29.12.05
nýtt gifs og talnatök
Í dag fékk ég alvöru gifs, áður var ég bara í spelku. Þá var mér hlýtt því hún var með svo mikinn bómul og dót, en núna er mér bara kalt því þetta gifsi er ísískalt, og hitnar ekki. Ég get bara ekki um annað hugsað en að mér sé kalt því mér er búið að vera kalt í allan dag. Jæja, whatever. Sæt kartafla og villisvín í matinn hjá okkur í kvöld, alltaf lúxusinn í botni hérna í Chicago.
Annars er ég búin að vera svaka dugleg í dag í aukavinnunni. Hjá Talnatökum er ég vefstjóri og svaka stolt yfir síðunni. Álfurinn er líka eftir listakonu nokkra sem ég er svo fræg að þekkja. 50 stig fyrir að geta upp á henni.
Annars er ég búin að vera svaka dugleg í dag í aukavinnunni. Hjá Talnatökum er ég vefstjóri og svaka stolt yfir síðunni. Álfurinn er líka eftir listakonu nokkra sem ég er svo fræg að þekkja. 50 stig fyrir að geta upp á henni.
28.12.05
Spila og átveislu jól
Þessi jól voru aldeilis allsnægtarjól. Við Óli lifðum í lystisemdum, bæði fyrir líkama og sál. Ég fékk "A Feast for Crows" frá jólasveininum og tvær aðrar bækur sem mér líst mjög vel á og hlakka til að lesa, Skugga Baldur eftir Sjón og Skuggi vindsins eftir útlending. En A Feast for Crows er fjórða bókin í seríunni Song of Ice and Fire. Það er kyngimögnuð saga. Slær Harry alveg við, og ég er Harry Potter fan með meiru.
Við erum líka búin að spila nokkuð mikið. Og borða nokkuð mikið. Á jóladag var veisla allmikil haldin í húsi gyðinga. Þar var í forrétt sniglaveisla og annar í forrétt var humarsúpa. Svo mikil ást og alúð var í þeirri súpu að annað eins hefur varla gerst í manna minnum. Við ferðuðumst yfir Chicago þvera og endilanga að leita að réttum humrum, réttum kræklingasafa og síðan tók við tveggja daga sýsl við að ná öllu bragðinu og kraftnum úr skeljunum, mylja, steikja, sjóða, sía, hræra, skera, kreista. Geita osta lasagna lagað frá grunni (egg, hveiti, spínat og olía) kom næst. Og villisvín skotið með ör að lokum. Þá átti eftir að bera fram ostana og sítrónu tertuna en veislugestir rúlluðu útaf stólunum á þessum tímapunkti, svo ekki varð úr því.
Við erum líka búin að spila nokkuð mikið. Og borða nokkuð mikið. Á jóladag var veisla allmikil haldin í húsi gyðinga. Þar var í forrétt sniglaveisla og annar í forrétt var humarsúpa. Svo mikil ást og alúð var í þeirri súpu að annað eins hefur varla gerst í manna minnum. Við ferðuðumst yfir Chicago þvera og endilanga að leita að réttum humrum, réttum kræklingasafa og síðan tók við tveggja daga sýsl við að ná öllu bragðinu og kraftnum úr skeljunum, mylja, steikja, sjóða, sía, hræra, skera, kreista. Geita osta lasagna lagað frá grunni (egg, hveiti, spínat og olía) kom næst. Og villisvín skotið með ör að lokum. Þá átti eftir að bera fram ostana og sítrónu tertuna en veislugestir rúlluðu útaf stólunum á þessum tímapunkti, svo ekki varð úr því.
24.12.05
Gleðileg jól
Fastur liður á jólunum hjá okkur er að Óli pakkar inn jólagjöfunum klukkan sex á aðfangadag og því er það að ég er að hlusta á jólaguðspjallið, drekka fyrsta kaffi og blogga á helgasta tíma ársins. Við kíktum í aðfangadagskaffi til Þorgeirs og foreldra í dag og skiluðum honum pakkanum frá Giljagaur. Hann var hrikalega sáttur við það og við fegin að geta gert Giljagaur þennan greiða.
