27.7.05

Ráðstefna SÚPER

Ráðstefnan var geðveik. Allt gekk eins og í sögu. Plaggatið vakti stormandi lukku. Þegar ég var búin að pakka því saman þurfti ég að hengja það upp í tvígang. Samt var það búið að hanga uppi í tvo daga og ég búin að tala við fullt af fólki. Þetta var svo mikil snilld ég hef aldrei vitað annað eins.

Þessi ráðstefna var svokölluð Chapman ráðstefna. Það eru litlar ráðstefnur um mjög afmarkað efni. Þetta er svona AGU-mini ráðstefna. Allir helstu sérfræðingarnir um agnir í sjó voru þarna, það er um 20 manna hópur sem eru aðal og síðan voru svona 40 manns sem eru minna aðal, eins og við nemendurnir, við vorum átta. Mjög heppileg stærð af hóp, maður nær að spjalla við flesta og kynnast mörgum. Ekkert smá gaman að vera búin að lesa fullt af greinum eftir einhvern og vera að nota ákveðna niðurstöðu í líkaninu sínu og geta síðan spjallað við viðkomandi í tuttugu mínútur. Og hot shot vísindamaður er svaka spenntur fyrir því sem maður er að spá.

Núna er allt búið og ég er bara að chilla í Woods Hole. Er svaka skvísa á hip kaffihúsi með hvítu nýju tölvuna mína. Flestir aðrir eru með dell og í vandræðum með að tengjast netinu. He he, ekki ég. Su Yoon vinkona mín er hérna í work-shop. Þetta Woods Hole batterí er STÓRT. Svo við ætlum að borða saman. Síðan vona ég að hún bjóði mér að gista því ég er ekki með neinn gististað. Annars verð ég að fara til Boston og finna motel. Ég hugsa að ég gæti alveg búið hérna.

23.7.05

Aðeins of bráð

Síðasta færsla var klassískt dæmi þess sem maður á aldrei að gera. Segja að eitthvað sé komið áður en það er alveg 100% örugglega komið. Jú jú, prentarinn var að prenta í gær en eingöngu með svart blek. Ég er náttúrulega með liti. Eftir heilmiklar tilfæringar og hristingar á blekgaurum ákvað ég klukkan hálf eitt að ég skyldi bara láta Kinkos sjá um að prenta þetta plaggat þó það myndi kosta mig skildinginn.

Klukkan tíumínútum fyrir sex er ég komin að Kinkos. Þegar opnað var klukkan sex sagði ég manninum hvað væri í gangi og að ég þyrfti að láta prenta fyrir mig plaggat. Kinkos er mjög sérhæft fyrirbæri sem býður viðskiptavinum uppá aðgang að tölvum og prentun. Svo mér fannst eðlilegt að leita til þeirra. Ok. Maðurinn spyr mig hvar ég sé með skjalið sem ég vilji prenta og ég segi að það sé á internetinu á þessari slóð. Hann segir: jah, við gerum ekki þannig, þú verður að rétta mér skjalið. (!!!) Ég segi, hvað meinarðu, í hvaða formi viltu fá það? Hann segir að auðveldast væri að ég sendi honum það í tölvupósti, ég geti keypt mér aðgang að einni af þessum tölvum. Klukkan er sex um morgun svo ég geri það bara. Skjalið er náttúrulega svo stórt að póstforritið hans ræður ekki við það. Ég spyr hann hvort ég megi ekki bara sækja skjalið á tölvunni hans með Netscape (hver er eiginlega með netscape í dag??) Jæja, hann segir það ekki vera venja en ok.

Síðan man hann það að prentarinn er bilaður. Það kom viðgerðarmaður í gær. Ég er eitthvað hálf hissa og segi bara "nú?" Þá segir hann "Þú heldur bara að þú getir gengið hingað inn og látið prenta fyrir þig sisvona. Án þess að vera búin að setja inn request! Það eru allskonar hlutir sem ég þarf að gera í dag, innbindingar!"

Klukkan sex að morgni. Þetta var mjög súrrealiskt. Ég skil ekkert í þessum gaur. Ég var alls ekki dónaleg eða brjáluð. Bara stelpa í vandræðum sem vildi endilega að þessi gaur myndi redda því sem hann sérhæfir sig í að redda.

