30.3.04

Ferðalag súper

Góðan og blessaðan daginn. Þá erum við komin heim úr svakalega góðu ferðalagi. Við lögðum af stað á fimmtudeginum í síðustu viku og flugum gegnum San Fransisco til LA. Þar var Árdís búin að bjóða okkur að vera hjá sér og Dónald en þegar við komum á staðinn var hún ennþá á ráðstefnu (við vissum það alveg fyrir) þannig að Dónald tók höfðinglega á móti okkur. Að írskum sið bauð hann okkur uppá Guinness og við höfðum það mjög notalegt að spila Settlers og drekka Guinness fram eftir kvöldi.

Fyrsta daginn okkar í LA ákváðum við að nota til að skoða Pasadena, en Árdís og Dónald búa þar. Pasadena er svaka hip bær/úthverfi LA. Þangað fer fína liðið út að borða um helgar og miðbærinn er mjög huggulegur. Fullt af kaffihúsum og tískubúðum. Þar erum líka nokkur söfn og við skoðuðum eitt þeirra, Norton Simon safnið. Það er mjög lítið en alveg á heimsmælikvarða með fullt af frægum verkum. Aðallega skoðuðum við nútíma list, 1900 og yngra. Við sáum fullt af frægum verkum, m.a. eftir Van Gogh og Picasso. Síðan fórum við í smá göngutúr um eitt hverfi þar sem ríka fólkið býr, þar eru fullt af húsum eftir fræga arkitekta og mörg þeirra hafa verið notuð í bíómyndir. Eitt hús fannst okkur sérstaklega áhugavert og það er húsið sem the Doc bjó í. Ég kannaðist nú ekki alveg við húsið en bílskúrinn er áræðanlega sá sami. Það var svaka fyndið að sjá hann. Þetta hús er ekkert smá stórt og flott.

Um kvöldið fórum við öll saman á Tælenskan veitingastað. Hann var svona aðeins í sterkara lagi og það rauk alveg úr eyrunum á Óla. Síðan fórum við heim og spiluðum Settlers fram eftir öllu kvöldi, mjög gaman.

Læt þetta nægja í bili, ætla aðeins að reyna að finna útúr einu með netCDF ...

21.3.04

Við erum á ferðalagi

Núna erum við í LA í góðu yfirlæti hjá Árdísi og Dónald. Hér er yndislegt veður, sól og hiti. Ég vil eiginlega bara liggja á sundlaugarbarminum allan daginn. Í gær skoðuðum við Hollywood að sjálfsögðu. Túristar eru víst mest spenntir fyrir því. Það var skemmtilegt að sjá staðinn, hann er samt frekar ómerkilegur og sjabbí. Sorry Silla. Síðan fórum við í smá göngu upp í hollywood hæðarnar þar sem skiltið fræga er. Á toppnum var lúðrasveit og rjómatertur og rauðvín á boðstólnum. Árdís var alveg gapandi yfir þessu því hún hefur oft farið en aldrei séð þvílíka sjón. Það var mjög gaman að fá veitingar því við vorum orðin hálf svöng og útsýnið ekki mikið því eins og oft var svo mikil mengun og þoka að skyggni var takmarkað.

En það er alveg æðislegt hérna. Mikið af mjög flottum húsum og pálmatré útum allt. Í dag ætlum við bara að slaka á, skoða Caltec og kannski Huntington garðana. Fyrst ætla ég samt aðeins útí sund. Hafið það gott,

Tinna

17.3.04

smá leiðrétting

Við erum víst að fara á morgun í ferðalagið... Chae Young sendi mér póst að óska mér góðrar ferðar á MORGUN. Gott að eiga svona góða vini sem eru inni í manns málum.

