22.5.04

Hvað er betra en það?

Laugardagar eru langbestu dagarnir. Þá sefur maður út, slakar á fram eftir degi og hefur það alveg ótrúlega gott. Í nótt svaf ég t.d. í 12 tíma. Hvað er betra en það?

Við fórum á Shreck 2 í gær með Su Yoon, sem var svaka spennt, eins og við, og tveim kínverjum sem vildu eiginlega alls ekki fara á þessa mynd en eru of kurteisir til að vera með uppisteyt. Síðan fannst þeim myndin reyndar alveg frábær, sem hún er. Við mælum 1000% með henni. En hvað ætli hafi síðan gerst? Það kom þvílíkt ofsaveður að rafmagn fór af öllu bíóhúsinu þegar svona 10 mínútur voru eftir af myndinni og við þurftum að hætta að horfa og fá endurgreitt. Ekki svo slæmt því maður gat nú svosem alveg ímyndað sér hvað myndi gerast.

Núna er ég að reyna að skrifa abstract (!!) fyrir fyrirlesturinn sem ég er að fara að halda á föstudaginn. Fyrir alla deildina. Brr, frekar stressandi.. Hann má bara vera 12 mínútur, svo kvölin gengur hratt yfir en samt... Æ æ.

Eftir nokkra tíma erum við Óli að fara í mat til Prof. McCullagh og konunnar hans. Þetta er svaka góður gæi. Ég er alltaf að hitta hann hér og þar sem ég er að vinna í einhverjum þjónustustörfum. Laga kaffi eða afgreiða vín, og þá þekkir hann mig alltaf og segir "sæl frú Atlason" og ég segi alltaf "HA?" en síðan fatta ég að ég er víst frú Atlason og þetta er frekar fyndið... Nevermind. Við erum allavegana að fara í mat til hans því Óli er nemi hjá honum og við erum búin að kaupa svaka dýrt og fínt vín sem Óli mundi síðan að er frá sama svæði og vínið sem hann gaf þessum manni síðast þegar hann fór í mat til hans. Og síðan mundi hann að hann fór í sömu fötunum og hann fer í núna (sparifötin fyrir heitt veður). En ég efast um að maðurinn taki eftir eitthvað af þessu.

Allavegana. Ég er að hugsa um að koma með nýtt prógram á þessa síðu. Svona "horn" fyrir sérstaka umræðu. Eða einræðu. Það verður "umhverfishorn" og verður sett á laggirnar mjög bráðlega því ekki er mikill tími til stefnu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?