21.12.05

Viðburðarík vika

Abstract
Eltingaleikur við lögguna
Þriggja daga brúðkaup í Minneapolis
Snjóbrettaferð
Sjúkrahúsferð

Inngangur
Á fimmtudagsmorgun vöknuðum við eins snemma og við gátum því við vorum að fara að keyra í átta klukkutíma frá Chicago til Minneapolis og áttum eftir að kaupa hluta af brúðkaupsgjöfinni. En það var einmitt Le Creuset pottur sem varð fyrir valinu, og ekki óvart því þesskonar pottar eru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Til að gera langa sögu stutta þá sluppum við frá löggunni en vorum á nálum allan tíman meðan við vorum að velja creuset-inn og síðan þorði Óli ekki að keyra mig til Peet´s til að kaupa kaffi þó svo að við vitum að það er eini sénsinn á að fá gott kaffi í allri ameríku.

Brúðkaupið
Til Minneapolis komumst við klakklaust og vorum við fyrstu veislugestirnir á staðinn. Það var því hætt við að hafa steggja og gæsa partýin tvö og einkynja heldur leigðu steggurinn og gifti maðurinn eina bláa og konan og gæsin sáu um kjöltudansana. Brúðkaupið var svaka vel lukkað. Ég stóð mig með prýði sem heiðurs-brúðarmær og hjálpaði brúðinni með hárið sitt og týndi hringnum ekki. Óli spilaði dásamlega vel á orgelið og brúðhjónin spiluðu og sungu líka, eminem og eitt annað sem ég man ekki eftir hverja.

Snjóbrettaævintýrið
Rétt fyrir utan Minneapolis er skíðasvæði sem heitir Afton Alps. Það er á smá hæð en liggur niðrí djúpan dal. Fyrir okkur virkaði það huge þegar við vorum á brettunum í annað og þriðja skiptið, Óli í þriðja, ég hafði farið þegar ég var 14. Það var 22 gráða frost en maður fann ekki fyrir því, þetta er svo mikið púl. Við fórum í einn tíma og ég náði að renna mér aðeins og beigja og detta oft og mörgum sinnum þangað til ég datt og meiddi mig geðveikt, í "Nancy´s nursery".

Sjúkrahússferðin
Mér leist illa á það að hafa bein standandi útúr handleggnum svo Óli keyrði mig á sjúkrahús. Þar fékk ég sælubyljgu í æð og stæltir læknar toguðu mig í sundur þangað til það heyrðist "klikk" og sögðu að ég ætti að muna að nota tvö skíði þegar ég vildi renna mér niður brekku.

Svo núna er ég með höndina í gifsi og það er frekar vonlaust. T.d er ég búin að vera í 45 mín að skrifa þennan póst. En ég er búin að læra að renna upp úlpunni minni með einni hendi. Og maðurinn minn hendist til þegar ég bið um eitthvað. Svo þetta er nú ekki alslæmt.

Comments:
Sjit...

Leitt að þetta hafi endað svona og megi batinn vera góður.
 
takk takk
 
Úfff... opid beinbrot!?! Hljomar ekki vel en vona ad thu eigir godan bata.
Kv. Sigurdís
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?