En nú vil ég tilkynna það að plaggatið er prentað, í lit og svakalega flott, komið inn á borð til mín. Það þurfti bara að hrista rauða litinn svakalega mikið. Þegar allt kom til alls var það nú ágætt að þessi Kinkos stofnun var jafn góð í að prenta og Starbucks er að laga kaffi.

22.7.05

Plaggat að prentast!!!

Jei, það tókst! Plaggatið er að prentast og klukkan er ekki orðin miðnætti! Alveg ótrúlegt. Ég er nokkuð ánægð með þetta, ég hugsa ekki að forritið geri neinar villur þó svo það sé hægt að bæta það á ýmsa vegu. Að sjálfsögðu vantar ýmis ferli sem eiga sér stað í raunveruleikanum og eru jafnvel nokkuð þekkt. En það er svaka erfitt að koma öllu fyrir og tíminn var naumur.

Ég segi það aftur að ég hefði aldrei trúað því að það væri svona stressandi að vera vísindamaður. Gera plaggat og fara á ráðstefnu. Og allir eru alltaf í stressi með þessi plaggöt. Nú er ég orðin svaka spennt því þetta er fyrsta ráðstefnan sem ég fer á og ég hlakka til að sjá hvernig það er. Ég hugsa að það sé kannski svipað því að vera í heimavistarskóla. Maður fær mat í öll mál og það er búið að leggja út dagskrá fyrir mann sem byrjar fyrir átta. Það er nú bara mið nótt fyrir suma.

Annars er það í fréttum héðan frá Chicago að Valur frændi minn og Björg unnusta hans eignuðust stúlkubarn í nótt sem leit bara alls ekki út fyrir að vera nýfædd þegar hún var í raun nýfædd. Hún er með hár niður á herðar og mér sýnist hún kunna að telja.

21.7.05

Einn og hálfur dagur til stefnu

Ég hefði nú bara ekki trúað því hversu mikið mál það er að fara á ráðstefnu. Vinna vinna vinna. Proffinn minn kastaði smá sprengju á verkefnið í morgun, svona þegar ég hélt að allt væri meira og minna komið. Nei, bara gengur ekki að láta eitt gerast á ákveðinn máta. Breyta! Svo ég er búin að vera að breyta öllu í dag. Var hissa á því hversu lítið mál það var en ætli það komi ekki í ljós á morgun. Proffinn er nefnilega í Þýskalandi á versta tíma svo það er ekki stór gluggi til samskipta. Mig er farið að verkja í fingurna eftir að vera búin að vera með þá krosslagða í fleiri vikur. Ég vona bara að hann verði sáttur svo ég geti smellt þessu plaggati saman á morgun.

20.7.05

Hvað er þetta með fólk?

Það eru barasta allir sem ég þekki óléttir. Líka kallarnir. Þannig að ég eignast núna ný frændsystkin annan hvern dag liggur við. Næst á dagskrá er Valur frændi og Björg. Setti link á nýju síðuna þeirra á spássíðuna.

Mér finnst svo táknrænt þegar maður klárar blekpenna. Vegna allskonar alheimslögmála þá týnast alltaf fínu pennarnir manns en einhvern veginn á maður ótrúlega ómerkilega penna sem maður fékk á einhverjum bás í mörg ár. Núna í kvöld gerðist það síðan að penni sem ég hef átt síðan við fluttum hingað til Chicago bara kláraðist. Bingó. Engin viðvörum. Ég varð hálf klökk, penni sem er búinn að fylgja mér í áraraðir og ég hef aldrei kunnað að meta, en ekki getað týnt, bara gefur upp öndina eftir að hafa þjónað mér af svo ótrúlegri samviskusemi og óeigingirni. Hann bað aldrei um neitt í staðin.

Annars hefur ýmislegt gerst með CUPS. Email hafa verið send og fólk hvaðan að hefur komið með ábendingar og ljáð tíma sinn og vinnu til að projectið megi blómstra. Justin benti mér til dæmis á að ég skyldi færa frauðplastbollana svo fólk þyrfti að ganga nokkur skref frá kaffivélinni til að ná í þá. Þegar ég var að útfæra þá hugmynd stakk Alexis upp á því að þeir skyldu ekki bara færðir heldur faldir. Og Young Jin stakk þá upp á að setja þá í ískápinn. Það var náttúrulega besti felustaðurinn. Það var nokkru seinna en þessar hugmyndir voru útfærðar að grunlausir tölfræðinemar fengu allir tölvupóst. Formaður 'Environmental wackhos' ákvað á þeirri stundu að draga sig aðeins til hlés en fylgjast með úr fjarlægð. Stundum gerist það að allir bollarnir séu á vaskinum, stundum eru þeir uppi á kaffivélinni. Sérstaklega var beðið um að þeir skyldu ekki settir upp á vélina (í tölvupóstinum) en það er eins og þeir eigi sér sjálfstæðan vilja og skoppa um í kaffistofunni.

