18.5.04
Önnur hugmynd
Ég fékk geðveikt góða hugmynd aftur í dag, í leikfimi, en þá var ég náttúrulega hvorki með penna né blað og núna er ég búin að gleyma því hver hún var... Ohh. Ég man bara eftir að hugsa "vá! geðveikt góð hugmynd". Jæja, hún kemur kannski aftur.
Frá Chicago er bara allt gott að frétta. Veðrið svona í bylgjum, kalt - heitt - kalt - heitt. Þónokkuð um anti-war áróður. Á leiðinni í leikfimina þrýsti maður dagblaði að mér og hélt ræðu svo hratt að ég náði engan vegin því sem hann sagði, eitthvað um verra og verra ástand í Írak með degi hverjum.
Talandi um óskiljanlegar ræður þá stoppaði okkur Óla maður á hækjum sem var greinilega lamaður að hluta til um helgina. Sagðist hafa búið í Flórída, nýgiftur í fínu jobbi, verið að hjóla á leið í vinnu þar sem bíll keyrði á hann og hann kastast með höfuðið á gangstéttarbrún. Hann sýndi okkur skurðinn, eða örið eftir hann, og sagðist hafa misst allt sem hann átti, konuna, húsið, vinnuna, heilsuna og verið í gifsi frá tám upp að hálsi í marga mánuði en nú ynni hann á bókasafninu í Evanston og hann vildi bara biðja okkur um eitt, og það var að nota hjálm þegar við færum að hjóla og að BELL væru bestir. Nú vil ég koma boðskapnum á framfæri, í viku hjólsins, allir að nota hjálm. Sunna líka.
Frá Chicago er bara allt gott að frétta. Veðrið svona í bylgjum, kalt - heitt - kalt - heitt. Þónokkuð um anti-war áróður. Á leiðinni í leikfimina þrýsti maður dagblaði að mér og hélt ræðu svo hratt að ég náði engan vegin því sem hann sagði, eitthvað um verra og verra ástand í Írak með degi hverjum.
Talandi um óskiljanlegar ræður þá stoppaði okkur Óla maður á hækjum sem var greinilega lamaður að hluta til um helgina. Sagðist hafa búið í Flórída, nýgiftur í fínu jobbi, verið að hjóla á leið í vinnu þar sem bíll keyrði á hann og hann kastast með höfuðið á gangstéttarbrún. Hann sýndi okkur skurðinn, eða örið eftir hann, og sagðist hafa misst allt sem hann átti, konuna, húsið, vinnuna, heilsuna og verið í gifsi frá tám upp að hálsi í marga mánuði en nú ynni hann á bókasafninu í Evanston og hann vildi bara biðja okkur um eitt, og það var að nota hjálm þegar við færum að hjóla og að BELL væru bestir. Nú vil ég koma boðskapnum á framfæri, í viku hjólsins, allir að nota hjálm. Sunna líka.