Í gær spiluðum við tvö mjög góð spil. Costa Rica heitir annað, það gengur út á það að framleiða vörur á borð við sykur, kaffi og tóbak, og reyna að græða á því. Hitt heitir Lúðvík 14 og ég efast um að ég geti eitthvað lyst því en það er mjög skemmtilegt og ég mæli með því 100%. Ég hef það á tifinningunni að þetta verði spilajól. Gleðileg jól.
Í gær spiluðum við tvö mjög góð spil. Costa Rica heitir annað, það gengur út á það að framleiða vörur á borð við sykur, kaffi og tóbak, og reyna að græða á því. Hitt heitir Lúðvík 14 og ég efast um að ég geti eitthvað lyst því en það er mjög skemmtilegt og ég mæli með því 100%. Ég hef það á tifinningunni að þetta verði spilajól. Gleðileg jól.
23.12.05
Jólin að nálgast
Það er víst Þorláksmessa í dag. Hvorki er frítt í strætó né er ég á leiðinni í óvissuferð niður í bæ með Ólöfu minni svo ég get varla séð að það sé Þorláksmessa. Við Óli og Young-Jin erum í staðinn að fara í ákveðna ferð á bíl niður í bæ að kaupa wild boar og annað sem þarf á jólahátíðinni. Við Óli fórum reyndar í gær í leiðangur. Áttum við bæði eftir að kaupa jólagjafir fyrir hvort annað og ég svona ósjálfbjarga svo ekki mátti minna vera en að fara í næst stærsta mall í ameríku, Woodfield Mall. Þar keypti ég ... oops, get ekki sagt það.
En þessi jól eru merkileg fyrir okkur Óla því þótt við höfum verið "an item" í 7 ár og gift helminginn af þeim tíma, þá höfum við aldrei haldið jól saman bara við tvö. En núna erum við tilbúin fyrir það skref. Við vorum í lengstu lög óviss um hvað við ættum að hafa. Á mínu heimili var alltaf hamborgarahryggur en hjá Óla alltaf önd og helst tvær því það er svo mikið happdrætti hvort þær séu góðar. Við vorum hvorug spennt fyrir hvorugra þessa rétta, þó þeir séu reyndar báðir mjög ljúffengir. Niðurstaðan var sú að hafa beikonvafðar grísalundir með fondu-kartöflu og appelsínusósu, en þá uppskrift er einmitt að finna á margmiðlunardisknum eftir matreiðslumeistarann. Foi-gras í forrétt og heimalagaðan ís í eftirrétt, með amaretto kexi muldu í. Ísinn er efftir íalskri uppskrift sem ég hef aldrei prófað áður en hef mikla trú á.
En þessi jól eru merkileg fyrir okkur Óla því þótt við höfum verið "an item" í 7 ár og gift helminginn af þeim tíma, þá höfum við aldrei haldið jól saman bara við tvö. En núna erum við tilbúin fyrir það skref. Við vorum í lengstu lög óviss um hvað við ættum að hafa. Á mínu heimili var alltaf hamborgarahryggur en hjá Óla alltaf önd og helst tvær því það er svo mikið happdrætti hvort þær séu góðar. Við vorum hvorug spennt fyrir hvorugra þessa rétta, þó þeir séu reyndar báðir mjög ljúffengir. Niðurstaðan var sú að hafa beikonvafðar grísalundir með fondu-kartöflu og appelsínusósu, en þá uppskrift er einmitt að finna á margmiðlunardisknum eftir matreiðslumeistarann. Foi-gras í forrétt og heimalagaðan ís í eftirrétt, með amaretto kexi muldu í. Ísinn er efftir íalskri uppskrift sem ég hef aldrei prófað áður en hef mikla trú á.
21.12.05
Viðburðarík vika
Abstract
Eltingaleikur við lögguna
Þriggja daga brúðkaup í Minneapolis
Snjóbrettaferð
Sjúkrahúsferð
Inngangur
Á fimmtudagsmorgun vöknuðum við eins snemma og við gátum því við vorum að fara að keyra í átta klukkutíma frá Chicago til Minneapolis og áttum eftir að kaupa hluta af brúðkaupsgjöfinni. En það var einmitt Le Creuset pottur sem varð fyrir valinu, og ekki óvart því þesskonar pottar eru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Til að gera langa sögu stutta þá sluppum við frá löggunni en vorum á nálum allan tíman meðan við vorum að velja creuset-inn og síðan þorði Óli ekki að keyra mig til Peet´s til að kaupa kaffi þó svo að við vitum að það er eini sénsinn á að fá gott kaffi í allri ameríku.
