11.5.04

Já já! Allir að taka þátt!

Nú bý ég í mekka einkabílsins og er því að upplifa það hverskonar veröld hann leiðir af sér. Sú veröld er ekki falleg, ekki góð og ekki til eftirbreytni. Það sem þessi heimur þarfnast eru fleiri hjólastígar, betri almenningssamgöngur og breytt viðhorf hjá stjórnmálamönnum og öllu mannkyni. Mengun af völdum bíla er vandamál sem við verðum að takast á við núna og það getur t.d. byrjað þannig að við skrifum öll undir þennan lista: http://www.tj44.net/hringbraut/undirskrift/index.php

Við verðum að láta þá sem stjórna okkar landi vita hvað okkur finnst um bílaumferð og 6 AKREINA SKRÍMSLI. Ég er alveg fjúríos yfir þessari þróun í Reykjavík. Og meðan ég er á borgarskipulagsnótum, þá ég er bara alveg dauðslifandi fegin því að R-listinn er að fækka einbýlislóðum. Einbýlishús í útjarðri borgarinnar er það versta sem við getum gert Reykjavík. Þá er fólk enn háðara einkabílnum sínum og ef það vantar þjónustu eða vörur, þá verður það að keyra langar leiðir til að afla sér þeirra. Það sem Sjálfstæðisflokknum finnst vera "illa skipulagt" finnst mér vera til fyrirmyndar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?