28.12.05
Spila og átveislu jól
Þessi jól voru aldeilis allsnægtarjól. Við Óli lifðum í lystisemdum, bæði fyrir líkama og sál. Ég fékk "A Feast for Crows" frá jólasveininum og tvær aðrar bækur sem mér líst mjög vel á og hlakka til að lesa, Skugga Baldur eftir Sjón og Skuggi vindsins eftir útlending. En A Feast for Crows er fjórða bókin í seríunni Song of Ice and Fire. Það er kyngimögnuð saga. Slær Harry alveg við, og ég er Harry Potter fan með meiru.
Við erum líka búin að spila nokkuð mikið. Og borða nokkuð mikið. Á jóladag var veisla allmikil haldin í húsi gyðinga. Þar var í forrétt sniglaveisla og annar í forrétt var humarsúpa. Svo mikil ást og alúð var í þeirri súpu að annað eins hefur varla gerst í manna minnum. Við ferðuðumst yfir Chicago þvera og endilanga að leita að réttum humrum, réttum kræklingasafa og síðan tók við tveggja daga sýsl við að ná öllu bragðinu og kraftnum úr skeljunum, mylja, steikja, sjóða, sía, hræra, skera, kreista. Geita osta lasagna lagað frá grunni (egg, hveiti, spínat og olía) kom næst. Og villisvín skotið með ör að lokum. Þá átti eftir að bera fram ostana og sítrónu tertuna en veislugestir rúlluðu útaf stólunum á þessum tímapunkti, svo ekki varð úr því.
Við erum líka búin að spila nokkuð mikið. Og borða nokkuð mikið. Á jóladag var veisla allmikil haldin í húsi gyðinga. Þar var í forrétt sniglaveisla og annar í forrétt var humarsúpa. Svo mikil ást og alúð var í þeirri súpu að annað eins hefur varla gerst í manna minnum. Við ferðuðumst yfir Chicago þvera og endilanga að leita að réttum humrum, réttum kræklingasafa og síðan tók við tveggja daga sýsl við að ná öllu bragðinu og kraftnum úr skeljunum, mylja, steikja, sjóða, sía, hræra, skera, kreista. Geita osta lasagna lagað frá grunni (egg, hveiti, spínat og olía) kom næst. Og villisvín skotið með ör að lokum. Þá átti eftir að bera fram ostana og sítrónu tertuna en veislugestir rúlluðu útaf stólunum á þessum tímapunkti, svo ekki varð úr því.