Brúðkaupið
Til Minneapolis komumst við klakklaust og vorum við fyrstu veislugestirnir á staðinn. Það var því hætt við að hafa steggja og gæsa partýin tvö og einkynja heldur leigðu steggurinn og gifti maðurinn eina bláa og konan og gæsin sáu um kjöltudansana. Brúðkaupið var svaka vel lukkað. Ég stóð mig með prýði sem heiðurs-brúðarmær og hjálpaði brúðinni með hárið sitt og týndi hringnum ekki. Óli spilaði dásamlega vel á orgelið og brúðhjónin spiluðu og sungu líka, eminem og eitt annað sem ég man ekki eftir hverja.
Snjóbrettaævintýrið
Rétt fyrir utan Minneapolis er skíðasvæði sem heitir Afton Alps. Það er á smá hæð en liggur niðrí djúpan dal. Fyrir okkur virkaði það huge þegar við vorum á brettunum í annað og þriðja skiptið, Óli í þriðja, ég hafði farið þegar ég var 14. Það var 22 gráða frost en maður fann ekki fyrir því, þetta er svo mikið púl. Við fórum í einn tíma og ég náði að renna mér aðeins og beigja og detta oft og mörgum sinnum þangað til ég datt og meiddi mig geðveikt, í "Nancy´s nursery".
Sjúkrahússferðin
Mér leist illa á það að hafa bein standandi útúr handleggnum svo Óli keyrði mig á sjúkrahús. Þar fékk ég sælubyljgu í æð og stæltir læknar toguðu mig í sundur þangað til það heyrðist "klikk" og sögðu að ég ætti að muna að nota tvö skíði þegar ég vildi renna mér niður brekku.
Svo núna er ég með höndina í gifsi og það er frekar vonlaust. T.d er ég búin að vera í 45 mín að skrifa þennan póst. En ég er búin að læra að renna upp úlpunni minni með einni hendi. Og maðurinn minn hendist til þegar ég bið um eitthvað. Svo þetta er nú ekki alslæmt.
Eltingaleikur við lögguna
Þriggja daga brúðkaup í Minneapolis
Snjóbrettaferð
Sjúkrahúsferð
Inngangur
Á fimmtudagsmorgun vöknuðum við eins snemma og við gátum því við vorum að fara að keyra í átta klukkutíma frá Chicago til Minneapolis og áttum eftir að kaupa hluta af brúðkaupsgjöfinni. En það var einmitt Le Creuset pottur sem varð fyrir valinu, og ekki óvart því þesskonar pottar eru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Til að gera langa sögu stutta þá sluppum við frá löggunni en vorum á nálum allan tíman meðan við vorum að velja creuset-inn og síðan þorði Óli ekki að keyra mig til Peet´s til að kaupa kaffi þó svo að við vitum að það er eini sénsinn á að fá gott kaffi í allri ameríku.
Brúðkaupið
Til Minneapolis komumst við klakklaust og vorum við fyrstu veislugestirnir á staðinn. Það var því hætt við að hafa steggja og gæsa partýin tvö og einkynja heldur leigðu steggurinn og gifti maðurinn eina bláa og konan og gæsin sáu um kjöltudansana. Brúðkaupið var svaka vel lukkað. Ég stóð mig með prýði sem heiðurs-brúðarmær og hjálpaði brúðinni með hárið sitt og týndi hringnum ekki. Óli spilaði dásamlega vel á orgelið og brúðhjónin spiluðu og sungu líka, eminem og eitt annað sem ég man ekki eftir hverja.
Snjóbrettaævintýrið
Rétt fyrir utan Minneapolis er skíðasvæði sem heitir Afton Alps. Það er á smá hæð en liggur niðrí djúpan dal. Fyrir okkur virkaði það huge þegar við vorum á brettunum í annað og þriðja skiptið, Óli í þriðja, ég hafði farið þegar ég var 14. Það var 22 gráða frost en maður fann ekki fyrir því, þetta er svo mikið púl. Við fórum í einn tíma og ég náði að renna mér aðeins og beigja og detta oft og mörgum sinnum þangað til ég datt og meiddi mig geðveikt, í "Nancy´s nursery".
