
Annars er bara allt gott að frétta. Ég fór í leikfimi í dag, mjög hressandi. LYFTI MÉR UPP Á STÖNG!!! Þrisvar, en ekki í röð. Ég er komin með svaka handleggsvöðva! Ótrúlega gaman. Jæja, heyrumst,
Tinna