6.3.04
Næturvörðurinn Heiða
Mig langar bara til að lýsa yfir ánægju minni á henni Heiðu. Þátturinn hennar á Rás 2 er yndislegur að mínu mati og hún er alltaf með sniðug þema sem gaman er að fylgjast með. Ég er núna loksins byrjuð að vinna í lokaverkefninu fyrir kúrsinn sem ég er að taka. Er að nota gögn frá veðurstofunni og skoða breytingar á hitastigi á Íslandi. Svaka gaman. Og ekki verra að hafa góðan DJ í húsinu þegar maður er að vinna í svona verkefni.