24.12.05

Gleðileg jól

Fastur liður á jólunum hjá okkur er að Óli pakkar inn jólagjöfunum klukkan sex á aðfangadag og því er það að ég er að hlusta á jólaguðspjallið, drekka fyrsta kaffi og blogga á helgasta tíma ársins. Við kíktum í aðfangadagskaffi til Þorgeirs og foreldra í dag og skiluðum honum pakkanum frá Giljagaur. Hann var hrikalega sáttur við það og við fegin að geta gert Giljagaur þennan greiða.

Í gær spiluðum við tvö mjög góð spil. Costa Rica heitir annað, það gengur út á það að framleiða vörur á borð við sykur, kaffi og tóbak, og reyna að græða á því. Hitt heitir Lúðvík 14 og ég efast um að ég geti eitthvað lyst því en það er mjög skemmtilegt og ég mæli með því 100%. Ég hef það á tifinningunni að þetta verði spilajól. Gleðileg jól.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?