24.5.04
Part of the game
"Maður tekur bara hugarfarið, föstum tökum, og snýr því við." Þannig lýsir Sveinn nokkur Hauksson því hvernig maður breytir einhverri aðstöðu sem maður er í sálarlega. Síðan lætur hann eins og hann sé að grípa um stóran bolta með hendinn og SNÝR.
Ég er eitthvað búin að vera að stressa mig fyrir þennan fyrirlestur sem ég er að fara að halda á föstudaginn en nú er ég búin að SNÚA hugarfarinu (maður verður að leggja áherslu á snúa þegar maður ímyndar sér þetta) í kjölfari orða Olgu um það að tala fyrir framan fullt af fólki sem veit miklu meira um það sem maður er að tala um en maður sjálfur.
Hún sagði: "It´s just part of the game".
Og þegar ég hugsa út í það. Þá er það alveg rétt. Þetta er óaðskiljanlegur hluti þess að vinna við rannsóknir. Það er best að sættast bara við það sem fyrst.
Ég er eitthvað búin að vera að stressa mig fyrir þennan fyrirlestur sem ég er að fara að halda á föstudaginn en nú er ég búin að SNÚA hugarfarinu (maður verður að leggja áherslu á snúa þegar maður ímyndar sér þetta) í kjölfari orða Olgu um það að tala fyrir framan fullt af fólki sem veit miklu meira um það sem maður er að tala um en maður sjálfur.
Hún sagði: "It´s just part of the game".
Og þegar ég hugsa út í það. Þá er það alveg rétt. Þetta er óaðskiljanlegur hluti þess að vinna við rannsóknir. Það er best að sættast bara við það sem fyrst.