28.9.09

Chicago Chicago

Þessi september mánuður hefur ekki verið lítið snar. Ég er búin að vera eins og þeytispjald um heiminn. Leyf mér að rifja upp borgirnar:

Chicago - London - Broeckenhurst - Prag - Plzen - Bayeruth - Bamberg - Bernkastel - Frankfurt - Reykjavik - New York - Chicago

Ráðstefnan á sveitasetrinu í Broeckenhurst var alveg frábær. Ég náði að mingla með fullt af vísindamönnum, halda fyrirlestur og læra fullt um fagið mitt. Fékk nokkrar hugmyndir og leiðréttingar á því sem ég er að gera. Síðan hitti ég Óla minn og hans æsku félaga í Prag. Eftir nokkra daga héldum við til Þýskalands í Mosel-vínsmökkun og síðan heim. Nema Óli fór til New York og ég til Íslands ó hve það var yndislegt.

New York á heimleiðinni var að vonum súper en nú er ég komin aftur til Chicago og það er alveg stórgott. Yndislegt að hitta grúppuna sína aftur og vinnufélagana. Og ég fékk óvænt boð um að vera gestafyrirlesari. Á að vera með 2-3 fyrirlestra um export, sem er sérsviðið mitt. Carbon export out of the euphotic zone. Gaman gaman.

Ég er flutt inn til Liz. Það eru tveir kettlingar á heimilinu sem voru eitthvað að hnoðast á mér í alla nótt. Verð að reyna að finna útúr því.

25.9.09

Íbúð óskast í New York

Nei, bíddu við. Komin með íbúð! Svaka flotta, risa svefniherbergi, sæt eldhúsinnrétting, fín stofa, allt upprunalegt, gólf og dót. Og, svaka gott verð, sem við prúttuðum niður um hundrað og fimmtíu dollara. Sem er fullt. Ég er ekkert smá ánægð með mig og þetta ástand, að vera með þak yfir höfuðið.

Ég fann það á mér að þessi íbúð yrði góð. Ég eyddi öllum gærdeginum og deginum þar á undan að leita og lenti í ýmsu misjöfnu. Snarbrjáluðum bróker og öðrum sem urraði blótsyrði inn á símsvarann hjá mér (hafði ekki lent í því áður - fékk smá áfall). Síðan hringdi þessi gæji og ég sagði honum að ég væri að leita að pre-war, í lower east side og vildi borga $1600. Hann lýsti fyrir mér einni íbúð og ég vissi að það myndi vera íbúðin. Og það var rétt.

20.9.09

Sveitasæla

Svo ótrúlega heppin var ég að komast upp í sveit með móður minni um helgina. Við grófum tveggja metra langan skurð sem við fylltum af skít. Vorum svo heppin að Orri hafði nokkrum vikum áður keyrt heilt kerruhlass frá Brúsholti og var góður bingur á stæðinu okkar. Ég gat líka tínt heilmargar frostsprungnar hellur í flögum fyrir utan girðinguna og haldið áfram með eylífðar hellulagningaverkefnið mitt. Við matreiddum banvænan kokteil ofan í mýsnar og vonumst til að þær gæði sér á honum. Síðast og ekki síst nutum við útsýnisins út um borðstofugluggann í tíma og ótíma. Toppurinn á tilverunni.

Núna er hugmyndin að frílysta sig aðeins og kíkja á Kjarvalstaði á sýningu þeirra Ameríkukvenna Lovísu og Nínu. Ég er að fara að sporta mig með móður og tengdamóður. Þessi ljómandi góðu orð lærði ég í morgun. Visa-umsóknin mín var samþykkt og fæ ég það í hendurnar á morgun og fer síðan beina leið til New York og þaðan til Chicago nokkrum dögum síðar. Þetta var stutt, aðeins óvænt og innhverf heimsókn. Kíkti bara til ömmu og afa x 2 og upp í sveit, bjó til kæfu með mömmu og á einn menningarviðburð. That´s it. Jú, reyndar, dedúaði heilmikið við þessa blessuðu vegbréfsáritun.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?