21.3.04
Við erum á ferðalagi
Núna erum við í LA í góðu yfirlæti hjá Árdísi og Dónald. Hér er yndislegt veður, sól og hiti. Ég vil eiginlega bara liggja á sundlaugarbarminum allan daginn. Í gær skoðuðum við Hollywood að sjálfsögðu. Túristar eru víst mest spenntir fyrir því. Það var skemmtilegt að sjá staðinn, hann er samt frekar ómerkilegur og sjabbí. Sorry Silla. Síðan fórum við í smá göngu upp í hollywood hæðarnar þar sem skiltið fræga er. Á toppnum var lúðrasveit og rjómatertur og rauðvín á boðstólnum. Árdís var alveg gapandi yfir þessu því hún hefur oft farið en aldrei séð þvílíka sjón. Það var mjög gaman að fá veitingar því við vorum orðin hálf svöng og útsýnið ekki mikið því eins og oft var svo mikil mengun og þoka að skyggni var takmarkað.
En það er alveg æðislegt hérna. Mikið af mjög flottum húsum og pálmatré útum allt. Í dag ætlum við bara að slaka á, skoða Caltec og kannski Huntington garðana. Fyrst ætla ég samt aðeins útí sund. Hafið það gott,
Tinna
En það er alveg æðislegt hérna. Mikið af mjög flottum húsum og pálmatré útum allt. Í dag ætlum við bara að slaka á, skoða Caltec og kannski Huntington garðana. Fyrst ætla ég samt aðeins útí sund. Hafið það gott,
Tinna