31.5.04

Hvirfilbylir og köngulær

Við fórum í suður Illinois og gistum á ofsalega fallegu tjaldstæði við vatn. Við klifruðum í geðveikum klettum og Óli fór alveg á kostum, klifraði "Ant Eater" tvisvar eins og ekkert væri meðan við Sandy vorum í þvílíkum vandræðum. Við sáum alvöru svarta ekkju með rauðum dílum á maganum, alveg við brautina, þessa ant-eater (sem er klassík), var virkilega ógeðsleg risastór konguló og það var varla klifrandi fyrir öllum þessum kongulóm þarna, hvert sem maður stakk puttunum inn í sprungu átti maður von á að finna eitthvað skríðandi lappalangt... oj.

En eins og koma kannski í fréttum heima þá geisaði síðan stormur um hálf bandaríkin í dag og í gær. 84 hvirfilbylir sáust svo við þurftum að hætta við að klifra á sunnudaginn og drífa okkur frekar heim. Frekar súrt en samt ágætt því ég var bara úrvinda eftir þessa fáránlegu viku. Tannviðgerðir og fyrirlestrar...

Í dag tók ég það bara rólega, slakaði á og þvoði þvott, og las "Grafarþögn" eftir Arnald Indriðason. Þvílík spenna. Þvílíkur magnþrungi. Ég er eiginlega hálf smeyk núna ein heima með öll ljós kveikt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?