Sjúkrahússferðin
Mér leist illa á það að hafa bein standandi útúr handleggnum svo Óli keyrði mig á sjúkrahús. Þar fékk ég sælubyljgu í æð og stæltir læknar toguðu mig í sundur þangað til það heyrðist "klikk" og sögðu að ég ætti að muna að nota tvö skíði þegar ég vildi renna mér niður brekku.
Svo núna er ég með höndina í gifsi og það er frekar vonlaust. T.d er ég búin að vera í 45 mín að skrifa þennan póst. En ég er búin að læra að renna upp úlpunni minni með einni hendi. Og maðurinn minn hendist til þegar ég bið um eitthvað. Svo þetta er nú ekki alslæmt.
14.12.05
Stress lekur út um gluggan
Skólinn er búinn í bili og ég er um það bil komin í jólafrí. Það er heaven. Allt stressið hvarf eins og dögg fyrir sólu og núna eru bara rólegheit. Ég gæti verið í skólanum að flikka upp á kóðann minn en ég vel að gera það ekki. Það er kannski ekki besti kosturinn en hvað með það.
Í gær fórum við í leiðangur um Chicago með Young Jin. Lögðum af stað klukkan hálf sjö og fórum í the meat packing district. Slátrari við slátrara og fullt af fólki að flytja kassa og tunnur, trukkar að bakka út og menn í hvítum kápum að kalla. Í nútíma þjóðfélagi er það ekki algengt að sjá fólk vinna fyrir sér með þessum hætti og það klukkan sjö að morgni. Mjög merkilegt finnst mér að mér skuli finnast það merkilegt að sjá svona alvöru vinnandi fólk. Þetta fólk sér mjög beint til þess að við fáum að borða yfirleitt. Það sér til þess að matur kemst frá bónda til veitingastaðs og matvöruverslunar. Og það er ekkert lítið mál. Fullt fullt af fólki að vinna baki brotnu. Það er náttúrulega frekar furðuleg tilvera að fá borgað fyrir að vera í skóla. Í dag til dæmis, og reyndar í gær líka, þá nennti ég alls ekki í skólann og því er ég núna bara heima að chilla, þvo þvott, skrifa blogg, fá mér kaffi bolla og spjalla við mömmu í símann. Þetta hljómar svolítið unfair.
Í gær fórum við í leiðangur um Chicago með Young Jin. Lögðum af stað klukkan hálf sjö og fórum í the meat packing district. Slátrari við slátrara og fullt af fólki að flytja kassa og tunnur, trukkar að bakka út og menn í hvítum kápum að kalla. Í nútíma þjóðfélagi er það ekki algengt að sjá fólk vinna fyrir sér með þessum hætti og það klukkan sjö að morgni. Mjög merkilegt finnst mér að mér skuli finnast það merkilegt að sjá svona alvöru vinnandi fólk. Þetta fólk sér mjög beint til þess að við fáum að borða yfirleitt. Það sér til þess að matur kemst frá bónda til veitingastaðs og matvöruverslunar. Og það er ekkert lítið mál. Fullt fullt af fólki að vinna baki brotnu. Það er náttúrulega frekar furðuleg tilvera að fá borgað fyrir að vera í skóla. Í dag til dæmis, og reyndar í gær líka, þá nennti ég alls ekki í skólann og því er ég núna bara heima að chilla, þvo þvott, skrifa blogg, fá mér kaffi bolla og spjalla við mömmu í símann. Þetta hljómar svolítið unfair.
12.12.05
Allir í klemmu
Jæja. Talaði við leiðbeinandann minn. Kemur í ljós að honum finnst hann vera vonlaus leiðbeinandi. Ha ha.
Við Óli erum að fara að klifra, boulder-a, hvað heitir það á íslensku, það er þegar maður er ekki með reipi, bara smá þraut sem er yfirleitt svaka erfið og það tekur okkur tíu tilraunir að gera, geðveikt gaman.
Við Óli erum að fara að klifra, boulder-a, hvað heitir það á íslensku, það er þegar maður er ekki með reipi, bara smá þraut sem er yfirleitt svaka erfið og það tekur okkur tíu tilraunir að gera, geðveikt gaman.
