29.6.04

Allt mugligt dagur

Jæja, þá er stóra stundin runnin upp. Við flytjum í íbúð með SVÖLUM. Í morgun vökknuðum við fyrir allar aldir, eða á slaginu átta, þar sem það er ýmislegt sem við eigum eftir ógert. Eitt af því er að athuga hvort við fáum í raun og veru þessa íbúð. Það stendur á því hvort við eigum góða/nokkra yfirleitt "kredit-report"... Við krossum fingur í því samhengi. Síðan þurfum við að sækja trukkinn, fá Elliot og Chae Young til að hjálpa okkur að flytja svaka mikið dót. Ég held að dótið okkar hafi aukist um svona 7000% prósent á þessum tvem árum sem við erum búin að búa hér. Alveg ótrúlegt. Og ég er svo dugleg að raða öllu skipulega í hillur að allir kassarnir komast vart fyrir í íbúðinni núna. Jæja, síðan erum við að fara að keyra til Kanada eftir flutninginn. Í átt að Montreal. En ekki alla leið, bara að Niagra Falls. Sem er samt alveg nógu langt. Þannig að ég ætti kannski að hætta þessu röfli og fara að vinna í "okkar málum", eins og Lalli segir.

28.6.04

VIÐ ERUM KOMIN MEÐ ÍBÚÐ!!!!!!!!

Loksins loksins fundum við æðislega æðislega íbúð íbúð. Nú er bara að vona að við séum með gott credit-record og getum flutt inn í fyrramálið... Þessi íbúð er svaka flott, eitt svefniherbergi, stofa, borðsstofa og svaka sætt eldhús með búri. Það er upphaflegt gólfefni sem er hlynviður(!) og síðan eru svaaaalir. Húsið er líka mjög huggulegt og garðurinn og allt bara æðislegt.

Ég fór í gær á brúðkaupsafmælinu að klifra. Tók "lead"-prófið, það er nokkuð sem ég er búin að vera á leiðinni að gera í marga mánuði. Til að ná þessu prófi þarf maður að láta sig falla svona 7 metra. Það er mest ógnvekjandi. Það er ekkert smá erfitt að sleppa, vitandi að maður eigi eftir að falla svona langt og skella á vegginn. Ég náttúrulega, eins og flestir, meiddi mig svolítið. Er núna illt í bakinu sem hefur aldrei áður komið fyrir mig en er sérstaklega óheppilegur tími til þess þar sem við erum að fara að flytja 300 kassa á morgun. Jæja, best að halda áfram að pakka...

27.6.04

Pappi

Við Óli eigum í dag 2. ára brúðkaupsafmæli og erum við í tilefni af því núna að fara á The Original Pancake house. Óli er reyndar tilbúinn núna þar sem ég er að skrifa þetta og frekar óþolinmóður að fara, þannig að þessi færsla verður ekki lengri.

24.6.04

Alveg ómögulegt vandamál

Sko, mig langar í huggulegri íbúð. Kona var að hringja í mig og segja mér frá æðislegri íbúð með parketi og svölum og öllu sem venjulegu fólki þykir ofureðlilegt að sé hluti af þeirra hýbílum. Þessi íbúð er til NÚNA. Hvorki fyrr né síðar.

Við ætlum ekki að vera hérna í sumar svo hvað myndum við gera við íbúðina í sumar, í 2 mánuði? Kannski leigja hana út. En það eru svona 7000 stúdentar að leigja út íbúðina sína í Hyde Park í sumar og svona 12 sem hafa áhuga á að leigja sér íbúð í sumar.

Þannig að við tökum ekki íbúðina og verðum kannski í ömurlegri íbúð næstu tvö árin. Ohh.

Fyndna er að þegar við erum að flytja útúr þessari íbúð sem við erum búin að vera í í 2 ár, alltaf að óska okkur íbúð með svölum, parketi, gluggakistum... þá er hún allt í einu orðin bara alveg ágæt og okkur langar ekkert að flytja út... En langar það samt.

Ég nenni svo innilega ekki að vera í vinnunni lengur. Kannski ég fari bara í bæinn.

23.6.04

Villa fundin - Ég að fara að klifra

Það er svo skrýtið með debögg. Maður verður að vera í rétta skapinu með rétta hugarfarið til að finna blessuðu villuna. Eða ég allavegana. Kannski þess vegna sem ég er ekki betri að forrita en ég er. En það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom í vinnuna var að tékka á einu, bingó, þar var villan, ég var að deila með núll... það ekki vera gott. Ég búin að vera að veltast í kringum villuna í heila tvo daga, ekki fatta eitt né neitt. En, eins og Olga sagði, hvað eru tveir dagar, vertu bara kát með að þetta voru ekki tvær vikur, hvað þá mánuðir.

