28.9.05

Fiskur fra odrum heimi

Við Óli höfum núna eldað fisk tvær vikur í röð. Fyrst elduðum við Walleye fyrir Sigurdísi og Elliot þegar við spiluðum hérna bridds. Sá fiskur kom frá Kanada en honum kynntumst við fyrst í Minnesota í kanó ferðinni góðu. Walleye er mjög góður vatnafiskur. Á sunnudaginn, á leið úr klifrinu komum við við í Whole Foods. Ákváðum við þá að prófa annan fisk. Viktoríu-perch. Við elduðum hann á mánudaginn. Bökuðum hann með smá olíu og hvítlauk, salt og pipar. Mjög einfalt. Fiskurinn var ofsa-góður. Við skiljum ekkert í því að við skulum ekki borða oftar fisk.

Að hverju komumst við síðan. Óli fer að rannsaka betur hvaðan þessi fiskur kemur og það kemur í ljós að Viktoríu vatn er í Afríku og þaðan kemur fiskurinn. Fólk veiðir hann til að selja en fær svo lítið greitt fyrir að það á ekki í sig né fjölskyldu sína. Því er bannað að taka með einn fisk heim í soðið. Bandarísk fyrirtæki eru búin að koma sér þannig fyrir að þau eiga veiðiréttindin. Ekki nóg með það heldur var þessi fisktegund innleidd í lífríkið. Þetta er ekki "native" fiskur í Viktoríuvatni og hann er svo grimmur að hann át næstum því allt lífríkið sem var þar fyrir.

Hversu slæm getur þessi saga orðið! Ég er alveg miður mín yfir þessum fiski og þessum heimi sem við búum í. Fólk kaupir þennan fisk grunlaust um smáatriðin. Hann var líka helmingi ódýrari en Walleye-inn. Aðeins um 5 dollara pundið. Maður sér þá í hendi sér hversu mikið veiðimennirnir fá fyrir sinn snúð. Fiskurinn er fluttur yfir hálfan heiminn með fyrst með stóru skipi og síðan í stórum trukk en samt er hann helmingi ódýrari en fiskur sem er veiddur hérna handan við sléttuna. Gott að við Óli erum búin að smakka þennan fisk því það eigum við aldrei eftir að gera aftur.

23.9.05

Föstudagskvöld... best á skrifstofunni

Ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög notalegt að vera á skrifstofunni á föstudagskvöldum. Það er svo afslappandi. Maður getur unnið í róleguheitunum. Á daginn er pressa að nýta daginn vel. Sama gildir um flest kvöld. Það er eitthvað sem þarf að gerast. En á föstudagskvöldum, þá er maður fullkomlega afsakaður. Það er valid excuse að gera ekki neitt. Það er föstudagskvöld. Ein mjög sjaldgæf stund þar sem maður hefur engar skyldur. Maður getur bara dúllað sér hægri vinstri. Spáð í eitthvað sem maður hefði annars ekki gefið sér tíma til að spá í. Kannski er eitthvað gott á fóninum. Eitthvað sem minnir mann á liðna tíð. Slökun í hámarki. Og það er akkúrat í þannig hugarástandi sem maður fattar eitthvað og sér eitthvað sem maður sá ekki áður. Alveg áreynslulaust. Nokkuð áreynslulaust. Kannski ekki mjög áreynslulaust... það er óljóst hversu áreynslulaust.

Það er nú reyndar alveg misjafnt hversu mikið maður nennir að vinna á föstudagskvöldum. En stundum, kannski þegar maður er búinn að vera að chilla alla vikuna, þá er það gott. Sigurdís átti ekki orð yfir svefnvenjum grad-nema. Með því síðasta sem ég sagði alltaf á kvöldin var eitthvað á þessa leið "jæja, fáum okkur vatnsglas og síðan skulum við reyna að vakna aðeins fyrr." Síðan byrjuðu menn að skríða frammúr um tíuleytið. Svona er þetta bara í ameríkunni. Chill og huggulegheit út í gegn.

Hversdagsleiki i Chicago

Sigurdís er farin heim á leið svo nú lítur ekki út fyrir að við förum út fyrir Hyde Park þangað til um jólin. Ég er með svo fullt prógram að einn þriðji væri kannski ágætt. Það eru þrír kúrsar plús einn mini. Journal Club og Kennsla. Verkefni og Grein. Og náttúrulega Aikido. Það verður spennandi að sjá hvort þetta eigi eftir að ganga upp. Auðvitað á þetta eftir að ganga upp. Ég segi nú bara svona.

