4.5.04

Gangi öllum vel í prófunum!

Loksins fattaði ég hvers vegna enginn sendir mér póst þessa dagana. Það eru allir í prófum. Þetta vor er það fyrsta sem ég man eftir þar sem ég er ekki í prófum. Nokkuð ljúft en hálf einmannalegt þegar allir aðrir eru í prófum, liggur við að manni finnist maður útundan.

Núna á eftir er ég annars að fara á spennadi fyrirlestur. David, atvinnuskaparinn minn, er að fara að tala um rúmlega 100 ára gamla vísindagrein úr "The London, Dublin and Edinborough Journal of Philosophy and Science" um gróðurhúsaáhrifin. Vísindamaðurinn Arhenius var fyrstur (eða það halda menn) til að rannsaka vatnsgufu og koldíoxíð sem gróðurhúsagös. Það er svolítið fyndið að lesa þessa grein. Hann talar um ljósa geisla og dökka. Ljósir eru stuttbylgjuljós (frá sólinni) og dökkir eru langbylgjuljós (hitageislun frá jörðu). Ég er allavegana spennt fyrir þessu.

Á þriðjudögum eru fyrirlestrar um veðurfarsbreytingu. Upphaflega var talað um snögga veðurfarsbreytingu (abrupt climate change - eins og í "day after tomorrow"). Ég veit ekki alveg hversvegna menn fóru af sporinu, kannski vegna þess að efnið er einum of niðurdrepandi. Þegar maður fer að velta sér uppúr ástandinu í heimnum í dag kemst maður að því að það er allt að fara til fjandans. Fólksfjölgun er fáránlega mikil. Matur er af skornum skammti. Gróðurlendi fer minnkandi með ári hverju. Vatn og vatnsgæði fara minnkandi. Fiskum fer fækkandi í sjó og vötnum. Mengun eykst. Hitastig hækkar. Jöklar bráðna. Stormar verða skaðlegri. Þetta tekur engan endi. Eða hvað? (ha ha - eins og sannur ameríkani)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?