27.8.13

Íbúðarleit

Við erum að leita að nýrri íbúð í New York.  Fundum eina góða.  Eina vandamálið er að það eru kvikindi því hún er á jarðhæð.  Oj.  Ég er ekki hrifin af þessum New York pöddum, þær eru mjög ljótar.  Það góða er að það er garður, stórt eldhús, stórt svefniherbergi og annað til.  Síðan er hún í hjarta borgarinnar og ljómandi sjarmerandi.

Hlutirnir gerast svo hratt í þessari borg.  Við Óli erum ekki fyrr búin að ræða málin með þessa garð-íbúð en kona hringir í mig sem er að leita að fólki til að taka yfir leigusamninginn sinn.  Og það er ekkert smá hugguleg íbúð.  Enginn garður reyndar en risa eldhús með vél, tvö rúmgóð svefniherbergi, risa stofa og tvö baðherbergi.  Er að fara að skoða hana á eftir þegar Edda vaknar.  Get ekki beðið.  Það líta ekki út fyrir að vera neinar pöddur í þessari íbúð og hurðir á öllum svefniherbergjum sem var ekki á hinni.  Plús við spörum um það bil milljón á að þurfa ekki að borga neinum gæja fyrir að sýna okkur íbúðina.  Jei.  Vonandi er þetta bara ekki of gott til að vera satt.

Silla kom til landsins um helgina og dreif sig strax í sólina í FL.  Við ætlum að kíkja líka og heilsa upp á liðið.  Förum um helgina.  Það verður skemmtilegt.  Erum að pæla í að fara á ströndina í St. Pete.  Svo yndælt að vera í St. Pete.

Best að ég reyni að klára viðaukann.  Þá fer þetta að verða komið.  Loksins.  Vonandi.

22.8.13

Góðan daginn!

Jæja.  Hvað gerðist?  Ætli ég hafi ekki kveikt á facebookinu og sogast inn í þann undraheim.  Kannski kemst ég aftur í blogg gírinn.  Það væri nú gaman.

Við fjölskyldan áttum ljómandi gott sumar heima á Íslandi.  Það endaði reyndar í allsherjar veikindum og gátum þar af leiðandi ekki gert allt sem við ætluðum að gera síðustu vikurnar en öllum batnaði rétt fyrir brottför sem var svo sem gott.

Núna erum við búin að vera í NY í mánuð.  Mamma kom samferða okkur Eddu út og var hjá okkur í tvær vikur.  Það var yndislegt.  Við fórum í afmælisstrandferð til New Haven (sjá mynd á face) og gerðum allskonar skemmtilegt.  Við Óli lékum líka lausum hala og amma passaði barnið á kvöldin.  Fórum á rapp tónleika.

Edda er byrjuð aftur í leikskólanum.  Hún er agalega lukkuleg með það.  Ég er ekki síður í skýjunum.  Þessa dagana er ég að leita að íbúð.  Tveggja svefnherbergja.  Og stóra.  Með uppþvottavél.  Helst þvottavél og ef það væri garður þá er þetta done deal.  Skoðaði eina 90 fermetra í gær.  Að sögn leigusalans.  Hún var kannski 60, sennilega nær 50.  Málið er að hér í USA talar fólk um fet og ferfet en það skilur enginn hvað 600 ferfet er mikið.  Fólk veit bara að 300 er mjög lítið, 600 er svona venjulegt og 1000 er svaka stórt.  Síðan sér það íbúð og hugsar, vá, þessi íbúð er björt og rúmgóð.  Hún er örugglega 1000 ferfet.  Og þá er hún það.

Silla kemur í heimsókn til okkar á laugardaginn.  Við erum að pæla að skreppa aðeins til Flórída.  Gaman gaman.  Jæja, læt þetta gott heita í bili.  Þarf að nota tímann meðan barnið sefur að gera eitthvað gáfulegt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?