11.12.05
Hvað
Hvað á maður eiginlega að gera við lífið sitt. Á maður að gera það sem manni langar mest eða það sem væri flottast og mest kúl? Eða best fyrir mannkynið. Ef maður fílar ABBA, er ekki best að hlusta á hana? Eða á maður frekar að velja eminemm. Ég er svona um það bil að fara yfirum á öllum þessum valkostum. Ég er alveg tilbúin fyrir annan áttunda áratug. Hvað varð eiginlega um allt vonleysið og ráðvilltina. Hvernig nennir fólk að standa í þessu kapphlaupi með jeppa og drasl? Það er eitt sem ég skil enganveginn og það er þegar fólk fullorðnast, hvað gerist eiginlega fyrir það og af hverju vill það allt í einu eiga borðstofuborð og skápa. Og ég átta mig líka alls ekki á því að þurfa að vera fullorðinn. Fyrst ég er on a roll þá finnst mér geðveikt hallærinslegt að vera politically correct. Hvernig nennir fólk eiginlega að taka þátt í svona vitleysu! Núna er svaka mál hérna í ameríku að segja holiday allt en ekki christmas. Það bara má ekki segja christmas. Og fólk tekur bara þátt í þessu. Það segir bara holidayparty og holidaytree og guð má vita hvað. Ég veit allavegana ekki hvað maður á að gera við lífið sitt eða þá hvernig maður finnur útúr því. Er ekki nóg að vera bara hamingjusamur og sáttur við sjálfan sig. Og góður líka við náungann.