23.6.04

Villa fundin - Ég að fara að klifra

Það er svo skrýtið með debögg. Maður verður að vera í rétta skapinu með rétta hugarfarið til að finna blessuðu villuna. Eða ég allavegana. Kannski þess vegna sem ég er ekki betri að forrita en ég er. En það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom í vinnuna var að tékka á einu, bingó, þar var villan, ég var að deila með núll... það ekki vera gott. Ég búin að vera að veltast í kringum villuna í heila tvo daga, ekki fatta eitt né neitt. En, eins og Olga sagði, hvað eru tveir dagar, vertu bara kát með að þetta voru ekki tvær vikur, hvað þá mánuðir.

Svo nú get ég haldið áfram í smá stund áður en við förum að klifra. Við stelpurnar, Su Yeon, Chae Young og ég erum nefnilega að fara vestur í burbs að klifra í kvöld. Jibbí, ekkert smá gaman. Óli meiddi sig því miður í Kentucky, þannig að hann kemst ekki með. Sem betur fer var það þó ekki alvarlegra en svo að hann getur enn spilað tölvuleiki, svo honum þarf ekki að leiðast í kvöld þó að konan hans sé að fara að klifra. Jibbí, konan hans er að fara að klifra.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?