3.12.05

Piparkökuhúsið

Í gær var jólaball hjá deildinni minni. Þetta var mjög heimilislegt jólaball, sumir komu með kræsingar og það var boðið upp á kakó með piparmyntusnapps. Ég er alltaf svo grand svo ég kom með piparkökuhús. Fólk var agndofa yfir því hversu grand ég er. Ég var svaka montin. Þegar fólk var búið að dáðst að slotinu í dágóðan tíma og Adam litli orðinn frá sér yfir því að þurfa að horfa á svona flott og mega ekki sleikja það þá fór ég að leita að kjöthamri. Það var nefnilega þannig í minni barnæsku að piparkökuhúsið var alltaf brotið með kjöthamri. Engann fann ég kjöthamar heldur kampavínsflösku og hún dugði vel til að stúta húsinu í smithereens. Fjalir fuku útum víðan völl og jólakötturinn á þakinu hreinlega gufaði upp. Fólk var í losti, það var eins og þau höfðu ekki trúað mér þegar ég útskýrði með kjöthamarinn fyrr um kvöldið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?