4.6.04

Meira um lífsins gæði

Í fyrradag ákvað ég að fylgja eftir reglu þeirri sem ég skrifaði um síðast. Hitta vini og nágranna. Njóta útiverunnar. Svo í staðin fyrir að fara í gymmið fór ég út á hjólaskauta, skautaði út að vatninu og naut golunnar og sólarinnar, græna grassins, fuglanna og .... Síðan sest ég á stein til að teygja aðeins og kemur þá ekki að mér maður. Mjög sakleysislegur. Hann fer að spyrja mig hvort það sé hættulegt að vera í þessum garði á kvöldin, hann er nefnilega svo spenntur fyrir að sjá þegar ljósin kveikna í skýjakljúfrunum... Þetta endar með því að við spjöllum saman um heima og geima, eða aðallega bændur og kornrækt (maðurinn er líka "agriculture economist"). Þetta var svo góður gaur að það endaði bara með því að ég bauð honum í mat. Hann er líka þýskur svo honum og Óla á eftir að koma vel saman.

Á leiðinni heim ákvað ég að kíkja við hjá Arnari og Sólu. Það er alltaf jafn yndislegt að koma til þeirra. Sú heimsókn endaði líka með því að ég bauð þeim í mat og nú er að skipuleggjast smá Íslendina partý hérna í Chicago.

Ég er semsagt búin að vera á fullu við að styrkja félagsleg tengsl og er það súper.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?