Ó ó barnið að fullorðnast

Sunnsubarnið er sextán ára í dag. Ætli ég verði að hætta að kalla hana barnið núna. Litla barnið mitt... ó ó. Ég er bara svolítið hrærð. Ég man þegar ég varð sextán. Þá hélt ég nú aldeilis að lífið myndi breytast. Sextán hljómar eins og svo flottur aldur, fimmtán er maður unglinur en sextán er maður kúl. Kannski fannst mér þetta að hluta til því á borði í myndmenntastofunni hafði einhver strákur (eða ég ímyndaði mér allavegana að það hefði verið strákur) krotað "sextán ára stelpur eru æði". Þá var ég kannski 14 og sannfærð um að það væri æði að vera 16. Síðan var það bara frekar venjulegt, en gaman, eða það minnir mig allavegana. Ég man samt eftir því að Helen vinkona mín lét mig lofa að minnast ekki þessa árs sem skemmtilegt (þetta var árið í Dubai - allir frekar súrir yfir að búa í arabaríki þar sem ekki var hægt að gera neitt skemmtilegt eða kúl) en í minningunni var þetta gott ár.

Við Óli erum á leið til Kali ekki á morgun heldur hinn. Spennó spennó. Hlakka til að fara í flugvél og í frí. Í notalegt hitastig og fá smá sól á mína gegnsæju leggi.

13.3.04

Bréf alveg að verða til

Úff, það er nú meira hvað það er erfitt að skrifa bréf til fólks sem maður ekki þekkir, um hvað maður er nú frábær og vel til þess fallinn að hitta þá á hverjum degi. Phew.

Því leitast maður alltaf til að gera eitthvað annað þegar maður er að reyna að skrifa svona bréf. Núna var ég til dæmis að skoða vefsíðu stærstu (eða ein af) hafrannsóknarstofnun Bandaríkjanna, Woods Hole. Þar vinna um 1000 manns, stúdentar og vísindamenn. Ég hef mikinn áhuga á veðurfarsbreytingum og því fór ég strax inn á þessa síðu.

Leiðbeinandinn minn, David Archer, hélt líka fyrirlestur í gær sem var kannski einskonar intro fyrir bíómyndir sem eru að fara að hrella eða skemmta bíóglöðu fólki í sumar, önnur þeirra heitir "day after tomorrow" eða eitthvað þannig. En hann var að tala um möguleika þess að veðurfar í heiminum gæti gjörbreyst á næstu 10, 20, 100 árum. Meðal annars útskýrði hann fyrirbæri sem heitir "clathrates" en það er nokkuð sem gerir fólki í þessum geira erfitt með svefn. Ásamt svo mörgu öðru. Enda þótt þetta hafi verið skemmtilegur fyrirlestur og mikið um hlátrasköll þá var ég gráti næst yfir því hvað útlitið er svart.

Vinir og vandamenn: labbið, hjólið, skautið, skokkið í stað þess að keyra ef þið sjáið þess fært. Plís. Eða takið strætó!

Vorhreingerningar

Í dag var skrúbbað og fægt hátt og lágt heima hjá okkur. Þvílíkur munur. Ég gerði svaka omulettu fyrir okkur í morgunmat og síðan var ekki hætt fyrr en allt var orðið skínandi fínt. Gott að eiga svona góðan mann sem er svona duglegur að taka til og þrífa.

Síðan ætlaði ég eitthvað að fara upp í skóla að vinna en núna er að lagast kaffi í eldhúsinu svo ég held að það verði bara eitthvað að bíða. En ekki til morgundagsins, því þá erum við að fara í klifrið. Erum búin að gera Su Yeon svaka spennta svo hún ætlar með og vonandi verður hún alveg hooked, eins og við.

Annars er bara allt gott að frétta. Ég er að hugsa um að sækja um sumarstarf á Hafró þar sem ég er núna svaka mikið að spá í sjónum og straumum í honum. Ekki seinna vænna fyrir mig að fara að skrifa þeim.

12.3.04

American Splendor

Ég vil koma á framfæri þeirri skoðun minni að myndin Sómi Ameríku er alveg frábær. Hún er svaka skemmtileg, pínu undarleg en sprenghlægileg. Mæli mjög mikið með henni.

