2.6.04

Lífsgæðakapphlaup

Ég var að lesa í gær um það að samtök eru að rísa nú til dags sem spá í hvernig við getum bætt heilsu okkar og líðan með því að vinna minna, borða betur og lifa félagslyndara lífi. Rannsóknir hafa sýnt að heilsa manna sé betri ef þeir búa við félagslegt öryggi, hitta vini og fjölskyldu oft, þekkja nágranna sína og svo fram eftir götum. Eitthvað sem vill oft gleymast í nútímasamfélagi þar sem allt gengur út á að græða sem mesta peninga til að geta keypt sér hluti til að auka lífsgæðin.

Ýmsar rannsóknastofnanir hafa líka sýnt fram á að hamingja og peningar fara ekki endilega hönd í hönd. Ekki ef árstekjur eru meiri en um milljón krónur. Upp að þeirri upphæð eykst hamingja manna með auknum tekjum því það er nú bara lágmark til að geta lifað mannsæmandi lífi, en þegar fólk hefur náð þessum lágmarkstekjum, þá hefur það engin áhrif á hamingju þeirra að hafa meiri tekjur. Hér er ein grein um þetta. Og hér er önnur.

Það sem hefur meiri áhrif á hversu hamingjusamt fólk eru að hitta vini og fjölskyldu, vera hamingjusamlega giftur og við góða heilsu.

Mér finnst mjög áhugavert að komast að þessu þar sem ég hef velt þessu fyrir mér um áraraðir. Lífsgæða kapphlaupið sem svo margir eru í nær engri átt oft á tíðum. Eins og með bandaríkjamenn, þeir taka sér 2 vikur í sumarfrí. Ef þá það. Til hvers að vinna ef maður nýtur ekki lífsins. Og ekki segja að það sé svo gaman í vinnunni.

Tryggingarkonan okkar, hún Willa, hún er mætt kl 8 í vinnuna, eftir klukkutíma akstur. Hún fer heim kl. 7. Keyrir í annan klukkutíma til að komast heim. Og hún vinnur líka á laugardögum. Og ég VEIT að það er hvorki hugsjón né áhugi á tryggingum sem heldur henni í vinnunni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?