Svo nú get ég haldið áfram í smá stund áður en við förum að klifra. Við stelpurnar, Su Yeon, Chae Young og ég erum nefnilega að fara vestur í burbs að klifra í kvöld. Jibbí, ekkert smá gaman. Óli meiddi sig því miður í Kentucky, þannig að hann kemst ekki með. Sem betur fer var það þó ekki alvarlegra en svo að hann getur enn spilað tölvuleiki, svo honum þarf ekki að leiðast í kvöld þó að konan hans sé að fara að klifra. Jibbí, konan hans er að fara að klifra.

22.6.04

Alveg að klikkast!!

Urgh, það getur verið alveg óþolandi að leita að villum í forritinu manns. Núna er ég einmitt með villu í forritinu og átta mig ekki á því hvað er eiginlega að. Ég er alveg að klikkast á þessu, gengur svo hægt... bara alveg óþolandi, þegar maður er að reyna að klára eitthvað, nei nei, þá bara virkar það ekki. Ohh. Sérstaklega finnst mér óþolandi að þegar maður er að vesenast endalaust svona að reyna að finna villu, þá fær maður alveg óstjórnlega löngun í kökur og sætindi. Dísús. Jæja. Þá vitið þið það.

Allavegana get ég hlustað á útvarp ungmenna (rás 2). Það er þó bót í máli. Og ég er með kirsuber, þarf ekki kökur.

21.6.04

Útilega

Hæ hó! Þá erum við komin heim frá Kentucky. Það var alveg dýrlegt þar. Svo fallegt og æðislegt klifur. Við tjölduðum á svaka skemmtilegu tjaldstæði, það heitir Miguels og er aðeins fyrir klifrara. Svaka góð stemmning þar, allir í góðum fíling að njóta lífsins. Á föstudaginn klifruðum við eins og við ættum lífið að leysa. Fórum á stað þar sem tiltölulega auðveldar brautir var að finna og klifruðum alveg fullt. Eina svaka erfiða, 10b, við vorum í mestu vandræðum með að koma upp reipi, en Elliot tókst það loksins þegar við vorum að hugleiða hvernig við gætum farið að því að tapa ekki klemmum. Síðan púluðum við geðveikt við að klifra þessa braut og það var bara alveg geðveikt. Ekkert smá gaman.

Á laugardagsmorgun rigndi eld og brennisteini. Við sáum fram á að geta ekki klifrað því það er ekki óhætt að klifra á blautum sandsteini. Hinsvegar eru einhverjir klettar sem snúa þannig að þeir blotna yfirleitt ekki þó rigni. En þá fara líka allir þangað þegar það rignir. Svo Sandy, David og ég ákváðum að við myndum ekki klifra þann daginn, bara taka því rólega og vera hressari fyrir sunnudaginn, við vorum hálf þreytt eitthvað eftir púlið daginn áður. Svo við eyddum deginum bara með því að fara í sund og göngutúr að náttúrulegti steinbrú. Mjög notalegt.

Í gær fórum við að svaka skemmtilegum stað með fullt af sprungum og klifruðum alveg fullt líka, samt ekki fram á kvöld því við þurftum að leggja af stað heim á leið, 7 tíma akstur...

Þetta var semsagt alveg súper ferð. Að komast í smá náttúru er alveg ómetanlegt, sérstaklega þegar maður býr í svona stórri borg og sér aldrei neitt nema hús og bíla.

17.6.04

Til hamingju með daginn!!

Þjóðhátíðadagur. En hvað það væri frábært ef Dútta ætti barnið í dag. Þá væru alltaf hátíðahöld á afmælisdegi þess. Svaka gaman. Síðan þegar það verður orðið unglingur, þá er alltaf allir í brjáluðu partíi í bænum á afmælinu manns.

Í usa fögnum við þjóðhátíðadeginum með því að fara í klifur-útilegu. Reyndar verðum við í bílnum í allan dag... 8 tímar... úff. Jæja, það verður þá bara því skemmtilegra að komast á staðinn.

Vona að allir skemmta sér vel í dag og kvöld.

