29.6.04

Allt mugligt dagur

Jæja, þá er stóra stundin runnin upp. Við flytjum í íbúð með SVÖLUM. Í morgun vökknuðum við fyrir allar aldir, eða á slaginu átta, þar sem það er ýmislegt sem við eigum eftir ógert. Eitt af því er að athuga hvort við fáum í raun og veru þessa íbúð. Það stendur á því hvort við eigum góða/nokkra yfirleitt "kredit-report"... Við krossum fingur í því samhengi. Síðan þurfum við að sækja trukkinn, fá Elliot og Chae Young til að hjálpa okkur að flytja svaka mikið dót. Ég held að dótið okkar hafi aukist um svona 7000% prósent á þessum tvem árum sem við erum búin að búa hér. Alveg ótrúlegt. Og ég er svo dugleg að raða öllu skipulega í hillur að allir kassarnir komast vart fyrir í íbúðinni núna. Jæja, síðan erum við að fara að keyra til Kanada eftir flutninginn. Í átt að Montreal. En ekki alla leið, bara að Niagra Falls. Sem er samt alveg nógu langt. Þannig að ég ætti kannski að hætta þessu röfli og fara að vinna í "okkar málum", eins og Lalli segir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?