31.5.04
Hvirfilbylir og köngulær
Við fórum í suður Illinois og gistum á ofsalega fallegu tjaldstæði við vatn. Við klifruðum í geðveikum klettum og Óli fór alveg á kostum, klifraði "Ant Eater" tvisvar eins og ekkert væri meðan við Sandy vorum í þvílíkum vandræðum. Við sáum alvöru svarta ekkju með rauðum dílum á maganum, alveg við brautina, þessa ant-eater (sem er klassík), var virkilega ógeðsleg risastór konguló og það var varla klifrandi fyrir öllum þessum kongulóm þarna, hvert sem maður stakk puttunum inn í sprungu átti maður von á að finna eitthvað skríðandi lappalangt... oj.
En eins og koma kannski í fréttum heima þá geisaði síðan stormur um hálf bandaríkin í dag og í gær. 84 hvirfilbylir sáust svo við þurftum að hætta við að klifra á sunnudaginn og drífa okkur frekar heim. Frekar súrt en samt ágætt því ég var bara úrvinda eftir þessa fáránlegu viku. Tannviðgerðir og fyrirlestrar...
Í dag tók ég það bara rólega, slakaði á og þvoði þvott, og las "Grafarþögn" eftir Arnald Indriðason. Þvílík spenna. Þvílíkur magnþrungi. Ég er eiginlega hálf smeyk núna ein heima með öll ljós kveikt.
En eins og koma kannski í fréttum heima þá geisaði síðan stormur um hálf bandaríkin í dag og í gær. 84 hvirfilbylir sáust svo við þurftum að hætta við að klifra á sunnudaginn og drífa okkur frekar heim. Frekar súrt en samt ágætt því ég var bara úrvinda eftir þessa fáránlegu viku. Tannviðgerðir og fyrirlestrar...
Í dag tók ég það bara rólega, slakaði á og þvoði þvott, og las "Grafarþögn" eftir Arnald Indriðason. Þvílík spenna. Þvílíkur magnþrungi. Ég er eiginlega hálf smeyk núna ein heima með öll ljós kveikt.