24.1.11

Afmælisferð til DC

Við Óli fórum um helgina í ferð til Washington í DC sem er náttúrulega höfuðborg Bandaríkjanna. Það var súper góð upplifun. Þrátt fyrir hörkufrost skoðuðum við heilmargt. Við byrjuðum á því að fara í the Capitol sem er þinghúsið þar sem undirdeildin (House - fjöldi þingmanna fer eftir höfðatölu) og yfirdeildin (senate - 2 þingmenn fyrir hvert fylki) koma saman að þinga. Það er einkar glæsileg bygging. Byggð að mestu leyti af þrælum í lok 19. aldar. Hér er mynd af mér á tröppum hæstaréttar hússins með the capitol í bakgrunni.

Því næst skoðuðum við þjóðarbókhlöðuna. Við fórum á eastern market í hádegismat sem er alveg frábær markaður og síðan skoðuðum við skjölin upphaflegu. Stjórnarskrána og plögg sem henni fylgja. Þá gátum við loksins labbað að hvíta húsinu. Náðum því miður ekki að heilsa upp á Barack og Michelle. Ætli þau hafi ekki verið að sinna einhverju mjög mikilvægu. Létum nægja að taka mynd af okkur.

Þá vorum við orðin dauðuppgefin og okkur orðið fáránlega kalt. Ég var bara í jakka en ekki gærukápu eins og hefði verið málið í 10 stiga frosti. Á afmælisdeginum hans Óla fengum við heitt súkkulaði í morgunmat hjá mjög indælum mönnum, kíktum í National Geographic Society og í flug og geimfara safnið. Dagurinn endaði síðan með ömmu Rúnu köku í stofunni heima. En það er varla hægt að hugsa sér betri endi á degi.

12.1.11

Vinnan göfgar manninn

Hérmeð, í óákveðinn tíma að minnsta kosti, mun ég byrja bloggið á góðu og gildu máltæki eða málshætti.

Ég fékk alveg hnút í magan þegar ég fór að gera to-do lista. Hann var geðveikt langur og aðallega með IMPORTANT og NOT URGENT. Það er að sjálfsögðu mikilvægasti ferningurinn. Svolítið yfirþyrmandi að hafa allt í þeim ferningi. Það jákvæða er að þá er maður greinilega búinn að koma sér vel fyrir með allskonar mikilvæg langtíma markmið og verkefni. Ekkert er því til fyrirstöðu að maður fari að vinna í þessum mikilvægu verkefnum. Á hinn bóginn hefur maður enga afsökun fyrir að koma sér ekki að verki.

Núna, tvem dögum seinna, er ég búin að strika yfir 5 hluti auk þess að hafa unnið í nokkrum verkefnum sem gleymdist að skrifa á listann. Aðal verkefnin núna eru að skrifa yfirlitisgrein með David. Það er frekar ógnvekjandi verkefni. Plús það sem fylgir því er að lesa 30 greinar, amk. Annað er að klára rannsóknir fyrir nature grein. Þriðja er að skrifa nature grein. Skrifa abstract fyrir ráðstefnu með GEOTRACES sem er alþjóðlegt samstarfsverkefni um snefilefni í sjó. Þetta er svona það helsta. Og að elda góðan mat fyrir okkur Óla.

En, eins og máltækið segir: Vinnan göfgar manninn. Best að láta hendur standa fram úr ermum. Láta ekki deigan síga. Njóta þess að vera til.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?