12.5.04

Gaman að lesa blogg

Núna þegar forritið mitt er í ruglinu fer ég ósjálfrátt að flakka inn á bloggsíður landans, kíki á gamla kunningja, boys in the hood, and the ladies. Mjög fyndnar sumar af þessum síðum, eins og síða þessarar litlu Fossvogsmær. Mér finnst mjög gaman að fá tækifæri til að skyggnast inn í heim krakka á þessum aldri. Maður fær svona ókeypis aðgang að lífi og tilveru heillar kynslóðar með öllu þessu bloggi. Vegna þess að þegar maður reynir að tala við þetta lið, er það eins og að tala við vegg og ekki mikils vísari verður maður á því. Eða kannski tala ég ekki rétta tungumálið eða kannski er eins og að tala við vegg að tala við mig... það er ekki ólíklegt.

Það er mismunandi hversu lunkið fólk er við að segja frá sínum heimi en mér finnst þessi pía/pæi nokkuð sniðugur.

Ætli æskan í dag verði þekkt sem blogg-kynslóðin. Nú eru að fæðast börn sem byrja "að blogga" áður en þau fæðast. Mér finnst þetta alveg frábært. Ótrúlegt innsæi sem maður fær í líf og tilveru fólks sem maður þekkir alls ekki, þekkti áður, þekkir núna...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?