17.7.05

Jæja

Já ég er svona um það bil að fara yfirum á þessu verkefni. Einn daginn er allt í þessu góða, þann næsta er allt í rugli. Aumingja Óli skilur ekkert hvað er eiginlega á seyði. Líkanið er svotil komið, nú þarf bara að fá niðurstöður. Maður myndi halda að það væri ekkert mál. Bara prenta út einhverjar myndir. En maður þarf að vera með það á hreinu af hverju maður maður ákveður að nota þessa fasta og þessa ákveðnu stærð og bla bla bla...

Við Óli fórum í smá göngu um HP í morgun. Ég var að skila mynd of seint og við kíktum því í Binna-búð því hún er beint á móti vídeóleigunni. Þar vinnur mikill vínáhugamaður og heimsóknin sú endaði eftir hálftíma spjall um Pino og Santa Barbara vín með því að við keyptum eitt Rósa vín Óla ekki til mikillar hamingju en í þessum hita þá er bara ekki annað hægt, þeas það er engan veginn hægt að drekka rautt, og "the rósey" var alveg ljómandi í þessum hita og þurrki sem nú herjar hér á okkur. Maðurinn sagði að við yrðum svo kát með þetta vín að við myndum finna okkur knúin til að deila því með honum og bera honum þakkir fyrir ábendinguna að hann lét okkur fá nafnspjaldið sitt til að geta svalað þeirri þörf. Það hefur hinsvegar ekki komið til þess.

Óli er hrikalega lunkinn við að finna góða díla svo nú erum við með HBO í nokkurn tíma. Það eru engar auglýsingar á HBO. Bara allskonar þættir. Klukkan er orðin svaka margt.

14.7.05

Forrit í góðum málum

Ég held ég hafi aldrei verið í jafn miklu stressi og tímahraki og núna. Þetta gengur í öfgar. Ráðstefnan er eftir 10 daga, forritið varð hugsanlega til í gær, nokkurnveginn. En maður veit aldrei, það eru alltaf einhver kvikindi að laumast sem maður ekki getur séð. En allavegana getum við farið að gera spekulasjónir og athugað hverskonar niðurstöður við fáum. Síðan þarf ég að gera þetta plaggat og fara á ráðstefnuna. En síðan. Ég hélt að ég fengi frí. En það lítur ekki út fyrir það. Núna var proffinn að tala um það við mig að þyrfti að gera það upp við mig hvaða blað ég hefði áhuga á að senda greinina inn til. Greinina. Jæja. Úff.

12.7.05

Project - Cups

Ýmislegt markvert hefur gerst varðandi áðurlýstri tilraun. Það fyrsta sem ég hef komist að er að fólk virðist hikandi við að taka bolla. Ég hef séð þó nokkra góðkunningja tölfræðideildarinnar með frauðplast bolla þó svo að nóg er til af þeim keramísku. Það er vel þekkt að fólk er hrætt við nýjungar, og sé ég skýr merki þess hér.

Síðan er eitt vandamál varðandi kaffi herbergið sem ég hafði ekki hugsað fyrir. Það er ekki pláss fyrir þessa bolla. Þeir taka svolítið pláss þar sem ekki er auðvelt að stafla þeim og það er bara ekki svo mikið borð pláss þarna. Ég hafði upphaflega sett þá ofan á kaffivélina. Hún er nokkuð stór og ber þá auðveldlega. Málið er að svo virðist sem konur þær er fylla baunir og vatn á vélina finnst óþægilegt að hafa bollana ofaná.

Ég ákvað því að taka þurrmjólkina og sykurinn af pínu-ponsu-litla borðinu til að gera pláss fyrir keramik bollana. Þeir standa nú við hlið frauðplast bollanna. Spennandi verður að sjá hvernig þetta fyrirkomulag eigi eftir að virka. Nánar um það á morgun eða hinn.

