24.5.12

Smábarnabær

Upper west side er svona lítið þorp af smábörnum og foreldrum þeirra.  Ekki nóg með að það eru smábarna tískuvöruverslanir á hverju götuhorni og dótabúðir, þá eru leikfimissalir, klúbbar og tónleikahús fyrir smábörn.  Í þessari viku erum við Edda búnar að tékka svolítið á smábarnastemmningunni hérna á upper west.

Á þriðjudaginn fórum við í Elliots baby gym.  Sátum í hring með fullt af smábörnum og mæðrum eða nannyum þeirra.  Elliot er svaka sniðugur karl sem syngur og sprellar með börnin.  Þau hafa ljómandi gaman að honum.  30 börn í hring og ekki eitt einasta að skæla í heilan klukkutíma.  Til að ná athygli allra segir hann bara "bzzzzzzzzzzzzz" og þá steinþagna öll litlu börnin.  Alveg frábært.

Í gær fórum við í söng og tákn námskeið.  Það fannst okkur líka ljómandi skemmtilegt.  Ég lærði nokkur tákn.  Tré, grein, hreiður, höfrungur, meira, mamma og pabbi.  Lára, stelpan sem er með þetta söng námskeið, er svaka skemmtileg og syngur allskonar skemmtileg lög og táknar með til að hjálpa manni að læra táknin.

Í dag fórum við síðan í New York Kids Club á baby námskeið.  Í dag er rigning og grátt svo aðeins þrjú smábörn mættu með mæðrum sínum.  Við sátum í hring og byrjuðum á smá teygjum fyrir mömmurnar.  Síðan nokkrar teygjur fyrir smábörnin.  Smá söngur, smá dans, smá leikur með slæðu, smá nudd, smá tummy-time.  Í tummy time fá smábörnin spegil sem þau geta horft á sig í.  Það finnst Eddu gaman.  Hún hlær og skríkir þegar hún sér sig.  Og þegar hún sér sig hlæja hlær hún enn meira.  Henni finnst ekkert skemmtilegra en að horfa á sig í spegli.

Mér finnst gaman að fara á svona smábarna prógröm því Eddu finnst það svo geggjað skemmtilegt.  Plús þá þarf ég ekki að hafa fyrir því að skemmta henni.  Hún hlær og skríkir og sjarmerar alla kennarana með fallega brosinu sínu.  Síðan finnst henni gaman að sjá önnur smábörn og syngja old mac donald had a farm og önnur lög sem ég kann ekki.  Henni finnst gaman að syngja og tekur undir hástöfum jafnvel þótt hún hafi aldrei heyrt lagið áður og kunni ekki textann.  Né melódíuna.  Reyndar á það sama við um mig.  Við mæðgurnar syngjum oft bara "babarabidab bibabidab bibibidib" þegar við kunnum ekki textann.

21.5.12

Fiskibollur

með rifnum gulótum og sultuðum lauk er í matinn hjá okkur.  Ég er að bíða eftir Óla.  Barnið sefur.  Hún er búin að sofa meira og minna í allan dag.  Það var alveg yndislegt.  Ég gat gert allskonar.

Það er frekar snar að vera með ómálga barni allan daginn.  Ég skil vel að konur verði þunglyndar á því.  Það er yndislegt.  Yndislegt þegar allt leikur í lyndi og barnið hlær og brosir.  Það er líka ljómandi gott þegar það er að sjúga brjóstið.  En laumulega óskar maður þess alltaf að það fari að sofa.  Og sofi sem lengst.  Eins og segir í vögguvísunni: sofðu lengi sofðu rótt, seint mun best að vakna...  Virðist sem mæður hafi óskað þessa í gegnum aldirnar.

Edda er ekki orðið það sem hér í landi kallast "settled baby".  Hún er samt alveg að verða það.  Þá mun hún sofa tilgreinda lúra.  Morgunlúrinn, hádegislúrinn, eftirmiddagslúrinn.  Núna sefur hún bara þegar henni dettur það í hug.  Suma daga, eins og í dag, alveg út í gegn.  Aðra daga varla neitt.  Það er hrikalega erfitt og ég missi næstum vitið.  Vegna þess að þegar hún er vakandi þarf hún athygli hverja einustu mínútu.

17.5.12

Precious

Framhandleggir Eddu eru jafnlangir og langatöngin mín.  Puttarnir hennar eru aðeins styttri, og aðeins feitari, en eldspýtur.  Við liggjum upp í rúmi, hún sofandi, ég að blogga því hvernig á ég að geta sofið eftir að vera búin að horfa á þessa bíómynd.  Precious.  Svo hrikaleg saga en falleg mynd.

