5.12.05
Átta ár í dag
Í dag er pabbi minn búinn að vera dáinn í átta ár. Það suckar big time. Ég óska þess alltaf að hann væri enn á lífi en það er ekkert sem hægt er að gera í því.
Tengdapabbi minn hringdi í mig áðan og það var mjög indælt. Hann sagði að maður ætti að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða og þeirra tækifæra sem gefast. Að maður ætti að læra allt sem maður getur lært af lærimeisturum sínum og síðan sjá hvert lífið tekur mann. Mér fannst þetta vera vel mælt og fékk innblástur til að halda áfram með ritgerð sem ég er búin að vera í vandræðum með að koma mér að skrifa.
Tengdapabbi minn hringdi í mig áðan og það var mjög indælt. Hann sagði að maður ætti að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða og þeirra tækifæra sem gefast. Að maður ætti að læra allt sem maður getur lært af lærimeisturum sínum og síðan sjá hvert lífið tekur mann. Mér fannst þetta vera vel mælt og fékk innblástur til að halda áfram með ritgerð sem ég er búin að vera í vandræðum með að koma mér að skrifa.