31.10.13

Árangur vikunnar

Ráðgjafinn segir að þó svo að barnið pissi af og til í buxurnar, þá er vert að einblína ekki á það heldur hugsa um árangurinn sem náðst hefur.  Við vorum með smá setback í dag.  Edda pissaði í engar buxur né á gólfið í tvo sólarhringa en í dag, eftir hádegi, þá fór allt úr skorðum og fernar buxur blautar.  Oh well.

Það var ekki eins slæmt og á laugardaginn.  Þá fórum við í bæjinn þó svo það sé ekki hluti af prógramminu.  Við fórum í húsgagnabúð og ætluðum síðan að fara á einfaldan veitingastað í kvöldmat. Nema hvað, einn af uppáhalds veitingastöðunum okkar í Soho er við hliðiná þessum einfalda og einhvernveginn freistuðumst við til að fara þangað.  Þó svo að klukkan var orðin aðeins of margt og þó svo að við vorum bara á 3. degi í prógramminu og gert ráð fyrir því að maður sé bara heima.  Þetta er voða fínn staður með hvítum dúkum og tilheyrandi.  Við Edda byrjum á því að reyna að pissa.  Ekkert gengur.  Við setjumst og fáum okkur vatnssopa.  Edda pissar í buxurnar.  Inn á bað að skipta um buxur.  Setjumst aftur.  Þjónustustúlkan kemur og við pöntum og á meðan grýtir Edda glasinu í gólfið og það fer í mola.  Edda er alveg að fríka út allan tíman því hún er orðin of svöng og þreytt en undir lokin þá er hún alveg róleg.  Kemur í ljós að henni tókst að skrúfa lokið af salt stautnum og er að leika með allt saltið á borðinu.  Förum enn á klósettið áður en við förum. Ég held á Eddu og meðan ég er að loka tekur hún í hurðina og klemmir sig.  Agalega sárt og hún fer að háorga og pissar á okkur báðar um leið.  Hú ha.  Stundum tekur maður ekki skynsamlegustu ákvarðanirnar.

Í dag var halloween og Edda var fiðrildi og ég var blóm.  Því miður er ekki til nein mynd af mér en reyni að setja inn eina eða tvær af Eddu.

29.10.13

5. í koppaþjálfun

Þetta er æsispennandi leikur.  Barnið stendur sig ljómandi vel.  Pissaði reyndar þrisvar í buxurnar í leikskólanum en síðan um eftirmiðdaginn pissaði hún tvisvar í koppinn og tvisvar í almenningsklósett.  Í bankanum fengum við escort á starfsmannaklósettið og daman beið eftir okkur fyrir utan - náttúrulega til að við ráfuðum ekki inn í gull geymsluna.  Mér fannst gaman að geta sagt henni að þetta hefði verið árangursrík ferð.  Piss í klósett.  Jess.

Það er ekkert lítið gaman þegar barnið manns nær (er alveg að ná) svaka árangri í persónulegum vexti.  Ég held hún sé sjálf ánægð með að vera ekki pissublaut alltaf eða með kúk klesstan á rassinum.  Um leið og maður veit að um val er að ræða, þá líst manni ekki svo vel á það.

24.10.13

Fyrsti í koppaþjálfun

Væri til í glas af fínu rauðvíni frá Pommard.  Eða bara glas af víni.  Þetta var samt ekki svo slæmt.  Dóttir mín er svo mikið yndi að vera með.  Hún var meira og minna berrössuð í allan dag og kúkaði tvisvar í koppinn áður en klukkan var sjö.  Síðan pissaði hún svona þrisvar á gólfið þangað til ég gómaði hana og bar hana pissandi á koppinn.  Eftir það pissaði hún bara í koppinn.  Man ekki hversu oft.  Kannski þrisvar.  Mögulega því ég gaf henni að borða á koppnum því ég var búin að fatta að hún pissar eiginlega alltaf meðan hún er að borða.  En hún var með bleyju í lúrnum vegna þess að ég meika ekki að gera þetta komplet þó svo ráðgjafinn segi að það sé auðveldara í det lange löp.

