28.6.04

VIÐ ERUM KOMIN MEÐ ÍBÚÐ!!!!!!!!

Loksins loksins fundum við æðislega æðislega íbúð íbúð. Nú er bara að vona að við séum með gott credit-record og getum flutt inn í fyrramálið... Þessi íbúð er svaka flott, eitt svefniherbergi, stofa, borðsstofa og svaka sætt eldhús með búri. Það er upphaflegt gólfefni sem er hlynviður(!) og síðan eru svaaaalir. Húsið er líka mjög huggulegt og garðurinn og allt bara æðislegt.

Ég fór í gær á brúðkaupsafmælinu að klifra. Tók "lead"-prófið, það er nokkuð sem ég er búin að vera á leiðinni að gera í marga mánuði. Til að ná þessu prófi þarf maður að láta sig falla svona 7 metra. Það er mest ógnvekjandi. Það er ekkert smá erfitt að sleppa, vitandi að maður eigi eftir að falla svona langt og skella á vegginn. Ég náttúrulega, eins og flestir, meiddi mig svolítið. Er núna illt í bakinu sem hefur aldrei áður komið fyrir mig en er sérstaklega óheppilegur tími til þess þar sem við erum að fara að flytja 300 kassa á morgun. Jæja, best að halda áfram að pakka...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?