20.9.05

Huggulegheit i Chicago

Það er svona helst að frétta héðan frá Chicago að við höfum það hrikalega huggulegt með Sigurdísi okkar þessa dagana. Í gær slökuðum við á eftir amstur helgarinnar, ég dró Sigurdísi reyndar í Hyde Park Produce sem er besta búðin og við fengum gúllas a lá Oli. Ég er búin að vera svaka dugleg að vinna. Hitti prófessorinn í dag og hann virtist bara vera nokkuð kátur. Ég gat sýnt honum tvö gröf sem ég hafði fengið úr forritinu sem honum leist bara vel á svo nú get ég farið að taka frí. Eða þannig.

Í kvöld erum við að fara í Second City á leikrit sem heitir Red Scare. Um það stendur "explosive exploration of current political and cultural climate". Ég hugsa að þetta verði mjög skemmtilegt. Síðan ætlum við að skoða Chicago Board of Trade á morgun, okkur er búið að langa að gera það síðan við fluttum hingað og við ætlum að passa okkur á því núna að vera ekki með neina tösku. Það er nefnilega ekki hægt að fá að koma inn með tösku og ekki vilja þeir geyma fyrir mann. Ekki laust við að vera nokkuð undarlegt.

19.9.05

Súld i Chicago

Það er ágætt að það sé súld og rigning því þá er maður svo sáttur við að sitja inni fyrir framan tölvuna og spá og spekúlera. Sigurdís er líka sátt við það því hún er að fara í enn eitt prófið og er því núna heima að læra fyrir það. Í gær fórum við á pínulítinn sushi bar, hann var svona álíka stór og eldhúsið okkar. Við sátum við barinn og gátum séð sushi bitana okkar verða til. Það var gaman, það er nú fátt meira augnanammi en japanskir menn að nostra við gómsæta litla fiskibita.

16.9.05

Free happy hour

Nemendaráð raunvísindadeildar er með happy hour á hverjum föstudags eftirmiðdegi. Þar er boðið upp á "Chicago style deep dish pizza", samosa og bjór fyrir mjög vægt gjald, dollar fyrir bjór og pizzu, fimmtíu cent fyrir samosa. Alveg ótrúlegt að í dag er hægt að fá hluti fyrir sent. En í dag, þá er spes happy hour og allt er ókeypis!!! Jei. Og ekki er verra að happy hour fer alltaf fram í byggingunni minni. Mín bygging er svo hip.

Ég hlakka svo til að fá Sigurdísi vinkonu mína í heimsókn. Hei hó jibbi jei!! Sjúbbí dú. Dagskráin er smám saman að koma í ljós. Afmælispartý fyrir Roj á Mexíkönskum veitingastað á morgun. Þá ætla ég að muna að taka með mér skilríki. Á sunnudaginn er klifur og Trader, aðeins líka að tékka á WholeFoods til að athuga hvort SKYRið hafi komist til Chicago. Síðan er ég ekki komin lengra. Ætli ég leyfi ekki Sigurdísi að leggja orð í belg. Annars langar mig að fara í MCA, museum of contemporary art. Það er uppáhalds safnið mitt í Chicago. Það er svo gott safn. Aðeins ein pínuponsu lítil sýning sem er "föst" annars er allt breytilegt. Safnið er akkúrat hæfilega stórt og maður getur skoðað allt á svona tvem tímum. Og síðast en ekki síst er frítt á þriðjudögum. Svo ætli ég leggi ekki til að við förum í safn þetta á þriðjudaginn. Það kemst enginn undan því að fara með mig á þetta safn sem kemur til Chicago að heimsækja mig. He he he.

14.9.05

Rockin' skrifstofa

Fyrst ég vaknaði svona snemma í morgun varð ég svo þreytt um miðjan daginn að ég þurfti hreinlega að fara heim og leggja mig eftir hádegismatinn. Svo nú á skrifstofunni fram eftir kvöldi. En það er alls ekki slæmt. Því uppáhalds systir mín fyllti itunesið mitt af rokki. Svo núna glymur Guns and Roses um alla hæðina. Led Zepplin hefur líka fengið að leggja orð í belg, svo þetta er hið besta partý.

Ég var líka að fatta að ég get stjórnað því hversu vel tölvan vinnur. Á daginn þegar ég er eitthvað að dúlla læt ég hana bara vera rólega. En núna þegar ég vil þrusa forritinu í gegn sem fyrst, stilli ég hana á "þrus" og fylgist síðan með henni svitna. He he he. Svolítið góð nýbreytni fyrir skólastelpu eins og mig sem þekki ekki annað en að gera það sem mér er sagt.

Forritið er tilbúið. Það er bara eitt pínu bögg sem skiptir í sjálfu sér ekki máli en væri betra að hafa ekki... En núna er ég að "leika" sem er víst ástæðan fyrir því að maður gerir líkan. Til að leika og læra. Jei!

