24.6.04

Alveg ómögulegt vandamál

Sko, mig langar í huggulegri íbúð. Kona var að hringja í mig og segja mér frá æðislegri íbúð með parketi og svölum og öllu sem venjulegu fólki þykir ofureðlilegt að sé hluti af þeirra hýbílum. Þessi íbúð er til NÚNA. Hvorki fyrr né síðar.

Við ætlum ekki að vera hérna í sumar svo hvað myndum við gera við íbúðina í sumar, í 2 mánuði? Kannski leigja hana út. En það eru svona 7000 stúdentar að leigja út íbúðina sína í Hyde Park í sumar og svona 12 sem hafa áhuga á að leigja sér íbúð í sumar.

Þannig að við tökum ekki íbúðina og verðum kannski í ömurlegri íbúð næstu tvö árin. Ohh.

Fyndna er að þegar við erum að flytja útúr þessari íbúð sem við erum búin að vera í í 2 ár, alltaf að óska okkur íbúð með svölum, parketi, gluggakistum... þá er hún allt í einu orðin bara alveg ágæt og okkur langar ekkert að flytja út... En langar það samt.

Ég nenni svo innilega ekki að vera í vinnunni lengur. Kannski ég fari bara í bæinn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?