27.2.13

Svinafita

Nýjasta uppáhaldið mitt.  Nú vil ég ekki elda máltíð án þess að það sé svínafita með í spilinu.  Í kvöld var það guanciale sem er tvímælalaust besta svínafita sem til er.  Kinnar.  Gerist ekki meira djúsí.  I gær var það leaf lard sem þýðir bara svína fita í böku-botninum.  En hér í Bandaríkjunum er pie (t.d. apple pie)  með svínafitu í stað smjörs í botninum.  Ég set smjör og svina til helminga.  Ef maður setur bara svína þá verður botninn einum of brotkenndur.  Við vorum með spínat quiche.  Alveg frábært.  Frábært að vera heimavinnandi húsmóðir.

Í smá andstöðu við þetta nýja uppáhald hjá mér er Miðjarðahafs mataræði.  Það er mikill æsingur sambandi við það hér í landi og mér líst frekar vel á það.  Í kvöld vorum við Óli með fyrsta í Miðjarðahafs mataræði.  Heilhveiti pasta með sætum kartöflum og rósmarín.  Annars vegar voru ansjósur, rauðlaukur og kirsuberjatómatar með og hinsvegar guanciale.  Guanciale kláraðist.  Það er ómótstæðilegt.  Og ekki mjög Miðjarðahafst.  En ég hugsa að ég sé núna byrjuð að borða ansjósur.  Eg hef alltaf forðast þær en eftir kvöldið í kvöld hugsa ég að það geri ég ekki.  Ansjósur eru alveg sérstakar á bragðið og gefa alveg sérstakan keim, því maður notar ekki mjög margar.

Það sem er mikilvægt i Miðjarðahafs mataræði eru ólívurnar fyrst og fremst.  Heilar og pressaðar.  Í kvöld vorum við með salat með ólívum, ólívuolíu, feta osti og rauðlauk.  Mjög Miðjarðahafst.  Og geðveikt gott.  Mæli með.  Sætu voru ofnbakaðar í góðum slurk af ólívuolíu, salti og pipar.  Síðan er mikilvægt að hafa sardínur, ansjosur eða túnfisk (við munum aldrei hafa túnfisk) einu sinni í viku.  Grænmeti, ávexti (þrír á dag), fitusnauður ostur (t.d. feta) , rauðvín (allavegana 7 glös á viku) og súkkulaði (ekki málið).

19.2.13

This is fucking awesome

Það gerðist loksins.  Pláneturnar og stjörnurnar röðuðust upp alveg rétt og ég gat skilað greininni.  Vonandi í síðasta skiptið.  Vegna þess að núna er hún frábær.  Þegar ég skilaði henni inn í sumar var ég alveg í rusli því hún var ekki nógu góð.  Núna hinsvegar er sagan önnur.  Ég fattaði að ég væri að gera ein mistök og síðan lagaði ég annað, breytti aðeins og bætti.  David hreinskrifaði allt heila klabbið.  Ég trúi ekki öðru en að hún renni í gegn núna.

Edda er búin að vera lasin í mánuð.  Ég er orðin frekar þreytt á því.  Setti hana á leikskólann þrátt fyrir nefrennsli og hósta.  Það er allt á öðrum endanum hérna heima hjá okkur.  Ætlaði að taka svolítið til en síðan sit ég bara hérna að drekka kaffi og hlusta á nýjasta smellinn.

8.2.13

Ég deili

Þess vegna er ég.  Þetta er það nýjasta skilst mér á Sherry Turkle.  Ég er alveg hrifin af tækni.  Næst á eftir dóttur minni er ég hrifnust af tölvunni minni.  En ég er voða svag fyrir svona social-media bashing.

Það sem er helst að frétta af okkur er að Edda er að verða eins árs.  Á morgun.  Þetta er alveg ný upplifun fyrir mig að eiga barn sem á afmæli.  Það er ekkert smá skemmtilegt.  Við fórum saman í leikfangaverslunina áðan að kaupa afmælisgjöf alveg á síðustu stundu því mér fannst ekki hægt að barnið fengi ekki innpakkað dót í afmælisgjöf.

Hérna í New York er blizzard.  Hreingerningadaman komst ekki til mín í dag vegna veðurs.  Þetta er svona alvarlegt.  Ég las í blaðinu að það ætti að fenna hátt í meters lagi en enn sem komið er eru þetta kannski 5 sentimetrar.  Vonandi komast gestirnir í afmælisveisluna hennar Eddu.  Óli er að undirbúa beef Wellington.  Lundin er núna að eldast inni í ísskáp.  Þetta er agalega spennandi.

Já já.  Við Edda erum búnar að vera kvefaðar síðan hún byrjaði í leikskólanum.  Þessa vikuna var hún svo slöpp að hún fór ekkert.  Hún er voða lukkuleg með Amiguitos.  Hann heitir það, leikskólinn.  Fóstrurnar eru frá Ecuador og tala bara spænsku.  Þær segja Hola Edda og Chiao Edda.  Hasta manana Edda.  Þetta er það eina sem ég skil.

Ég er að reyna að skila greininni minni í hundraðasta skipti.  Loksins tók ég athugasemdirnar nógu alvarlega og er að breyta svolítið mikið.  Í nokkrar vikur var það til hins betra en undanfarið hefur ekki gengið nógu vel að láta allt ganga upp.  Vonandi fer þetta að smella saman því ég fékk frest sem er útrunninn og myndi vilja skila fyrir afmælisveisluna.  Hú ha.  Reyni að smella mynd af afmælisbarninu á morgun og setja inn.  Hún hefur stækkað svo mikið undanfarið, er nær óþekkjanleg.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?