11.3.04

Hið óhjákvæmilega

Er þetta lögmál eða hvað? Það er ekki hægt að nota ´word´ án þess að tapa allavegana einu sinni öllu sem maður er búinn að skrifa. Nú hef ég ekki notað word í mörg ár en mundi akkúrat hvernig það er núna rétt áðan þar sem ég er búin að skrifa 6 blaðsíður (með gröfum) og síðan er eitthvað spell check í gangi, allt of vitlaust skrifað orð, tölvan meikar það ekki og bara slekkur á sér. Án nokkurar viðvörunar. Ég fékk alveg sting í magan, náttúrulega ekki búin að vista eitt einasta orð, alveg búin að gleyma því hvað tölvum er illa við word eða öfugt. Bahh! Urg! En ekki mikið hægt að gera við því en bara að byrja uppá nýtt, en ég var líka með uppkast til þannig að þetta var ekki svo slæmt, en kæru vinir og vandamenn, munið að vista, það er heilsubætandi.

10.3.04

The Industry

Ég hefði ekki trúað því hvað það er gaman að þekkja hljómsveit. Og fara á tónleika með henni. En því trúi ég núna því ég þekki hljómsveit og það er GEÐVEIKT gaman og ég skil grúppíur núna alveg 100%. Vá! Við Óli þekkjum svo kúl fólk að það er alveg ótrúlegt. Þau heita Angie og Justin og eru í hljómsveitinni ´The Industry´ og eru svaka góð og halda geðveikt skemmtilega tónleika bara til að skemmta sér og vinum sínum.

Þau voru með tónleika í gær á frekar þekktum stað hérna sem heitir Double Doors. Ég vildi endilega fara því síðast þegar við fórum að sjá þau þá komum við, sem er alveg týpiskt fyrir okkur, allt of seint og þau voru að taka saman. En í gær komum við á góðum tíma og það var einhver önnur hljómsveit að spila. Hún var nú ekki uppá marga fiska og ekki nokkur hræða á dansgólfinu. Annað var nú uppi á teningnum þegar the Industry byrjaði, dansgólfið fylltist, allir dönsuðu eins og það hefði ekki rignt í 10 ár og Óli tók svo góða takta að grey Angie gat varla sungið fyrir hlátri og Justin sleit streng. Allt ætlaði um koll að keyra. Þetta var tvímælalaust besta þriðjudagskvöld í mörg ár.

Mér finnst eiginlega ekki annað vera í stöðunni en að fá þau til Íslands og gera þau fræg.

9.3.04

Ji en fyndið

Ég sá svona próf hjá henni Lindu og ákvað að taka þátt, síðan er ég svo ánægð með niðurstöðuna að ég verð bara að setja hana hérna. Súkkulaði hjörtu eru líka þau bestu í heimi, sérstaklega í godiva-ísnum. Jei!

chocolate heart
Heart of Chocolate

8.3.04

Lost in boredom

Í gærkvöldi vorum við svo uppgefin að við ákváðum að við skyldum bara hætta við misheppnaða tilraun til að fara að læra og leigðum vídeo. Við erum búin að ætla að sjá "týnd í þýðingunni" í smá tíma en hún hefur ekki verið inni. Hún var til núna og við byrjuðum að horfa svaka spennt. Og síðan erum við að horfa, svaka spennt, svaka spennt eftir að skemmtilegi hlutinn byrji. En síðan var hún bara búin.

Hvað meinar fólk eiginlega með því að þetta sé alveg súper mynd. Þessi mynd fjallar um fólk sem er frekar óhamingjusamt í hjónabandinu, því dauðleiðist og það getur ekki sofið. Þessi mynd hefði átt að vera finnsk. Þá hefði maður allavegana verið undir þetta búinn.