Silla og Ásgeir eru hérna í heimsókn.  Við erum búin að vera að chilla með Lenu og Birgittu sem voru hér í stutta heimsókn að heilsa upp á John Mayor.  For real.  Í kvöld fóru allir í Tower partí á roof-topinu nema við Edda.. við vorum með vídjókvöld.

Í dag keypti ég fyrstu non-baby bókina mína í langan tíma.  Ég las svo frábæra grein í nyt sem varð til þess að ég smellti á kaupa bók á amazon.  Bókin heitir how to change the world.  Stundum þegar Óli kynnir mig fyrir einhverjum segir hann: Þetta er Tinna, konan mín.  Hún er að bjarga heiminum.  Það finnst mér frekar vandræðalegt því í fyrsta lagi hvað gæti ein manneskja mögulega gert til að bjarga heiminum og í öðru lagi þá er mjög margt í heiminum alveg ljómandi sem þarf ekki að bjarga.  Hinsvegar er margt í heiminum sem mætti betur fara og því mætti þá kannski breyta.  Svo ég er spennt að lesa um það hvernig er hægt að breyta heiminum.

7.5.12

Mánudagur

Við Edda fórum í yoga í dag.  Eða þannig.  Aumingja Edda var nýsofnuð þegar við komum á staðinn og vaknaði við það að ég lagði hana á teppið.  Hún var ekkert smá svekkt með að vera lögð á teppið og þurfti smá hugg.  Eftir það gat ég gert eina pósu eða tvær.  Þá þurfti Edda meira hugg.  Kom í ljós að hún þurfti nýja bleiju.  En var samt ekki sátt.  Þá fékk hún að drekka.  Síðan lagðist hún á teppið og ég gat gert eina pósu og þá var tíminn búinn.

En það má yfirfæra þessa sögu á hvað sem er.  Tinna að fá sér hádegismat.  Tinna að spliffast í tölvunni.

Núna í kvöld borðaði ég nammið hans Óla.  Kasjúhnetur með karamellumixi.  Lítil agnarögn af mixinu eða hnetunni fór í vitlausa rörið og ég er búin að vera að hósta í korter.  Óli heldur að það ætti að kenna mér að borða ekki nammið hans.

Ég eldaði linsusúpu í kvöld með kastaníjuhnetum og fennel.  Hún var einstaklega góð.

2.5.12

Allt í þessu góða

Við höfum það ljómandi gott hérna í heiminum.  Edda er smám saman að átta sig á því hvernig hann virkar.  Hún er búin að uppgötva hendurnar sínar og finnst spennandi að strjúka hlutum sem eru mikilvægir í hennar heimi eins og brjóstið mitt og skeggið hans Óla, tuskudýr og tuskubók.  Hún er orðin geggjað góð í að sjúga brjóst og fer í gegnum eitt á fimm mínútum.  Henni finnst það að borða áhugavert fyrirbæri og horfir alvarleg og einbeitt á mann stinga upp í sig bita og tyggja.  Það er eins og hún hugsi "hmm, þarna gengur kjálkinn upp og niður en ekkert hljóð kemur... hvað er hún að pæla??"  En hún er einmitt þriggja mánaða og því jafn langt og hún hefur nú þegar verið on the outside í að hún fái að borða.

Við vorum hjá barnalækninum í gær.  Honum leist vel á Eddu sem er orðin 63 og hálfur cm, en aðeins 3% jafnaldra hennar eru jafn löng eða lengri.  Hún er búin að lengjast um 10 cm á 12 vikum.  Crazy!  Og hún er 5.8 kg.  Búin að þyngjast um 50% á 10 vikum.  Frekar snar bilað.  Við vorum bara eitthvað að spjalla við doktorinn, hann var svolítið að sprella í okkur og Edda hló og skríkti þangað til allt í einu fékk hún lítinn rýting í lærið.  Hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið.  Gat það verið að þetta annars indæla fólk hafi svikið mig? Sagði svipurinn hennar í hálfa sekúndu áður en hún tjáði okkur sársauka sinn með skaðræðisópi.  Hún var nú fljót að jafna sig enda engin kveik (er þetta orð?).

Tíminn líður ekkert smá hratt.  Það er bara kominn maí.  Silla og Ásgeir ætla að kíkja á okkur núna eftir bara 2 vikur.  Við erum svaka spennt að sjá þau.  Síðan keyptum við miða til Ís.  Verður að koma í ljós hvort við komumst þar sem Edda þarf að fá fæðingavottorð, kennitölu og síðan vegabréf til að mega ferðast.  Þetta er allt í pípunum eins og maður segir hér í Am.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?