11.12.05
Hvað
Hvað á maður eiginlega að gera við lífið sitt. Á maður að gera það sem manni langar mest eða það sem væri flottast og mest kúl? Eða best fyrir mannkynið. Ef maður fílar ABBA, er ekki best að hlusta á hana? Eða á maður frekar að velja eminemm. Ég er svona um það bil að fara yfirum á öllum þessum valkostum. Ég er alveg tilbúin fyrir annan áttunda áratug. Hvað varð eiginlega um allt vonleysið og ráðvilltina. Hvernig nennir fólk að standa í þessu kapphlaupi með jeppa og drasl? Það er eitt sem ég skil enganveginn og það er þegar fólk fullorðnast, hvað gerist eiginlega fyrir það og af hverju vill það allt í einu eiga borðstofuborð og skápa. Og ég átta mig líka alls ekki á því að þurfa að vera fullorðinn. Fyrst ég er on a roll þá finnst mér geðveikt hallærinslegt að vera politically correct. Hvernig nennir fólk eiginlega að taka þátt í svona vitleysu! Núna er svaka mál hérna í ameríku að segja holiday allt en ekki christmas. Það bara má ekki segja christmas. Og fólk tekur bara þátt í þessu. Það segir bara holidayparty og holidaytree og guð má vita hvað. Ég veit allavegana ekki hvað maður á að gera við lífið sitt eða þá hvernig maður finnur útúr því. Er ekki nóg að vera bara hamingjusamur og sáttur við sjálfan sig. Og góður líka við náungann.
Chill
Ég er afskaplega hrifin af því að chilla og hafa það huggulegt. Hérna er lítið ljóð um það.
Hversu gott væri það
að sitja upp í sófa
allan daginn
bara slaka á
og hugsa ekki um neitt
ekki þurfa að fara neitt
né gera nokkurn skapaðan hlut
bara hugsa um hafið
og bíómyndir
og hvað sem maður er í stuði að hugsa um
kannski lesa bók
eins og Storm of swords
og ímynda sér riddara og kónga
að skylmast og svíkja hvern annan
stelpur slegnar í höfuðið með exi og dreka sem eru að komast á legg
maður þyrfti ekki að lifa í óvissu í fleiri mánuði yfir hvort þær hafi það af
síðan gæti maður sett plötu á fóninn
hlustað á tónlist í rólegheitum
og fengið sér te
með hunangi
og kannski piparköku líka
ég væri afskaplega hrifin af því
Hversu gott væri það
að sitja upp í sófa
allan daginn
bara slaka á
og hugsa ekki um neitt
ekki þurfa að fara neitt
né gera nokkurn skapaðan hlut
bara hugsa um hafið
og bíómyndir
og hvað sem maður er í stuði að hugsa um
kannski lesa bók
eins og Storm of swords
og ímynda sér riddara og kónga
að skylmast og svíkja hvern annan
stelpur slegnar í höfuðið með exi og dreka sem eru að komast á legg
maður þyrfti ekki að lifa í óvissu í fleiri mánuði yfir hvort þær hafi það af
síðan gæti maður sett plötu á fóninn
hlustað á tónlist í rólegheitum
og fengið sér te
með hunangi
og kannski piparköku líka
ég væri afskaplega hrifin af því
I wanna love you tender
Er titill á mínu uppáhaldslagi þessa dagana. Danny og Armi eru snillingar, og Finnar, en það fer afskaplega vel saman.
Þessi helgi er búin að vera ein mesta partýhelgi annarinnar. Við fórum í þrjú partý, héldum eitt þeirra og gistum meira að segja í seinasta partýinu. Svaka gaman að gista hjá vinum sínum, síðan fórum við á HUE sem er mest hip morgunverðastaðurinn í Chicago. Þar eru jelly baunir í krús á hverju borði. Við buðum okkur líka í aðventukaffi Young Jin og Söru sem var ofsalega huggulegt. Ég held að þeim hafi þótt það svolítið undarlegt en við létum það ekki á okkur fá. Núna er ég að gera seinustu heimadæmi annarinnar. Jibbí.