11.7.05

Eldur og brennisteinn

Hrikalegt stress sem fylgir því að vinna verkefni í hóp. Æ æ æ. Forritið er að taka á sig einhverja mynd. Það er gott, en það eru enn nokkrir lausir endar sem ég þarf að spá í. Mig dreymdi í nótt að agnir féllu niður á hafsbotninn. Þær bara féllu og féllu, eins endalaus lykkja, ekkert annað gerðist, en síðan rofnaði lykkjan þegar Óli skreið í rúmið og fór að lesa.

Það er samt annað sem er að angra mig þessa dagana og það er fíkniefni. Mér sýnist eins og það sé næstum því faraldur hérna í bandaríkjunum með fíkniefnið methamphetamine. Það er í fréttunum annan hvern dag eitthvað um þetta dóp og allt sem því tengist er svo ógeðslegt að það nær engri átt. Núna í dag var á forsíðunni frétt um það að barna-athverfi eru yfir full af börnum sem eiga foreldra í neyslu þessa efnis. A Drug Scourge Creates Its Own Form of Orphan. Ég er alveg miður mín.

9.7.05

Project - Cups: Tíðindi

Einn bolli er horfinn! Reyndar þrír en við Óli erum með sinnhvorn svo það er ekki alveg að marka. Ég er spennt að vita núna hvort þessi bolli eigi eftir að skila sér. Annað sem komið hefur í ljós er að frakki nokkur sem er mastersnemi við tölfræðideildina fékk sér kaffi um miðjan daginn í dag og notaði hann ekki einn af nýju keramik bollunum heldur frauðplasts bolla. Þannig að segja má að staðan sé 1:1.

Project - Cups

Tölfræði deildin hér við Chicago háskóla er með ágæta kaffi vél og gott úrval af tei. Deildin býður einnig upp á bolla sem nota má til að drekka kaffið eða teið úr. Þessir bollar eru úr frauðplasti. Hinu brjáluða umhverfisáhyggjuliði (vantar betri þýðingu á upphaflega heitinu ENVIRONMENTAL WHACOS) fannst það yfirmáta óhugnarleg tilhugsun og ákvað að gera eitthvað í málinu. Úr varð að fjárfest var í sex bodum bollum, bæði nútímalegum og notadrjúgum þar sem þeir duga bæði fyrir te og kaffi (stærðin er þannig). Bollunum var afhent í skjóli næturs en látið fylgja bréf um aðdraganda þess að huggulegir keramik bollar finnast nú í kaffiaðstöðu tölfræðideildarinnar. Forsprakki hreyfingarinnar bíður nú spenntur eftir viðbrögðum. Tilgátan er sú að fólk taki við sér og komi með sína eigin bolla og hafi tiltæka í kaffi aðstöðunni. Niðurstöður verða birtar í næsta mánuði.

8.7.05

Tvöhundraðasta færslan!

Borte bra men hjemme best. Þetta er norskur málsháttur sem ég hef lært að meta betur og betur með árunum. Jafnframt er þetta fyrsti málshátturinn sem ég lærði, og var ég alls ekki sammála honum lengi til. Þótt Kalifornía rúli og við Óli skemmtum okkur þar stórvel, ekki síst síðasta daginn þegar við fórum á línuskauta á Venice beach og sáum meðal annars stælta kroppa í úti-lyftingasalnum, þá var mjög notalegt að koma heim og ég var alveg dauðfegin því að geta haldið áfram að vinna.

5.7.05

Vínsmökkun og brimbrettasprell

Ferðalag okkar á strandir Kaliforníu hefur verið alveg geggjað. Við erum búin að kynnast Mið-strandar (central coast) vínum mjög vel. Skemmtilegust eru Pino-vínin en Syrah getur líka verið gott. Það er æðislega gaman að heimsækja víunekrur, skemmtilegast er þó að fara á lítil fjölskyldu setur.

Það er margt hægt að skoða og gera hér annað en að smakka. Margir bæir komu okkur á óvart. Eins og San Luis Obispo. Það er svaka hip staður og kúl. Við fórum á Big Sky Cafe sem er einmitt brilliant kúl veitingastaður.

Við erum ennþá í LA, erum að fara að fljúga heim á eftir, en ætlum að reyna að tékka á einhverju hérna fyrst svo ég þarf víst að drífa mig í sturtu...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?