16.6.04

Nammi namm

Ég sá að Jensi er að lesa fast food nation. Fór að lesa hana á amazon, það eru um 5 blaðsíður þar sem maður getur lesið. Og varð náttúrulega alveg hooked. Fékk Young Jin til að lána mér hana. Hlakka til að lesa hana og þau jákvæðu áhrif sem hún á eftir að hafa á mig. Síðan ætla ég að lána Óla hana og njóta þeirra jákvæðu áhrifa sem hún hefur á hann.

Það að loka augunum fyrir hversu hrikalegur skyndibitamatur er má líkja við því að vilja bara ekki heyra það að reykingar séu skaðlegar. Það er alveg vitað að skyndibitamatur er í óhollari kantinum vægast sagt. Ef maður vill vita af því þá er hægur leikur að afla sér upplýsingar um það. Fólk bara vill það helst ekki. Sérstaklega á þetta við hérna í usa, þar sem skyndibitamatur er hringamiðja fæðu sem venjulegt fólk neytir.

Núna er ég í heilsuæði. Hrísgrjón, þang, grænmeti í hádegismat og kirsuber í eftirmat.

14.6.04

Jæjaaaa

Jæja jæja. Þá er ég í vinnunni. Að vinna. Í verkefninu mínu. Sem ég er búin að vera að vinna í heillengi. Vinna vinna, jæja jæja. Ég skil ekki hvers vegna forritið hagar sér illa. Vill ekki virka. ohhh.

Síðan er ég að drekka fennel-te. Strákur gaf mér það í síðustu viku þegar ég hefði betur legið fyrir heima. Hann sagði að í Þýskalandi drykki fólk fennel te þegar það væri lasið. Þetta er ágætt te, það minnir mann á lakkrís.

Við Óli fórum á leigumiðlunina áðan. Að reyna að finna íbúð. Það er ekki auðvelt mál. Því ég vil fá svalir. Það er ekki auðvelt að finna íbúð á lausu með svölum. Það er eins og það sé ekki mikið atriði hérna að vera með svalir.

Annars ekkert að frétta. Ég er byrjuð að pakka. Ótrúlegt hvað maður á mikið dót. Héðan í frá vil ég ekki meira dót. Nema kannski sófa.

Góðar fréttir

Ég er orðin frísk og við erum að fara í útilegu!!

Eftir að hafa slakað á vel og vandlega alla helgina þá er ég loksins orðin frísk. Ég varð eiginlega frísk mínútuna sem ég kláraði Harry. Undrameðal.

Á fimmtudaginn erum við síðan að leggja í hann suður til Kentucky. Í Red River Gorge, paradís klifrara! Jei! Það er þónokkuð stór hópur að fara, við, Elliot, David, Sandy og Tracey allavegana, síðan kannski einhverjir fleiri. Þetta verður alveg SÚPER! Ég hlakka ekkert smá til. Það er svo yndislegt að vera úti í náttúrunni og tjalda, elda á prímus og grilla líka... mmm. Og það besta af öllu: engin tölva, ekkert internet :-D

11.6.04

Æ æ

Hefði kannski ekki átt að vera að æða í leikhús. Nú er ég bara ennþá lasnari fyrir vikið. Er bara í rúminu með Harry. Notalegt að hafa svona góðan vin sem hughreystir mann þegar maður er lasinn.

Leikritið var gott sem við sáum. Það kom líka í ljós þegar leið á að við bæði höfðum séð það bæði á fjölum Þjóðleikhússins og einnig bíómyndina (eða eina af allavegana þrem sem gerðar hafa verið eftir þessari sögu). Enda er þetta mjög klassísk saga.

En núna ætla ég að taka þessa flensu alvarlegar, sem er greinilega það sem hún vill, og vera bara í rúminu, drekka te og slaka á. Einhvernveginn nennir maður alltaf að slaka á nema þegar maður er lasinn, þá vill maður drífa í hlutum og vesenast.

10.6.04

Eg trui thvi ekki!

Ad ENGINN skyldi skrifa samudar eda hughreystings komment til min thegar eg er lasin.

Annars er eg ekki lasnari en thad ad eg elda dyrindis mat fyrir okunnugt folk og fer i leikhus eins og full frisk kona.

I gaer kom i mat Thjodverji nokkur er eg hitti a fornum vegi. Thad var einstaklega huggulegt enda elda eg svo godan mat. Thessi gaur er mjog indaell en hann er med thrjar mastersgradur og eina doktorsgradu. Frekar mikid. Einhver perfectionismi thar i gangi held eg.

