7.12.05

Bara eitt próf eftir

Síðasta prófið á morgun. LOKSINS. Ég er að reyna að taka ráðum bróður míns um að láta ekki þessa próftörn drepa mig en ég er svona um það bil að klikkast á þessu. Ég þoli ekki próf. Mér finnst svo pirrandi að þurfa að læra hluti utan að. Sem betur fer ætla ég bara að taka einn kúrs á næstu önn. Urrgh.

En síðan tekur betri tími við með sól í heiði og blóm í hlíðum. Það stendur til að taka lestina suður í climb-on eftir prófið, panta pizzu og drekka bjór að klifri loknu í klifurhúsinu. Jei. Fólkið sem á þetta klifurhús er svo kúl og chillað, mjög yndislegt. Þau eru með fjölskydumyndir upp á vegg og kisa sem er svaka feitur.

LOOOKSINS

Comments:
Hæ hæ já seint verða próf talin skemmtileg afþreying ;) vona að þér hafi gengið vel....

kveðja frá Álaborg...
 
Takk Heiða, ég hugsa að mér hafi gengið nógu vel...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?