Þessi helgi er búin að vera ein mesta partýhelgi annarinnar. Við fórum í þrjú partý, héldum eitt þeirra og gistum meira að segja í seinasta partýinu. Svaka gaman að gista hjá vinum sínum, síðan fórum við á HUE sem er mest hip morgunverðastaðurinn í Chicago. Þar eru jelly baunir í krús á hverju borði. Við buðum okkur líka í aðventukaffi Young Jin og Söru sem var ofsalega huggulegt. Ég held að þeim hafi þótt það svolítið undarlegt en við létum það ekki á okkur fá. Núna er ég að gera seinustu heimadæmi annarinnar. Jibbí.
10.12.05
what to do what to do
Kæri Cosmo-vandamáladálkur. Mér kemur engan veginn saman við prófessorinn minn. Mig langar til að hætta að vera með hann sem leiðbeinanda en ég er samt ekki alveg viss. Hann er mjög kúl vísindamaður en ekki mjög kúl almennt. Ég veit ekki neitt hvað ég á að gera. Ég veit ekki hvort mig langi að vera í doktorsnámi. Samt er þetta ómetanlegt tækifæri, að fá að vera hérna við þessa fínu deild.
Ein í ruglinu
Ein í ruglinu
7.12.05
Bara eitt próf eftir
Síðasta prófið á morgun. LOKSINS. Ég er að reyna að taka ráðum bróður míns um að láta ekki þessa próftörn drepa mig en ég er svona um það bil að klikkast á þessu. Ég þoli ekki próf. Mér finnst svo pirrandi að þurfa að læra hluti utan að. Sem betur fer ætla ég bara að taka einn kúrs á næstu önn. Urrgh.
En síðan tekur betri tími við með sól í heiði og blóm í hlíðum. Það stendur til að taka lestina suður í climb-on eftir prófið, panta pizzu og drekka bjór að klifri loknu í klifurhúsinu. Jei. Fólkið sem á þetta klifurhús er svo kúl og chillað, mjög yndislegt. Þau eru með fjölskydumyndir upp á vegg og kisa sem er svaka feitur.
LOOOKSINS
En síðan tekur betri tími við með sól í heiði og blóm í hlíðum. Það stendur til að taka lestina suður í climb-on eftir prófið, panta pizzu og drekka bjór að klifri loknu í klifurhúsinu. Jei. Fólkið sem á þetta klifurhús er svo kúl og chillað, mjög yndislegt. Þau eru með fjölskydumyndir upp á vegg og kisa sem er svaka feitur.
LOOOKSINS
6.12.05
Nei sko! En hvað þessi prof eru nakvæm
You Are 22 Years Old |
Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe. 20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences. |
Sjubbidu
You Are a Bloody Mary |
You're a fairly serious drinker, who's experimented a lot with different drinks. You're a drunk, but a stable drunk. You don't ever let your drinking get out of control. |
læra fyrir prof
The Movie Of Your Life Is Film Noir |
So what if you're a little nihilistic at times? Life with meaning is highly over-rated. Your best movie matches: Sin City, L. A. Confidential, Blade Runner |
5.12.05
Átta ár í dag
Í dag er pabbi minn búinn að vera dáinn í átta ár. Það suckar big time. Ég óska þess alltaf að hann væri enn á lífi en það er ekkert sem hægt er að gera í því.
Tengdapabbi minn hringdi í mig áðan og það var mjög indælt. Hann sagði að maður ætti að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða og þeirra tækifæra sem gefast. Að maður ætti að læra allt sem maður getur lært af lærimeisturum sínum og síðan sjá hvert lífið tekur mann. Mér fannst þetta vera vel mælt og fékk innblástur til að halda áfram með ritgerð sem ég er búin að vera í vandræðum með að koma mér að skrifa.
Tengdapabbi minn hringdi í mig áðan og það var mjög indælt. Hann sagði að maður ætti að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða og þeirra tækifæra sem gefast. Að maður ætti að læra allt sem maður getur lært af lærimeisturum sínum og síðan sjá hvert lífið tekur mann. Mér fannst þetta vera vel mælt og fékk innblástur til að halda áfram með ritgerð sem ég er búin að vera í vandræðum með að koma mér að skrifa.
4.12.05
Bara eitt dæmi eftir
Alla helgina er ég búin að vera að vinna í heimaprófi og nú er ég búin með sjö spurningar og á því bara eina eftir. Jei!