Hún má nú alveg eiga það að hún er raunsæ. Fyrir utan lokaatriðið. Það er nú alveg súper-amerísk klisja að þau skyldu þurfa að eiga þennan lokakoss. Er málið kannski að bandaríkjamenn eru fyrst núna að uppgötva raunsæið. Það er bara ekki svo skemmtilegt. Hver nennir spes að eyða tímanum sínum í eitthvað sem maður sér eða upplifir á hverjum einasta degi. Ég var allavegana frekar ósátt við þessa mynd. Kannski var ég bara með óraunsæar væntingar.

En hún var líka fyndin á köflum og okkur fannst fyndið þegar þau fóru í kareoke herbergið. Því við fórum með hóp af krökkum fyrir jól í svona herbergi. Okkur til gamans.

7.3.04

Monday monday

Hae! Hvernig var helgin hja ther? Min var alveg super. Adallega kannski sunnudagurinn. Thar sem billinn okkar er med flensu tha akvadum vid ad fara i gym sem haegt er ad komast i med almenningssamgongum. Drifum okkur mjog mikid thvi thad matti alls ekki missa af lestinni thvi hun kemur bara a tveggja tima fresti. Paelidi thjonustu, sidan kostar halfa formuu ad ferdast med henni. Allavegana, thetta var svaka fint gym, fullt af klarum strakum ad klifra, einum of klarum kannski thvi brautirnar voru svo erfidar ad vid gatum bara gert thaer lettustu. Svaka asnalegt, en samt allt i lagi, vid gerdum thessar lettu bara aftur og aftur.

A leidinni heim thegar vid vorum ad koma ad stodinni okkar segir Oli svona ad hann se bara ad hugsa um ad fara ut a skola stodinni, og hvort eg aetli lika upp i skola. Ja segi eg thvi eg aetladi ad vinna i verkefninu sem eg tharf ad fara ad skila... En oops! Eg er ekki med lykla, svo eg kemst ekki inn a skrifstofuna, bommer. Get ekki farid ut. Svo Oli fer ut. Og eg sit enn i lestinni. Med enga lykla. Med enga lykla. Thad tharf vist lika lykla til ad komast heim til sin til ad na i lyklana. Mjog pirrandi situasjon. Til ad gera langa sogu stutta tha fekk eg agaetis gongutur fram og aftur um hverfid. En godur dagur samt. Vid maettum halftima adur en gymmid opnadi, en ekkert mal. Haldidi ad thad hafi ekki bara verid kaffihus vid hlidina gymminu. Reyndar Starbucks en samt otrulegt, yfirleitt er 10 min keyrsla milli hverrar byggingu i Ameriku. Svo thad var svaka notalegt, vid hjonin a kaffihusi a sunnudagsmorgni ad lesa um thad sem brennur a landanum thessa dagana. Lesbiur og hommar, kosningaherferdarskipuleggjendur radamanna og svona eitthvad i theim dur.

6.3.04

Næturvörðurinn Heiða

Mig langar bara til að lýsa yfir ánægju minni á henni Heiðu. Þátturinn hennar á Rás 2 er yndislegur að mínu mati og hún er alltaf með sniðug þema sem gaman er að fylgjast með. Ég er núna loksins byrjuð að vinna í lokaverkefninu fyrir kúrsinn sem ég er að taka. Er að nota gögn frá veðurstofunni og skoða breytingar á hitastigi á Íslandi. Svaka gaman. Og ekki verra að hafa góðan DJ í húsinu þegar maður er að vinna í svona verkefni.

Takk fyrir komment!

Fyrsta kommentið sem ég fæ á síðuna mín. Ohh. Takk Sigurdís mín kæra vinkona. Duglega duglega vinkona. Hún Sigurdís er að fara í fullt af prófum núna næstu vikur til að sanna það að hún verði svaka góður læknir. Ég er alveg að rifna af stolti yfir því að eiga svona klára og duglega vinkonu. Gangi þér vel elsku dúlla, ég sendi þér lukkustrauma um að fá góðar spurningar.