Góðan daginn!

Og gleðileg jól! Ég er núna (ath tímann!) í skólanum og búin að vera hérna í klukkutíma að vinna og lesa! Fyrir hálf átta var ég mætt. Og þó ég sé búin að vera í hérna í klukkutíma, þá er enginn annar mættur. Alveg ótrúlegt. Ég fór að sofa fyrir miðnætti, aldrei þessu vant, og vaknaði bara klukkan hálf sjö, alveg hrikalega spræk.

Mjög merkilegt, maður fer snemma að sofa => maður vaknar snemma.

Svo ég gat bara borðað morgunmat í róleguheitunum og lesið um það í blaðinu að herra Bush hafi tekið ábyrgð á því hversu illa hjálparstarf gekk í New Orleans. Í blaðinu sá ég einnig svipaða auglýsingu og Íslendingar sendu einu sinni frá sér. Þessi var frá Kuwait um það að það væri þekkt að vinir hjálpuðu vinum, þess vegna ætluðu Kuwaitar að gefa Usa svaka mikinn pening til að aðstoða við enduruppbyggingu NO. Mér finnst það mjög heimskulegt að ráðast í það að endurbyggja þessa borg. Jafn heimskulegt og virkjun jökuláa uppá öræfum. Það þýðir bara ekki mikið fyrir menn að spila við náttúruna, hún hættir ekki fyrr en hún er búin að vinna.

13.9.05

Sigurdís vinkona mín að koma í heimsókn!

Jei! Hún Sigurdís mín kemur á föstudaginn. Þá verður nú fjör í höllinni. Jibbi. Forrit er líka á blússandi siglingu, er búin að vera að gera "raunveruleika-tékk" og fattaði að einn hluti var ekki nógu raunverulegur, það var hversu hratt lífræna kolvetnið eyddist, svo ég setti inn raunverulegri fasta, og bingó, allt í einu virkar forritið bara allt öðruvísi, og nokkuð vel að mér finnst. Svo kannski proffi fari að kætast. Það er nú ekkert venjulegt hvað hann er eitthvað súr. En ég ætla ekki að vola yfir því. Miklu betra að reyna að fá góðar niðurstöður.

Jess. Annars er ekkert að gerast hjá okkur. Ég hætti við að senda inn abstract. Proffi var svo súr að ég meikaði ekki að díla við þetta. Svo ekkert San Fransisco. Kannski næst. Við erum að spá í að fara til New York í staðinn. Með lest. Ég verð svo úrill í bíl að það er bara ekki þess virði að fara með mig eitthvað keyrandi. I can´t stand it. Hins vegar er ráðstefna í Febrúar sem ég er núna orðin spennt fyrir. Og hún er í Hawaii!! Jei, það væri nú ekki amalegt að kíkja þangað. Hvað þá í febrúar. Eftir Minneapolisferðina skilst mér að það verði miklu kaldara í Minneapolis heldur en í Chicago. Niðri í bæ eru allar byggingarnar tengdar saman með göngum, það er mjög space-að. En það verður samt nógu kalt í Chicago. Og ég býð varla í þennan vetur með olíuverðið í $70. Þetta verður spennandi. Kannski við systkynin förum að metast um hvar er kaldara. Orri bróðir minn litli er nú í Ottawa með Bryndísi sinni. Þeim er enn ekki orðið kalt. Það líður að því. He he. Þau eru með heimasíðu. Ætli ég reyni ekki að færa hana inná listann minn. Við tækifæri. Já ég er ekkert hrikalega hress eitthvað. Jæja. Ætli ég hressist ekki við aikido. Ég vona það.

11.9.05

Cups verkefni ennþa i fullu fjöri

Já, cups er enn við lýði. Eins og glöggir menn muna þá setti ég sex keramik bolla í kaffistofu tölfræðinga í þeirri von að þeir hætti að nota frauðplastsbollana. Þónokkuð af vatni hefur runnið til sjávar síðan það var og tvær mjög markverðar afleiðingar hafa átt sér stað.