Eins og næsum því hvern einasta dag þessa vikurnar nennir enginn í fjölskyldunni að elda. Þar sem við erum búin að fara á veitingastaðina þrjá hérna í HP svona hundrað milljón sinnum ákváðum við að keyra aðeins útfyrir hverfissteinana og kanna hina víðfrægu suðurhlið. Fyrst athuguðum við með SoulQueen. Það var nokkuð kúl staður en maturinn leit svo ógirnilega út að við beiluðum á honum. Mexíkanski staðurinn sem við höfðum í huga sem varaval var farinn á hausinn og klukkan alveg að fara að ganga ellefu.
Hvað ætli við sjáum þá? Mitt í gettóinu, allt harðlæst og plankar fyrir? Ítalskan pizzustað! Við héldum að þetta væri tálsýn ein en Óli dúndraði niður bremsupedalnum og við stigum út úr bílnum. Það var ekki annað en það að rammítalskar pizzur eru í miklu uppáhaldi hjá the homies og við gátum fengið eina með pepperoni og grænni papriku. Síðan fylgdi með gos og ég suðaði svo mikið í Óla að hann leyfði mér að velja og ég valdi greip. Mér fannst greip alltaf geðveikt gott og það hefur bara ekki breyst.
Það er alltaf gaman að fara á suðurhliðna því fólk er svo vinalegt þar og indælt. Nema kannski þeir sem skjóta mann í axlirnar en sem betur fer höfum við ekki hitt neinn sem gerir það. Jæja, best að slökkva á guns and roses (takk sunna!) og gera síðasta dæmið. Gleðilegan annan í aðventu!
Eins og næsum því hvern einasta dag þessa vikurnar nennir enginn í fjölskyldunni að elda. Þar sem við erum búin að fara á veitingastaðina þrjá hérna í HP svona hundrað milljón sinnum ákváðum við að keyra aðeins útfyrir hverfissteinana og kanna hina víðfrægu suðurhlið. Fyrst athuguðum við með SoulQueen. Það var nokkuð kúl staður en maturinn leit svo ógirnilega út að við beiluðum á honum. Mexíkanski staðurinn sem við höfðum í huga sem varaval var farinn á hausinn og klukkan alveg að fara að ganga ellefu.
Hvað ætli við sjáum þá? Mitt í gettóinu, allt harðlæst og plankar fyrir? Ítalskan pizzustað! Við héldum að þetta væri tálsýn ein en Óli dúndraði niður bremsupedalnum og við stigum út úr bílnum. Það var ekki annað en það að rammítalskar pizzur eru í miklu uppáhaldi hjá the homies og við gátum fengið eina með pepperoni og grænni papriku. Síðan fylgdi með gos og ég suðaði svo mikið í Óla að hann leyfði mér að velja og ég valdi greip. Mér fannst greip alltaf geðveikt gott og það hefur bara ekki breyst.
Það er alltaf gaman að fara á suðurhliðna því fólk er svo vinalegt þar og indælt. Nema kannski þeir sem skjóta mann í axlirnar en sem betur fer höfum við ekki hitt neinn sem gerir það. Jæja, best að slökkva á guns and roses (takk sunna!) og gera síðasta dæmið. Gleðilegan annan í aðventu!
3.12.05
Piparkökuhúsið
Í gær var jólaball hjá deildinni minni. Þetta var mjög heimilislegt jólaball, sumir komu með kræsingar og það var boðið upp á kakó með piparmyntusnapps. Ég er alltaf svo grand svo ég kom með piparkökuhús. Fólk var agndofa yfir því hversu grand ég er. Ég var svaka montin. Þegar fólk var búið að dáðst að slotinu í dágóðan tíma og Adam litli orðinn frá sér yfir því að þurfa að horfa á svona flott og mega ekki sleikja það þá fór ég að leita að kjöthamri. Það var nefnilega þannig í minni barnæsku að piparkökuhúsið var alltaf brotið með kjöthamri. Engann fann ég kjöthamar heldur kampavínsflösku og hún dugði vel til að stúta húsinu í smithereens. Fjalir fuku útum víðan völl og jólakötturinn á þakinu hreinlega gufaði upp. Fólk var í losti, það var eins og þau höfðu ekki trúað mér þegar ég útskýrði með kjöthamarinn fyrr um kvöldið.