En ég sá nýja hlið á dóttur minni sem var skemmtilegt.  Ég sat hjá henni á gólfinu með moral support og hún fór í gegnum öll þroskaleikföngin sín (turnar og púsl) og réði allar þrautirnar samviskusamlega og sumar tvisvar.  Hún var svaka einbeitt.  Stökk ekki bros allan tíman og þegar hún var búin með eitt dót setti hún það á sinn stað áður en hún náði í nýtt.  Verð að viðurkenna að þetta hlýtur að vera eitthvað sem hún lærir í leikskólanum.  Ég hugsa að hún hafi dundað í þessu í hátt í klukkutíma.

Á morgun megum við fara út í stutt erindi.  Fórum reyndar í bakaríið í dag.  Edda labbaði bleyjulaus og komst heim vandræðalaust.  Ráðgjafinn segir að þetta taki oftast 3-7 daga en getur tekið bara 1 eða 12.  Allir vona víst að sitt barn læri þetta á einum degi og ég er engin undantekning á því.  Vonandi verður þetta bara komið á morgun.

22.10.13

Milestone - koppurinn

Ég er búin að lesa að maður eigi ekki að tilkynna það fyrirfram en þar sem ég held að þeir séu ekki það margir sem lesa þetta blogg þá geri ég það bara samt.  Edda er að fara að hætta með bleyju.  Eins og Yoda segir: Do or do not.  There is no trying.  Svo þannig er það.  Fyrsti dagurinn er á fimmtudaginn.  Þá verður barnið bert allan daginn og ég á að horfa á hana stanslaust.  Hverja einustu sekúndu til þess að læra á það hvaða merki hún gefur augnablikið áður en hún pissar.  Ó ég er svo spennt.

Markmiðið er að hún setjist og pissi á koppinn.  Edda er reyndar nokkurnvegin búin að læra það.  Hún pissar og kúkar í koppinn þegar hún vaknar en ekki annars.  Prógrammið er þannig að um leið og hún byrjar að pissa þá er málið að hlaupa með hana á koppinn.  Smám saman lærir hún hvernig tilfinning það er að þurfa að pissa og getur farið á koppinn áður en bunan kemur.   Þegar mamman er búin að læra á teiknin, þá er barnið sett í buxur en engar nærbuxur.  Höfundur bókarinnar sem ég styðst við mælir með að hafa þau commando í mánuð.  Síðan mega þau fara í nærbuxur.  En gaman að kaupa nærbuxur á barnið manns.  Ég hlakka ekkert smá til.

Annað sem er skemmtilegt er að þetta er þúsundasta og fyrsta færslan mín.  Það er smá milestone líka.

17.10.13

Chicago

Við Edda fórum í mæðgnaferð til Chicago í síðustu viku.  Skemmtum okkur alveg konunglega.  Fyrst heimsóttum við Henry félaga Eddu og foreldra hans.  Þau eiga svaka fallegt hús á norðurhliðinni með garði.  Við höfðum það svaka gott hjá þeim.  Fengum góðan mat og vorum mikið úti að leika.

Síðan kíktum við aðeins í Hyde Park að heilsa uppá David og Jill.  Fórum í gönguferð um vatnið, kíktum á gamla húsið okkar og á róluvellinn sem ég labbaði framhjá á hverjum degi en fór aldrei áður inn á.  David bauð okkur heim í hádeigismat sem var skemmtilegt.  Þau eru líka með garð og við Edda rúlluðum okkur aðeins í grasinu þeirra.

Loks fórum við í Oak Park, hverfið sem Frank Lloyd Wright bjó í, að heimsækja Söru og Young Jin og þeirra gríslinga.  Það var æðislega gaman að vera með þeim í nokkra daga.  Best er samt alltaf að koma heim og hitta pabba sem kom úr sínu fríi á sama tíma.

Íbúðin okkar er á öðrum endanum.  Við eigum allskonar dót en engin húsgögn.  Reyndum að kaupa skáp í gær sem reyndist vera hálfgerður dúkkuskápur svo nú er ég að reyna að selja hann aftur.  Meira vesenið.  En við ætlum að reyna að kíkja í ikea um helgina.  Vitum bara ekkert hvað okkur langar í eða hvernig húsgögn okkur vantar.  Hvar er innanhússarkitekt þegar maður þarf á honum að halda?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?