11.12.05

Chill

Ég er afskaplega hrifin af því að chilla og hafa það huggulegt. Hérna er lítið ljóð um það.

Hversu gott væri það
að sitja upp í sófa
allan daginn
bara slaka á
og hugsa ekki um neitt
ekki þurfa að fara neitt
né gera nokkurn skapaðan hlut
bara hugsa um hafið
og bíómyndir
og hvað sem maður er í stuði að hugsa um
kannski lesa bók
eins og Storm of swords
og ímynda sér riddara og kónga
að skylmast og svíkja hvern annan
stelpur slegnar í höfuðið með exi og dreka sem eru að komast á legg
maður þyrfti ekki að lifa í óvissu í fleiri mánuði yfir hvort þær hafi það af
síðan gæti maður sett plötu á fóninn
hlustað á tónlist í rólegheitum
og fengið sér te
með hunangi
og kannski piparköku líka
ég væri afskaplega hrifin af því

This page is powered by Blogger. Isn't yours?