Í fyrsta lagi er ég komin með bandamann. Ungur og upprennandi tölfræðingur hefur fundið upp á því að hvetja fólk til að nota keramik bolla. Mér skilst að það hafi byrjað þannig að ungi maðurinn hafi verið að fá sér kaffi með leiðbeinandanum sínum. Leiðbeinandinn fékk sér frauðplastsbolla meðan nemandinn notaði keramik bolla. Hafði nemandinn orð á því að þarna væri boðið upp á margnota bolla, hverjum til yndisauka. Prófessorinn virtist hikandi við að nýta sér einn slíkan. Í annað skipti voru nemandi og prófessor að fá sér kaffi og sama sagan endurtekur sig. Svolítið seinna eiga mennirnir tveir sem við koma þessari sögu fund til að ræða flókin fræði og sér nemandi þá að prófessor er með keramik kaffi bolla á skrifborðinu sínu. Prófessorinn segist þá hafa verið að fá sér kaffi fyrr um daginn og eftir það sem áður hafði á gengið gat hann ekki fengið sig til að nota enn einn frauðplastsbolla.

JIBBÍ!!!! Hluti af takmarki náð!

Í öðru lagi hefur þetta verkefni undið upp á sig. Ég er náttúrulega svona meðalóþolandi umhverfissinni og reyni að spjalla við fólk um rusl og frauðplast við hvert tækifæri. Núna er ungur og upprennandi jarðeðlisfræðingur búinn að taka málin í sínar hendur varðandi pappírsbolla sem jarðeðlisfræði deildin notar óspart. Hann er ekki jafn mínimalískur og ég og pantaði hundrað keramik bolla með merki skólans og nafn deildarinnar á. Ætlar hann að fá deildina til að kaupa bollana en hætta að kaupa pappírs bolla. Ég fylgist spennt og full áhuga með þessu nýja verkefni og kem að sjálfsögðu með nýjustu fréttir beint heim í stofu til þín!

8.9.05

Abstract dagur

Í dag er hálfur jarðeðlisfræðiheimurinn á haus að skrifa abstract. Því skilafrestur til AGU rennur út í dag. Nánar eftir klukkutíma. Það er hrikalega erfitt að skrifa abstract. Eða þannig. Fyrst er það ekkert erfitt, maður bara skrifar eitthvað. En síðan fer maður að fá bakþanka. Maður er náttúrulega ekki búinn að spá í því sem maður ætlar að sýna eftir 3 mánuði. Maður er bara búinn að spá í hverju maður ætlar að spá í. Svo hvernig á maður að vita hver niðurstaðan verður? Æ æ æ.

6.9.05

Kanó ferð SUPER, heimkoma la la

Kanó ferðin var algjört ævintýri. Við fórum með fullt af camping-udstyrelse í bátana og rerum út í eyju sem við settum upp búðir á. Þetta var pínu ponsu lítil eyja með tjaldstæði passlega stórt fyrir tvö tjöld. Síðan rerum við útum allt um daginn, sáum mannætublóm, ... nei, flugnaætublóm, og fórum í göngutúra og strákarnir syntu í vatninu og við reyndum að veiða fisk. Óli veiddi reyndar einn en sleppti honum. Hann sá sko eftir því. Þegar maður er á kanó getur maður tekið með miklu meira dót heldur en þegar maður fer bara í göngutúr, svo við vorum með steikur og bjór og kartöfluflögur og ég veit ekki hvað. Svolítið skrýtið að vera í óbyggðum í marga daga, ekki með rennandi vatn en allskonar lúxus samt.

Tjaldið reyndist líka mjög vel. Það er alveg passlega stórt og með glugga í loftinu þannig að þegar maður vaknar sér maður um leið hversu heiðskýrt er. Dýnurnar voru ekki síðri. Prinsessan sem svaf á baun einu sinni hefði ekki fundið fyrir neinu. Hrikalega gott að sofa á svona thermarest frekar en frauð-filmu. Næsta útlilega er skipulögð í október til Kentucky, það verður gott að vera útsofinn þegar maður fer að klifra. Ég mæli mjög mikið með þessum dýnum.

Jamm, þegar heim var komið reyndist póstur í pósthólfinu mínu sem ég hafði ekki skoðað í heila viku. Hann var nú ekki skemmtulegur. Proffi æva reiður yfir því að ég hafi ekki gert neitt að viti í ALLT sumar. Það rættist sem betur fer úr þessu en úff, ekki gaman. Svo núna er ég aftur komin í fasann að vinna myrkranna á milli. Forrit komið á blússandi siglingu og ætli ég bloggi ekki meira núna þegar ég er orðin límd við skrifborðið.

Nú þegar er ég að klikkast á einu. Fyrir utan glugga minn er krani að byggja hús. Stálbitar eru að færast fram og til baka. Það sem ég er að ergja mig yfir er það að við vírinn eru vinnumennirnir búnir að binda bandaríska fánann. Svo nú blaktir hann í allri sinni dýrð beint í augnlínu við mig þegar ég lít upp frá skjánum. And I don´t like it. Fyrst fannst mér það svolítið sniðugt. En núna er ég um það bil að fara yfirum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?