21.6.04

Útilega

Hæ hó! Þá erum við komin heim frá Kentucky. Það var alveg dýrlegt þar. Svo fallegt og æðislegt klifur. Við tjölduðum á svaka skemmtilegu tjaldstæði, það heitir Miguels og er aðeins fyrir klifrara. Svaka góð stemmning þar, allir í góðum fíling að njóta lífsins. Á föstudaginn klifruðum við eins og við ættum lífið að leysa. Fórum á stað þar sem tiltölulega auðveldar brautir var að finna og klifruðum alveg fullt. Eina svaka erfiða, 10b, við vorum í mestu vandræðum með að koma upp reipi, en Elliot tókst það loksins þegar við vorum að hugleiða hvernig við gætum farið að því að tapa ekki klemmum. Síðan púluðum við geðveikt við að klifra þessa braut og það var bara alveg geðveikt. Ekkert smá gaman.

Á laugardagsmorgun rigndi eld og brennisteini. Við sáum fram á að geta ekki klifrað því það er ekki óhætt að klifra á blautum sandsteini. Hinsvegar eru einhverjir klettar sem snúa þannig að þeir blotna yfirleitt ekki þó rigni. En þá fara líka allir þangað þegar það rignir. Svo Sandy, David og ég ákváðum að við myndum ekki klifra þann daginn, bara taka því rólega og vera hressari fyrir sunnudaginn, við vorum hálf þreytt eitthvað eftir púlið daginn áður. Svo við eyddum deginum bara með því að fara í sund og göngutúr að náttúrulegti steinbrú. Mjög notalegt.

Í gær fórum við að svaka skemmtilegum stað með fullt af sprungum og klifruðum alveg fullt líka, samt ekki fram á kvöld því við þurftum að leggja af stað heim á leið, 7 tíma akstur...

Þetta var semsagt alveg súper ferð. Að komast í smá náttúru er alveg ómetanlegt, sérstaklega þegar maður býr í svona stórri borg og sér aldrei neitt nema hús og bíla.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?