14.12.05

Stress lekur út um gluggan

Skólinn er búinn í bili og ég er um það bil komin í jólafrí. Það er heaven. Allt stressið hvarf eins og dögg fyrir sólu og núna eru bara rólegheit. Ég gæti verið í skólanum að flikka upp á kóðann minn en ég vel að gera það ekki. Það er kannski ekki besti kosturinn en hvað með það.

Í gær fórum við í leiðangur um Chicago með Young Jin. Lögðum af stað klukkan hálf sjö og fórum í the meat packing district. Slátrari við slátrara og fullt af fólki að flytja kassa og tunnur, trukkar að bakka út og menn í hvítum kápum að kalla. Í nútíma þjóðfélagi er það ekki algengt að sjá fólk vinna fyrir sér með þessum hætti og það klukkan sjö að morgni. Mjög merkilegt finnst mér að mér skuli finnast það merkilegt að sjá svona alvöru vinnandi fólk. Þetta fólk sér mjög beint til þess að við fáum að borða yfirleitt. Það sér til þess að matur kemst frá bónda til veitingastaðs og matvöruverslunar. Og það er ekkert lítið mál. Fullt fullt af fólki að vinna baki brotnu. Það er náttúrulega frekar furðuleg tilvera að fá borgað fyrir að vera í skóla. Í dag til dæmis, og reyndar í gær líka, þá nennti ég alls ekki í skólann og því er ég núna bara heima að chilla, þvo þvott, skrifa blogg, fá mér kaffi bolla og spjalla við mömmu í símann. Þetta hljómar svolítið unfair.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?