22.6.04
Alveg að klikkast!!
Urgh, það getur verið alveg óþolandi að leita að villum í forritinu manns. Núna er ég einmitt með villu í forritinu og átta mig ekki á því hvað er eiginlega að. Ég er alveg að klikkast á þessu, gengur svo hægt... bara alveg óþolandi, þegar maður er að reyna að klára eitthvað, nei nei, þá bara virkar það ekki. Ohh. Sérstaklega finnst mér óþolandi að þegar maður er að vesenast endalaust svona að reyna að finna villu, þá fær maður alveg óstjórnlega löngun í kökur og sætindi. Dísús. Jæja. Þá vitið þið það.
Allavegana get ég hlustað á útvarp ungmenna (rás 2). Það er þó bót í máli. Og ég er með kirsuber, þarf ekki kökur.
Allavegana get ég hlustað á útvarp ungmenna (rás 2). Það er þó bót í máli. Og ég er með kirsuber, þarf ekki kökur.