5.3.04

Komment kerfi komið í gang!

Nú geta ALLIR skrifað athugasemdir að vild því þeir hjá enetation.co.uk eru með alveg idjót-proof leið til að hjálpa viðvaningum til að setja upp kommet kerfi.

Annars er það að frétta að við sitjum hérna tvær stelpur með áhuga á jarðvísindum á skrifstofunni okkar klukkan hálf ellefu á föstudagskvöldi. Sorglegt eða hvað. En fyrst að blogg síðan er komin á legg þá held ég að ég fari að koma mér heim á leið. Það verður reyndar ekki fyrr en um eftir 20 mínútur því ég hætti mér ekki til að ganga í þessu skuggahverfi og verð að bíða eftir skólabílnum.

En það er allt í lagi því ég get sagt ykkur frá ferðaplönum okkar hjónum. Eftir tvær vikur er nefnilega spring break og þá erum við að hugsa um að kíkja til Kaliforníu. Taka hana Árdísi á orðið og heimsækja hana. En hún býr í útjaðri LA. Síðan verður stefnan tekin útí sveit til Red Rocks að sjá hvort við getum eitthvað klifrað upp kletta þar. Eitthvað þurfum við líka að athuga hvað við getum tapað miklum peningum í rugl svo við ætlum að kíkja til Las Vegas. Ég er svo spennt að ég sit varla kjur þessa dagana.

Þegar við komum til baka heldur fjörið áfram því þá kemur Gummi í heimsókn og síðan Valur og Björg. Jei, gaman að fá gesti. Þau ætlum við sko aldeilis að dekra við og fara með um allt að skoða Chicago og borða gott sushi. Fara á gamanleikrit og íþróttaleiki, upp í háhýsi að drekka kokteila og utaná háhýsi að klifra og og og bara alveg fullt, í tískuverslanir að skoða OG kaupa skó...

Best að missa ekki af skólabílnum núna, hafið það svaka gott,
ykkar Tinna

 Íslenskir stafir!!!

Bara til að láta ykkur vita þá er ég með makka í vinnunni sem mér finnst geggjað kúl. Hann gerir sumt öðruvísi en PC og ég er svona smám saman að læra á hann. Núna var ég að setja inn íslenska stafi. Það er reyndar ekkert "að setja inn" því þeir eru nátturulega á sínum stað, maður þarf bara að vekja þá til lífsins. En er þetta ekki mikill munur? Nú þarf ég bara að finna út hvernig svona comment-kerfi virkar.

Hurra! Bogg fundid

Thad borgar sig ad eyda fostudegi a skrifstofunni. Mjog omerkileg villa samt. Otholandi hvad forrit geta verid vidkvaem fyrir smaatridum, kunna ekki ad chilla.

Vid Oli horfdum a Freaky Friday i gaer og Ola fannst stelpan minna sig svo mikid a Sillu ad hann grenjadi af hlatri alla myndina. Mer fannst hun lika mjog skemmtileg, serstaklega Jamie Lee Curtis sem er ekkert sma god. Maeli tvimaelalaust med thessari mynd hvort sem er fyrir romo deit eda sem fjolskylduskemmtun.

Hei ho

Mer datt i hug ad thad vaeri snidugt fyrir mig ad hafa mitt eigid bogg. Omogulegt ad vera svona saman med blogg. Thetta er betra.

Annars er allt gott ad fretta fra Chicago. Thad litur ut fyrir ad vorid se ad koma, alveg haett ad vera minus 20.

Eg er nuna i vinnunni a fostudags kvoldi (ojj) ad leita ad kvikindinu i forritinu minu, er buin ad reyna ad finna thad i tvo daga nuna og thad er svo leidinlegt ad eg fer alltaf ad gera eitthvad annad i stadin. Eins og ad byrja ad blogga. Jaeja, best ad halda afram.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?