Eg nadi ad tala Ola til i ad koma i leikhus med mer i kvold. Vid erum ad fara ad sja endurgerd af Cyrano fra Bergerac, thetta er vist su saga i nutimalegri og spaugilegri buning. Svolitid spennadi.

8.6.04

Tinna lasin

Ég er lasin. Það er mjög leiðinlegt. Mér líður illa og mér finnst óþægilegt að sitja bara heima og gera ekki neitt að viti. Reyndar er ég að spjalla við Dúttu frænku sem er að fara að eiga barn eftir nokkra daga. Fyrsta barnabarnið til að eignast barn. Ohhohh. Ég vona bara að það fari að koma sem fyrst því grey stelpan er alveg að springa.

4.6.04

Meira um lífsins gæði

Í fyrradag ákvað ég að fylgja eftir reglu þeirri sem ég skrifaði um síðast. Hitta vini og nágranna. Njóta útiverunnar. Svo í staðin fyrir að fara í gymmið fór ég út á hjólaskauta, skautaði út að vatninu og naut golunnar og sólarinnar, græna grassins, fuglanna og .... Síðan sest ég á stein til að teygja aðeins og kemur þá ekki að mér maður. Mjög sakleysislegur. Hann fer að spyrja mig hvort það sé hættulegt að vera í þessum garði á kvöldin, hann er nefnilega svo spenntur fyrir að sjá þegar ljósin kveikna í skýjakljúfrunum... Þetta endar með því að við spjöllum saman um heima og geima, eða aðallega bændur og kornrækt (maðurinn er líka "agriculture economist"). Þetta var svo góður gaur að það endaði bara með því að ég bauð honum í mat. Hann er líka þýskur svo honum og Óla á eftir að koma vel saman.

Á leiðinni heim ákvað ég að kíkja við hjá Arnari og Sólu. Það er alltaf jafn yndislegt að koma til þeirra. Sú heimsókn endaði líka með því að ég bauð þeim í mat og nú er að skipuleggjast smá Íslendina partý hérna í Chicago.

Ég er semsagt búin að vera á fullu við að styrkja félagsleg tengsl og er það súper.

2.6.04

Lífsgæðakapphlaup

Ég var að lesa í gær um það að samtök eru að rísa nú til dags sem spá í hvernig við getum bætt heilsu okkar og líðan með því að vinna minna, borða betur og lifa félagslyndara lífi. Rannsóknir hafa sýnt að heilsa manna sé betri ef þeir búa við félagslegt öryggi, hitta vini og fjölskyldu oft, þekkja nágranna sína og svo fram eftir götum. Eitthvað sem vill oft gleymast í nútímasamfélagi þar sem allt gengur út á að græða sem mesta peninga til að geta keypt sér hluti til að auka lífsgæðin.

Ýmsar rannsóknastofnanir hafa líka sýnt fram á að hamingja og peningar fara ekki endilega hönd í hönd. Ekki ef árstekjur eru meiri en um milljón krónur. Upp að þeirri upphæð eykst hamingja manna með auknum tekjum því það er nú bara lágmark til að geta lifað mannsæmandi lífi, en þegar fólk hefur náð þessum lágmarkstekjum, þá hefur það engin áhrif á hamingju þeirra að hafa meiri tekjur. Hér er ein grein um þetta. Og hér er önnur.

Það sem hefur meiri áhrif á hversu hamingjusamt fólk eru að hitta vini og fjölskyldu, vera hamingjusamlega giftur og við góða heilsu.

Mér finnst mjög áhugavert að komast að þessu þar sem ég hef velt þessu fyrir mér um áraraðir. Lífsgæða kapphlaupið sem svo margir eru í nær engri átt oft á tíðum. Eins og með bandaríkjamenn, þeir taka sér 2 vikur í sumarfrí. Ef þá það. Til hvers að vinna ef maður nýtur ekki lífsins. Og ekki segja að það sé svo gaman í vinnunni.

Tryggingarkonan okkar, hún Willa, hún er mætt kl 8 í vinnuna, eftir klukkutíma akstur. Hún fer heim kl. 7. Keyrir í annan klukkutíma til að komast heim. Og hún vinnur líka á laugardögum. Og ég VEIT að það er hvorki hugsjón né áhugi á tryggingum sem heldur henni í vinnunni.

1.6.04

Vísindamenn...

Vísindamönnum kemur ekki alltaf saman um hluti... Hér er dæmi þess. Ég er líka búin að skrifa aðra færslu í umhverfishornið... það er svona að vera búin að afreka eitthvað, þá slakar maður bara á í vinnunni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?